Leikmenn Villa sektaðir fyrir að koma ekki með afmælisköku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2022 15:00 Það er eins gott að John McGinn, nýr fyrirliði Aston Villa, muni eftir að koma með köku þegar hann fagnar afmæli sínu 18. október næstkomandi. getty/Albert Perez Leikmenn Aston Villa þurfa að hegða sér reglum samkvæmt, annars bíða þeirra háar sektir. Þetta má glöggt sjá á lista yfir sektir sem þeir þurfa að greiða sem hefur ratað á veraldarvefinn. Steven Gerrard, sem tók við Villa í nóvember í fyrra, þykir harður í horn að taka en sektalistinn er allavega árs gamall. Samkvæmt sektalistanum þurfa leikmenn Villa til að mynda að greiða hundrað pund, eða tæplega sautján þúsund krónur, fyrir að skilja hnífapör eftir í matsalnum. Þá eru leikmenn sektaðir fyrir að mæta of seint á æfingu; tvö hundruð pund (33.272) á mínútuna. Leikmönnum er einnig skylt að koma með köku á afmælisdaginn sinn, annars bíður þeirra fimmtíu punda sekt (8.318 kr.). Eflaust er hægt að fá fínustu köku, eða kökur, fyrir þá upphæð. Ef leikmenn mæta of seint á einhvern viðburð á leikdag fá þeir þúsund punda sekt (166.360 kr.). Þeir eru einnig sektaðir fyrir að mæta ekki í réttum klæðnaði á leikdegi. Villa endaði í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Liðið hefur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar og meðal annars keypt Brasilíumennina Diego Carlos frá Sevilla og Philippe Coutinho frá Barcelona. Sá síðarnefndi lék sem lánsmaður með Villa seinni hluta síðasta tímabils. Enski boltinn Tengdar fréttir Gerrard tók fyrirliðabandið af landsliðsmiðverðinum sínum Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, ákvað að gera breytingu á fyrirliða liðsins fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. 28. júlí 2022 13:01 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Steven Gerrard, sem tók við Villa í nóvember í fyrra, þykir harður í horn að taka en sektalistinn er allavega árs gamall. Samkvæmt sektalistanum þurfa leikmenn Villa til að mynda að greiða hundrað pund, eða tæplega sautján þúsund krónur, fyrir að skilja hnífapör eftir í matsalnum. Þá eru leikmenn sektaðir fyrir að mæta of seint á æfingu; tvö hundruð pund (33.272) á mínútuna. Leikmönnum er einnig skylt að koma með köku á afmælisdaginn sinn, annars bíður þeirra fimmtíu punda sekt (8.318 kr.). Eflaust er hægt að fá fínustu köku, eða kökur, fyrir þá upphæð. Ef leikmenn mæta of seint á einhvern viðburð á leikdag fá þeir þúsund punda sekt (166.360 kr.). Þeir eru einnig sektaðir fyrir að mæta ekki í réttum klæðnaði á leikdegi. Villa endaði í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Liðið hefur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar og meðal annars keypt Brasilíumennina Diego Carlos frá Sevilla og Philippe Coutinho frá Barcelona. Sá síðarnefndi lék sem lánsmaður með Villa seinni hluta síðasta tímabils.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gerrard tók fyrirliðabandið af landsliðsmiðverðinum sínum Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, ákvað að gera breytingu á fyrirliða liðsins fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. 28. júlí 2022 13:01 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Gerrard tók fyrirliðabandið af landsliðsmiðverðinum sínum Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, ákvað að gera breytingu á fyrirliða liðsins fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. 28. júlí 2022 13:01