Sport

Anton Sveinn varð í öðru sæti

Hjörvar Ólafsson skrifar
Anton Sveinn McKee vann silflurverðlaun í Barcelona í dag. 
Anton Sveinn McKee vann silflurverðlaun í Barcelona í dag.  Mynd/Sundsamband Íslands

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana.

Anton Sveinn synti á tímanum 2:13.05 og tryggði sér með þeim tíma silfurverðlaun í sundinu. Hann hafði fyrr á mótinu unnið gullverðlaun í 100 metra bringusundi. 

Besti tími Antons Sveins í 200 metra bringusundi er 2:08.74. 

Þeim tíma náði Anton Sveinn á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Búdapest í júní síðastliðnum, þar sem hann varð í sjötta sæti.

Anton Sveinn er búinn að vera í þungum æfingum síðan á heimsmeistaramótinu og var þetta mót liður í undirbúningi hans fyrir Evrópumótið í 50 metra laug sem hefst í Róm eftir þrjár vikur.

Anton Sveinn mun vera við æfingar á Spáni fram að Evrópumótinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×