Niðurstöður könnunar Maskínu sýna eru að 24,5 prósent eru mjög fylgjandi, 21,3 prósent fremur fylgjandi, 21,7 í meðallagi, 16,7 prósent fremur andvíg og 15,8 prósent mjög andvíg.
Karlar eru líklegri til að vera fylgjandi afglæpavæðingunni en 48,8 prósent sögðust vera mjög eða fremur fylgjandi henni. 42,9 prósent kvenna eru mjög eða fremur fylgjandi henni.
Niðurstöðurnar sýna að fólk á höfuðborgarsvæðinu er líklegra en fólk á landsbyggðinni til að vera hlynnt afglæpavæðingu. Fólk á Vesturlandi og Vestfjörðum er þó mun líklegra til að vera mjög eða fremur fylgjandi henni, eða 48,2 prósent, en fólk á Austurlandi. Aðeins 30,3 prósent Austfirðinga eru mjög eða fremur fylgjandi.
Einungis 4,9 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða fremur fylgjandi afglæpavæðingu en 85,1 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Þá eru 67,9 prósent kjósenda Pírata mjög eða fremur fylgjandi henni á meðan 31,8 prósent fylgjenda Framsóknarflokksins eru á þeirri skoðun.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 17. til 29. mars 2022 og voru svarendur 1.109 talsins.