Bjóða Rússum skipti á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 07:30 Brittney Griner hefur setið í fangelsi í Rússlandi síðan í febrúar. Getty/Pavel Pavlov Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð. CNN Exclusive: The US has offered to swap convicted Russian arms dealer Viktor Bout as part of an exchange for imprisoned Americans Brittney Griner and Paul Whelan. @kylieatwood @evanperez & @jmhansler reporthttps://t.co/Xjb4iighWp— CNN NationalSecurity (@NatSecCNN) July 27, 2022 Bandaríkjamenn vilja endurheimta hana og annan Bandaríkjamann að nafni Paul Whelan í skiptum fyrir rússneska vopnasölumanninn Viktor Bout. Bandarískir fjölmiðlar eins og CNN slá þessu upp en hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna voru tilbúin að greina frá innihaldi tilboðsins. New York Times segir frá því að Bandaríkjamenn hafi boðið þessi skipti í síðasta mánuði og að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið þeim samþykkur. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Áður höfðu borist fréttir af því að Rússar hafi áhuga á slíkum skiptum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að ræða tilboðið í samtali við utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, en þeir hafa ekki rætt saman síðan stríðið í Úkraínu hófst. Viktor But hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Hann hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldamótin. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. Who is Viktor Bout, Russia's 'Merchant of Death' who could be freed in prisoner swap for Brittney Griner? https://t.co/VUlM2VWouf— Fox News (@FoxNews) July 28, 2022 Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem hún notaði til rafrettureykinga. Hún var þá á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Griner er stórstjarna í WNBA deildinni og hefur misst af 2022 tímabilinu en þær bestu fara líka til Evrópu milli tímabili því þar fá þær miklu betur borgað en í WNBA-deildinni. Trevor Reed, the former U.S. Marine who was detained in Russia until he was released through a prisoner swap in April, speaks with Jake Tapper about the Biden administration's latest effort to get WNBA star Brittney Griner and American Paul Whelan back home pic.twitter.com/9gez4BxkqD— The Lead CNN (@TheLeadCNN) July 27, 2022 Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum. Mál Brittney Griner Körfubolti NBA Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira
CNN Exclusive: The US has offered to swap convicted Russian arms dealer Viktor Bout as part of an exchange for imprisoned Americans Brittney Griner and Paul Whelan. @kylieatwood @evanperez & @jmhansler reporthttps://t.co/Xjb4iighWp— CNN NationalSecurity (@NatSecCNN) July 27, 2022 Bandaríkjamenn vilja endurheimta hana og annan Bandaríkjamann að nafni Paul Whelan í skiptum fyrir rússneska vopnasölumanninn Viktor Bout. Bandarískir fjölmiðlar eins og CNN slá þessu upp en hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna voru tilbúin að greina frá innihaldi tilboðsins. New York Times segir frá því að Bandaríkjamenn hafi boðið þessi skipti í síðasta mánuði og að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið þeim samþykkur. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Áður höfðu borist fréttir af því að Rússar hafi áhuga á slíkum skiptum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að ræða tilboðið í samtali við utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, en þeir hafa ekki rætt saman síðan stríðið í Úkraínu hófst. Viktor But hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Hann hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldamótin. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. Who is Viktor Bout, Russia's 'Merchant of Death' who could be freed in prisoner swap for Brittney Griner? https://t.co/VUlM2VWouf— Fox News (@FoxNews) July 28, 2022 Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem hún notaði til rafrettureykinga. Hún var þá á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Griner er stórstjarna í WNBA deildinni og hefur misst af 2022 tímabilinu en þær bestu fara líka til Evrópu milli tímabili því þar fá þær miklu betur borgað en í WNBA-deildinni. Trevor Reed, the former U.S. Marine who was detained in Russia until he was released through a prisoner swap in April, speaks with Jake Tapper about the Biden administration's latest effort to get WNBA star Brittney Griner and American Paul Whelan back home pic.twitter.com/9gez4BxkqD— The Lead CNN (@TheLeadCNN) July 27, 2022 Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum.
Mál Brittney Griner Körfubolti NBA Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira