Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2022 22:02 Ungir og aldnir sýna gestum Stríðsárasafnið á Reyðarfirði. Logi Beck Kristinsson, 14 ára, og Einar Þorvarðarson verkfræðingur, fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. Sigurjón Ólason Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá safninu þar sem Reyðfirðingar segja sögu stríðsáranna á Íslandi. „Hvergi á landinu voru áhrif hersetunnar jafnmikil og hér á Reyðarfirði. Því að hingað komu um eittþúsund Bretar og settust hér niður og íbúarnir voru ekki nema um þrjúhundruð. Þannig að þeir næstum því bara hurfu í hermannahafið,“ segir Einar Þorvarðarson, sem af og til er leiðsögumaður um Stríðsárasafnið. Gamlir hertrukkar mæta gestum.Sigurjón Ólason Það vekur athygli okkar að eldri borgarar annast hér safnvörslu en sjálfur er Einar verkfræðingur og fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. „Þetta gildir hér í öllu sveitarfélaginu; að eldri borgarar sjá um gæslu á söfnum sveitarfélagsins.“ Greiðsla frá sveitarfélaginu rennur svo til félags eldri borgara. „Ég held að það sé bara almenn ánægja með það. Við fáum þarna ákveðnar tekjur og notum þetta svona til ferðalaga og einhverskonar svona skemmtilegheita,“ segir Einar. Byssuvagninn vekur jafnan mikla athygli.Sigurjón Ólason Það er þó einn ungur sumarstarfsmaður, hinn fjórtán ára Logi Beck Kristinsson, sem segist hafa brennandi áhuga á sögu stríðsáranna. „Þannig að það passaði bara mjög vel að þetta safn væri hérna mjög nálægt mér. Ég bað bara um vinnu og fékk hana. Ég er leiðsögumaður og síðan er ég svona nógu ógnvekjandi þannig að fólk er ekkert að hamast í gripunum, líka. Það passar svona saman vel,“ segir Logi Beck, sem jafnan er klæddur í breskan hermannabúning og með hjálm á höfði. Áformað er að gömlu herbraggarnir verði gerðir upp til að hýsa hluta af safngripum.Sigurjón Ólason Safnið hóf starfsemi fyrir ofan byggðina á Reyðarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Núna er komið að því að færa út kvíarnar. „Það er búið að kaupa einkasafn suður á Reykjanesi sem er meiningin að setja hér upp. Þá stendur jafnvel til að gera upp þessa bragga og koma þessu dóti fyrir hérna,“ segir Einar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Eldri borgarar Tengdar fréttir Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá safninu þar sem Reyðfirðingar segja sögu stríðsáranna á Íslandi. „Hvergi á landinu voru áhrif hersetunnar jafnmikil og hér á Reyðarfirði. Því að hingað komu um eittþúsund Bretar og settust hér niður og íbúarnir voru ekki nema um þrjúhundruð. Þannig að þeir næstum því bara hurfu í hermannahafið,“ segir Einar Þorvarðarson, sem af og til er leiðsögumaður um Stríðsárasafnið. Gamlir hertrukkar mæta gestum.Sigurjón Ólason Það vekur athygli okkar að eldri borgarar annast hér safnvörslu en sjálfur er Einar verkfræðingur og fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. „Þetta gildir hér í öllu sveitarfélaginu; að eldri borgarar sjá um gæslu á söfnum sveitarfélagsins.“ Greiðsla frá sveitarfélaginu rennur svo til félags eldri borgara. „Ég held að það sé bara almenn ánægja með það. Við fáum þarna ákveðnar tekjur og notum þetta svona til ferðalaga og einhverskonar svona skemmtilegheita,“ segir Einar. Byssuvagninn vekur jafnan mikla athygli.Sigurjón Ólason Það er þó einn ungur sumarstarfsmaður, hinn fjórtán ára Logi Beck Kristinsson, sem segist hafa brennandi áhuga á sögu stríðsáranna. „Þannig að það passaði bara mjög vel að þetta safn væri hérna mjög nálægt mér. Ég bað bara um vinnu og fékk hana. Ég er leiðsögumaður og síðan er ég svona nógu ógnvekjandi þannig að fólk er ekkert að hamast í gripunum, líka. Það passar svona saman vel,“ segir Logi Beck, sem jafnan er klæddur í breskan hermannabúning og með hjálm á höfði. Áformað er að gömlu herbraggarnir verði gerðir upp til að hýsa hluta af safngripum.Sigurjón Ólason Safnið hóf starfsemi fyrir ofan byggðina á Reyðarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Núna er komið að því að færa út kvíarnar. „Það er búið að kaupa einkasafn suður á Reykjanesi sem er meiningin að setja hér upp. Þá stendur jafnvel til að gera upp þessa bragga og koma þessu dóti fyrir hérna,“ segir Einar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Eldri borgarar Tengdar fréttir Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00
Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18