Mikil óánægja með drög að frumvarpi um einn sýslumann Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2022 11:53 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill fækka sýslumönnum í einn. Vísir/Vilhelm Umsagnir í samráðsgátt um drög dómsmálaráðherra að frumvarpi til laga um sýslumann eru ekki jákvæðar. Til að mynda segir Sýslumannafélag Íslands skorta að málið sé unnið á faglegum forsendum. Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. Sú fyrirætlun ráðherra fellur í grýttan jarðveg meðal hinna ýmsu hagsmunaaðila. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa sjö umsagnir verið ritaðar um drögin. Fyrir hönd Sýslumannafélags Íslands segir Jóna B. Guðmundsson að skorti að málið sé faglega unnið, meðal annars vegna þess að ekki verði séð að réttarfarsnefnd hafi fengið málið til umfjöllunar. Þá er bent á að verði frumvarpið að lögum feli það í sér umtalsvert framsal á valdi frá löggjafanum til ráðherra. Aukinheldur verði ekki annað séð en að um mikilvægt byggðamál sé að ræða og að frumvarpið hafi mikil áhrif á réttindi og kjör starfsmanna sýslumanna, starfsemi embættanna og þjónustu. Ítarlega umsögn Sýslumannafélagsins má sjá hér. Gagnrýna skamman frest og tímasetningu Ýmsir hlutaðeigandi gagrýna þá tímasetningu sem valin var til að birta drögin í samráðsgáttinni. Drögin voru birt 13. júlí en í umsögnum til að mynda Sameykis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að það sé sá tími sem flestir séu í sumarleyfum. „Þessi tími er afar óheppilegur þegar litið er til þess að þessi tími er aðal orlofstími að sumri hjá öllum almenningi á vinnumarkaði og það eitt og sér vinnur gegn innsendingum á almennum og vönduðum umsögnum,“ segir í umsögn Sameykis. Þá gagnrýna margir að knappur frestur hafi verið veittur til að skila inn umsögnum. Drögin voru sem áður segir birt 13. júlí og frestur var veittur til 31. sama mánaðar. Svo virðist sem dómsmálaráðherra hafi bænheyrt þá sem skilað hafa umsögnum en fresturinn var framlengdur í dag og rennur nú út 15. ágúst. Brjóti gegn réttindum forstöðumanna Félag forstöðumanna ríkisstofnana gerir sömuleiðis athugasemd við tímasetningu birtingu draganna og knappan umsagnarfrest. Inntak umsagnar félagsins er þó um þann mikla fjölda ríkisstarfsmanna sem ráðgert er að sagt verði upp störfum verði drögin að lögum. Í drögunum sé þó gert ráð fyrir að leitast verði við að raska högum starfsfólks sem minnst og bjóða því að sinna svipuðum verkefnum og áður. „En hvaða launakjör verða í boði við hið nýja embætti er óljóst, enda er ekki að sjá neina kostnaðargreiningu í frumvarpsdrögunum, né langtímaáætlun um rekstur hins nýja embættis, eins og Ríkisendurskoðun hefur þó lagt ríka áherslu á að sé gert við sameiningar stofnana,“ segir í umsögn félagsins. Þá er gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir því í drögunum að þeir forstöðumenn sem tapa störfum sínum fái forgang þegar kemur að því að ráða í nýjar stöður sem verða til. Umboðsmaður Alþingis hafi áður staðfest að svo ætti að vera. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16. mars 2022 07:14 Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt. 12. maí 2022 08:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. Sú fyrirætlun ráðherra fellur í grýttan jarðveg meðal hinna ýmsu hagsmunaaðila. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa sjö umsagnir verið ritaðar um drögin. Fyrir hönd Sýslumannafélags Íslands segir Jóna B. Guðmundsson að skorti að málið sé faglega unnið, meðal annars vegna þess að ekki verði séð að réttarfarsnefnd hafi fengið málið til umfjöllunar. Þá er bent á að verði frumvarpið að lögum feli það í sér umtalsvert framsal á valdi frá löggjafanum til ráðherra. Aukinheldur verði ekki annað séð en að um mikilvægt byggðamál sé að ræða og að frumvarpið hafi mikil áhrif á réttindi og kjör starfsmanna sýslumanna, starfsemi embættanna og þjónustu. Ítarlega umsögn Sýslumannafélagsins má sjá hér. Gagnrýna skamman frest og tímasetningu Ýmsir hlutaðeigandi gagrýna þá tímasetningu sem valin var til að birta drögin í samráðsgáttinni. Drögin voru birt 13. júlí en í umsögnum til að mynda Sameykis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að það sé sá tími sem flestir séu í sumarleyfum. „Þessi tími er afar óheppilegur þegar litið er til þess að þessi tími er aðal orlofstími að sumri hjá öllum almenningi á vinnumarkaði og það eitt og sér vinnur gegn innsendingum á almennum og vönduðum umsögnum,“ segir í umsögn Sameykis. Þá gagnrýna margir að knappur frestur hafi verið veittur til að skila inn umsögnum. Drögin voru sem áður segir birt 13. júlí og frestur var veittur til 31. sama mánaðar. Svo virðist sem dómsmálaráðherra hafi bænheyrt þá sem skilað hafa umsögnum en fresturinn var framlengdur í dag og rennur nú út 15. ágúst. Brjóti gegn réttindum forstöðumanna Félag forstöðumanna ríkisstofnana gerir sömuleiðis athugasemd við tímasetningu birtingu draganna og knappan umsagnarfrest. Inntak umsagnar félagsins er þó um þann mikla fjölda ríkisstarfsmanna sem ráðgert er að sagt verði upp störfum verði drögin að lögum. Í drögunum sé þó gert ráð fyrir að leitast verði við að raska högum starfsfólks sem minnst og bjóða því að sinna svipuðum verkefnum og áður. „En hvaða launakjör verða í boði við hið nýja embætti er óljóst, enda er ekki að sjá neina kostnaðargreiningu í frumvarpsdrögunum, né langtímaáætlun um rekstur hins nýja embættis, eins og Ríkisendurskoðun hefur þó lagt ríka áherslu á að sé gert við sameiningar stofnana,“ segir í umsögn félagsins. Þá er gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir því í drögunum að þeir forstöðumenn sem tapa störfum sínum fái forgang þegar kemur að því að ráða í nýjar stöður sem verða til. Umboðsmaður Alþingis hafi áður staðfest að svo ætti að vera.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16. mars 2022 07:14 Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt. 12. maí 2022 08:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16. mars 2022 07:14
Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt. 12. maí 2022 08:00