Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2022 11:31 Góður árangur Breiðabliks undir stjórn Óskars Hrafn Þorvaldssonar hefur ekki farið fram hjá liðum á Norðurlöndunum. vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. Norrköping hefur verið þjálfaralaust síðan Rikard Norling var sagt upp störfum fyrir tæpum mánuði. Anes Mravac og Vedran Vucicevic hafa stýrt Norrköping síðan þá en hafa ekki tilskilin þjálfararéttindi til að taka við liðinu til frambúðar. Fotbollskanalen nefnir þrjá þjálfara sem gætu tekið við Norrköping. Þetta eru Óskar Hrafn, Daniel Bäckström, þjálfari Sirius, og Poya Asbaghi. Samkvæmt frétt Fotbollskanalen virðist Norrköping þó vera búið að strika þann síðastnefnda út þar sem hann hefur fengið nýtt starf utan fótboltans. Íþróttastjóri Norrköping, Tony Martinsson, vildi ekki nafngreina neina kandítata í þjálfarastarfið en staðfesti að félagið hefði átt í viðræðum við nokkra aðila undanfarnar vikur. Illa hefur gengið hjá Norrköping að undanförnu. Liðið er án sigurs í síðustu átta leikjum sínum og er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Fjórir Íslendingar eru á mála hjá Norrköping: Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Ari Freyr Skúlason og Jóhannes Kristinn Bjarnason. Þá hefur Arnór Ingvi Traustason, leikmaður New England Revolution, verið orðaður við endurkomu til félagsins. Hann lék með Norrköping á árunum 2014-16 og varð sænskur meistari með liðinu 2015. Breiðablik náði níu stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla með 3-1 sigri á ÍA í gær. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn. Sænski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Norrköping hefur verið þjálfaralaust síðan Rikard Norling var sagt upp störfum fyrir tæpum mánuði. Anes Mravac og Vedran Vucicevic hafa stýrt Norrköping síðan þá en hafa ekki tilskilin þjálfararéttindi til að taka við liðinu til frambúðar. Fotbollskanalen nefnir þrjá þjálfara sem gætu tekið við Norrköping. Þetta eru Óskar Hrafn, Daniel Bäckström, þjálfari Sirius, og Poya Asbaghi. Samkvæmt frétt Fotbollskanalen virðist Norrköping þó vera búið að strika þann síðastnefnda út þar sem hann hefur fengið nýtt starf utan fótboltans. Íþróttastjóri Norrköping, Tony Martinsson, vildi ekki nafngreina neina kandítata í þjálfarastarfið en staðfesti að félagið hefði átt í viðræðum við nokkra aðila undanfarnar vikur. Illa hefur gengið hjá Norrköping að undanförnu. Liðið er án sigurs í síðustu átta leikjum sínum og er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Fjórir Íslendingar eru á mála hjá Norrköping: Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Ari Freyr Skúlason og Jóhannes Kristinn Bjarnason. Þá hefur Arnór Ingvi Traustason, leikmaður New England Revolution, verið orðaður við endurkomu til félagsins. Hann lék með Norrköping á árunum 2014-16 og varð sænskur meistari með liðinu 2015. Breiðablik náði níu stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla með 3-1 sigri á ÍA í gær. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn.
Sænski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira