Grunur um nýja bakteríusýkingu í hundum hér á landi Bjarki Sigurðsson skrifar 26. júlí 2022 14:00 Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Getty/John Moore Matvælastofnun hefur borist tilkynning um grun og Brucella canis bakteríusýkingu í hundi hér á landi. Sýkingin er súna, sem sagt sjúkdómur sem getur smitast á milli dýra og manna. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. Helstu einkenni Bruella canis hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Helsta smitleiðin milli dýra er pörun en náið samneyti dýra getur einnig valdið smiti. Í samtali við fréttastofu segir Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir súna og lyfjaónæmis hjá Matvælastofnun, að grunur sé um smit einungis í þessum eina hundi. Hún segir að um sé að ræða ræktunartík sem gaut fyrir dálitlu síðan. Hún ítrekar þó að um sé að ræða grun um smit og að það sé ekki búið að staðfesta að þetta sé Brucella canis-sýking. Þrátt fyrir það sé mikilvægt að tilkynna þetta núna áður en smitið er staðfest. „Við viljum hindra að þetta nái fótfestu hér á landi,“ segir Vigdís. Nú er verið að reyna að átta sig á því hvaða hunda tíkin hefur verið í samneyti við. Búið er að grípa til aðgerða, svo sem tilmæla til viðeigandi aðila um heimasóttkví dýra og pörunarbann þar sem við á. Verið er að vinna að söfnun faraldsfræðilegra upplýsinga og sýnatökum. Einkenni í mönnum geta verið hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- og vöðvaverkir og eitlastækkanir. Einkennin gætu tekið nokkra mánuði að koma fram en oftast tekur það nokkra daga. Þau geta horfið og komið aftur. Börn yngri en fimm ára, ónæmisbældir einstaklingar og þungaðar konur eru talin vera í meiri hættu á alvarlegri sýkingu. Helsta áhættan á smiti í fólk er frá vessum og vefjum við fæðingarhjálp hjá sýktum tíkum. Sjúkdómurinn smitast almennt ekki á milli manna. „Brýnt er að hundaræktendur gæti fyllstu smitvarna við fæðingarhjálp hjá hundum sínum og hafi ávallt samband við dýralækni ef þeir verða varir við einhver óeðlileg einkenni tengd meðgöngu eða goti, eins og fósturláti seint á meðgöngu eða andvana/veikburða hvolpa,“ segir í tilkynningu á vef MAST. Dýr Gæludýr Hundar Dýraheilbrigði Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Helstu einkenni Bruella canis hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Helsta smitleiðin milli dýra er pörun en náið samneyti dýra getur einnig valdið smiti. Í samtali við fréttastofu segir Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir súna og lyfjaónæmis hjá Matvælastofnun, að grunur sé um smit einungis í þessum eina hundi. Hún segir að um sé að ræða ræktunartík sem gaut fyrir dálitlu síðan. Hún ítrekar þó að um sé að ræða grun um smit og að það sé ekki búið að staðfesta að þetta sé Brucella canis-sýking. Þrátt fyrir það sé mikilvægt að tilkynna þetta núna áður en smitið er staðfest. „Við viljum hindra að þetta nái fótfestu hér á landi,“ segir Vigdís. Nú er verið að reyna að átta sig á því hvaða hunda tíkin hefur verið í samneyti við. Búið er að grípa til aðgerða, svo sem tilmæla til viðeigandi aðila um heimasóttkví dýra og pörunarbann þar sem við á. Verið er að vinna að söfnun faraldsfræðilegra upplýsinga og sýnatökum. Einkenni í mönnum geta verið hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- og vöðvaverkir og eitlastækkanir. Einkennin gætu tekið nokkra mánuði að koma fram en oftast tekur það nokkra daga. Þau geta horfið og komið aftur. Börn yngri en fimm ára, ónæmisbældir einstaklingar og þungaðar konur eru talin vera í meiri hættu á alvarlegri sýkingu. Helsta áhættan á smiti í fólk er frá vessum og vefjum við fæðingarhjálp hjá sýktum tíkum. Sjúkdómurinn smitast almennt ekki á milli manna. „Brýnt er að hundaræktendur gæti fyllstu smitvarna við fæðingarhjálp hjá hundum sínum og hafi ávallt samband við dýralækni ef þeir verða varir við einhver óeðlileg einkenni tengd meðgöngu eða goti, eins og fósturláti seint á meðgöngu eða andvana/veikburða hvolpa,“ segir í tilkynningu á vef MAST.
Dýr Gæludýr Hundar Dýraheilbrigði Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira