Bjóða Rússum skipti á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 07:30 Brittney Griner hefur setið í fangelsi í Rússlandi síðan í febrúar. Getty/Pavel Pavlov Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð. CNN Exclusive: The US has offered to swap convicted Russian arms dealer Viktor Bout as part of an exchange for imprisoned Americans Brittney Griner and Paul Whelan. @kylieatwood @evanperez & @jmhansler reporthttps://t.co/Xjb4iighWp— CNN NationalSecurity (@NatSecCNN) July 27, 2022 Bandaríkjamenn vilja endurheimta hana og annan Bandaríkjamann að nafni Paul Whelan í skiptum fyrir rússneska vopnasölumanninn Viktor Bout. Bandarískir fjölmiðlar eins og CNN slá þessu upp en hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna voru tilbúin að greina frá innihaldi tilboðsins. New York Times segir frá því að Bandaríkjamenn hafi boðið þessi skipti í síðasta mánuði og að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið þeim samþykkur. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Áður höfðu borist fréttir af því að Rússar hafi áhuga á slíkum skiptum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að ræða tilboðið í samtali við utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, en þeir hafa ekki rætt saman síðan stríðið í Úkraínu hófst. Viktor But hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Hann hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldamótin. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. Who is Viktor Bout, Russia's 'Merchant of Death' who could be freed in prisoner swap for Brittney Griner? https://t.co/VUlM2VWouf— Fox News (@FoxNews) July 28, 2022 Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem hún notaði til rafrettureykinga. Hún var þá á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Griner er stórstjarna í WNBA deildinni og hefur misst af 2022 tímabilinu en þær bestu fara líka til Evrópu milli tímabili því þar fá þær miklu betur borgað en í WNBA-deildinni. Trevor Reed, the former U.S. Marine who was detained in Russia until he was released through a prisoner swap in April, speaks with Jake Tapper about the Biden administration's latest effort to get WNBA star Brittney Griner and American Paul Whelan back home pic.twitter.com/9gez4BxkqD— The Lead CNN (@TheLeadCNN) July 27, 2022 Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum. Mál Brittney Griner Körfubolti NBA Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
CNN Exclusive: The US has offered to swap convicted Russian arms dealer Viktor Bout as part of an exchange for imprisoned Americans Brittney Griner and Paul Whelan. @kylieatwood @evanperez & @jmhansler reporthttps://t.co/Xjb4iighWp— CNN NationalSecurity (@NatSecCNN) July 27, 2022 Bandaríkjamenn vilja endurheimta hana og annan Bandaríkjamann að nafni Paul Whelan í skiptum fyrir rússneska vopnasölumanninn Viktor Bout. Bandarískir fjölmiðlar eins og CNN slá þessu upp en hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna voru tilbúin að greina frá innihaldi tilboðsins. New York Times segir frá því að Bandaríkjamenn hafi boðið þessi skipti í síðasta mánuði og að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið þeim samþykkur. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Áður höfðu borist fréttir af því að Rússar hafi áhuga á slíkum skiptum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að ræða tilboðið í samtali við utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, en þeir hafa ekki rætt saman síðan stríðið í Úkraínu hófst. Viktor But hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Hann hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldamótin. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. Who is Viktor Bout, Russia's 'Merchant of Death' who could be freed in prisoner swap for Brittney Griner? https://t.co/VUlM2VWouf— Fox News (@FoxNews) July 28, 2022 Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem hún notaði til rafrettureykinga. Hún var þá á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Griner er stórstjarna í WNBA deildinni og hefur misst af 2022 tímabilinu en þær bestu fara líka til Evrópu milli tímabili því þar fá þær miklu betur borgað en í WNBA-deildinni. Trevor Reed, the former U.S. Marine who was detained in Russia until he was released through a prisoner swap in April, speaks with Jake Tapper about the Biden administration's latest effort to get WNBA star Brittney Griner and American Paul Whelan back home pic.twitter.com/9gez4BxkqD— The Lead CNN (@TheLeadCNN) July 27, 2022 Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum.
Mál Brittney Griner Körfubolti NBA Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira