Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Leicester hafi hafnað 40 milljón punda tilboði frá Newcastle í enska miðjumanninn James Maddison.
Leicester vill fá 60 milljónir punda fyrir hinn 25 ára gamla Maddison sem gekk í raðir Leicester frá Norwich fyrir fjórum árum og kostaði þá 20 milljónir punda.
Newcastle hefur keypt Sven Botman, Nick Pope og Matt Targett (var á láni hjá Newcastle í fyrra) og pungað út tæpum 70 milljónum punda fyrir þessa þrjá leikmenn.
Newcastle hefur leik í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi laugardag þegar liðið fær nýliða Nottingham Forest í heimsókn.