Segir að Messi hafi ekki ritað sinn seinasta kafla hjá Barcelona Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júlí 2022 12:01 Joan Laporta segir að Messi hafi ekki sagt sitt síðasta hjá Barcelona. Joaquin Corchero / Europa Press Sports via Getty Images Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Lionel Messi eigi enn eftir að rita einn kafla í sögu sinni hjá félaginu og segir það á sinni ábyrgð að leikmaðurinn fái fallegri endi á tíma sínum hjá Börsungum. Messi yfirgaf Barcelona seinasta sumar eftir 21 árs langa veru hjá félaginu. Mikil fjárhagsvandræði Börsunga leiddu til þess að félagið hafði ekki efni á því að endurnýja samning ofurstjörnunnar og Messi hélt því til Frakklands þar sem hann leikur nú með PSG. „Messi var allt,“ sagði Laporta um þennan 35 ára Argentínumann í viðtali við ESPN á dögunum. „Hann er líklega besti leikmaður Barcelona frá upphafi. Fyrir mér er bara hægt að bera hann saman við Johan Cruyff. En þetta varð að gerast einhvern daginn. Við þurftum að taka ákvörðun sem var afleiðing aðstæðna sem við erfðum. “ „Ég vona að kaflinn um Messi sé ekki búinn. Mér finnst eins og við berum ábyrgð á því að reyna að finna augnablik til að reyna að laga þennan kafla. Kafla sem er enn opinn og við þurfum að laga hann þannig hann endi eins og hann á að enda og að sá endir verði fallegri.“ https://twitter.com/ESPNFC/status/1551522651067371521 Laporta hefur áður talað um það að hann vilji fá Messi aftur til Barcelona. Á tíma sínum hjá liðinu var Messi valinn besti leikmaður heims sex sinnum, ásamt því að vera sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í sögu félagsins (672) og sá sem hefur spilað flesta leiki (778). Messi á þó eitt ár eftir af samningi sínum við PSG, auk þess sem samningurinn býður upp á eins árs framlengingu. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera sem forseti Barcelona. En sem forseti Barcelona, og sem persóna, held ég að ég skuldi honum,“ sagði Laporta að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Messi yfirgaf Barcelona seinasta sumar eftir 21 árs langa veru hjá félaginu. Mikil fjárhagsvandræði Börsunga leiddu til þess að félagið hafði ekki efni á því að endurnýja samning ofurstjörnunnar og Messi hélt því til Frakklands þar sem hann leikur nú með PSG. „Messi var allt,“ sagði Laporta um þennan 35 ára Argentínumann í viðtali við ESPN á dögunum. „Hann er líklega besti leikmaður Barcelona frá upphafi. Fyrir mér er bara hægt að bera hann saman við Johan Cruyff. En þetta varð að gerast einhvern daginn. Við þurftum að taka ákvörðun sem var afleiðing aðstæðna sem við erfðum. “ „Ég vona að kaflinn um Messi sé ekki búinn. Mér finnst eins og við berum ábyrgð á því að reyna að finna augnablik til að reyna að laga þennan kafla. Kafla sem er enn opinn og við þurfum að laga hann þannig hann endi eins og hann á að enda og að sá endir verði fallegri.“ https://twitter.com/ESPNFC/status/1551522651067371521 Laporta hefur áður talað um það að hann vilji fá Messi aftur til Barcelona. Á tíma sínum hjá liðinu var Messi valinn besti leikmaður heims sex sinnum, ásamt því að vera sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í sögu félagsins (672) og sá sem hefur spilað flesta leiki (778). Messi á þó eitt ár eftir af samningi sínum við PSG, auk þess sem samningurinn býður upp á eins árs framlengingu. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera sem forseti Barcelona. En sem forseti Barcelona, og sem persóna, held ég að ég skuldi honum,“ sagði Laporta að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira