HK og Fylkir skrefi nær Bestu deildinni | Sjáðu ótrúlegt mark Emils Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 21:51 Emil Ásmundsson skoraði stórkostlegt mark fyrir Fylki í kvöld. vísir/bára Fjórir leikir voru á dagskrá í 15. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta í kvöld og þrír leikir í Lengjudeild kvenna. HK er í góðri stöðu til að fara upp í báðum. Topplið HK heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ en heimamenn höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir heimsókn HK-inga. Þar hélt Stefán Ingi Sigurðarson uppteknum hætti og skoraði sitt tíunda mark í sumar er hann tryggði HK 1-0 sigur. HK er þar með komið í 34 stig á toppi deildarinnar en Fylkir var aðeins stigi á eftir þeim fyrir umferðina og þurfti því sigur til að halda í við Kópavogsliðið í toppbaráttunni. Fylkir fékk Grindavík í heimsókn en Emil Ásmundsson, sem er á láni frá KR, kom Fylki yfir á 5. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki á Íslandi síðan 2019. Kairo Edwards-John jafnaði fyrir Grindvíkinga á 12. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir gestina af vítapunktinum á 24. mínútu. Hvaða fokking rugl er þetta? pic.twitter.com/pP2FAfPcPR— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) August 5, 2022 2-1 var fyrir Grindavík í hléi en aftur byrjaði Emil hálfleikinn af krafti. Hann skoraði stórglæsilegt mark á 51. mínútu þegar hann klippti boltann frá vítateigslínu upp í samskeytin. Einhver skjálfti virðist hafa gripið um sig hjá Grindvíkingum en Birkir Eyþórsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu tvö mörk með skömmu millibili til að snúa taflinu við og koma Fylki 4-2 yfir. Arnór Gauti Jónsson innsiglaði þá 5-2 sigur Fylkis á 88. mínútu leiksins. Óvæntur sigur KV á þjálfaralausum grönnum Á Auto Park í Vesturbæ Reykjavíkur tók KV á móti Gróttu í grannaslag. Grótta var án þjálfara síns Chris Brazzell sem var dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna ógnandi tilburða í garð dómara eftir leik Gróttu við HK á dögunum. KV var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næst neðsta sæti, níu stigum frá öruggu sæti. Liðið vann hins vegar sinn þriðja sigur í sumar í leiknum, 2-1, gegn Gróttuliði sem tapaði sínum þriðja leik í röð og það fjarlægist sífellt efstu lið deildarinnar. Fjölnir, sem er í þriðja sæti, tapaði einnig stigum í baráttunni á toppnum er liðið gerði markalaust jafntefli við Kórdrengi. Mikið þarf að breytast til að toppliðin tvö, HK og Fylkir, fari ekki beinustu leið aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. HK er með 34 stig, Fylkir 33 en Fjölnir með 24 í þriðja sæti en Grótta, Afturelding, Selfoss og Vestri eru með 22 stig þar fyrir neðan. HK vann nágrannaslaginn Í Lengjudeild kvenna hafði HK betur, 2-1, gegn Augnabliki í Fífunni eftir að hafa lent undir. Júlía Katrín Baldursdóttir kom Augnabliki yfir á 28. mínútu en á 30. mínútu jafnaði Isabella Eva Aradóttir og aðeins þremur mínútum síðar kom Magðalena Ólafsdóttir HK yfir og þar við sat. HK er í harðri toppbaráttu í deildinni en liðið er með 29 stig í öðru sæti, þremur á eftir toppliði FH. Tindastóll er aðeins stigi á eftir HK eftir 5-0 útisigur liðsins á Haukum að Ásvöllum. Aldís María Jóhannsdóttir, Hannah Jade Cade, Murielle Tiernan og Hugrún Pálsdóttir skoruðu mörk norðankvenna, auk þess sem Dagrún Birta Karlsdóttir úr Haukum skoraði sjálfsmark. Víkingur og Fylkir gerðu þá markalaust jafntefli í Víkinni. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla HK Fylkir Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Topplið HK heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ en heimamenn höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir heimsókn HK-inga. Þar hélt Stefán Ingi Sigurðarson uppteknum hætti og skoraði sitt tíunda mark í sumar er hann tryggði HK 1-0 sigur. HK er þar með komið í 34 stig á toppi deildarinnar en Fylkir var aðeins stigi á eftir þeim fyrir umferðina og þurfti því sigur til að halda í við Kópavogsliðið í toppbaráttunni. Fylkir fékk Grindavík í heimsókn en Emil Ásmundsson, sem er á láni frá KR, kom Fylki yfir á 5. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki á Íslandi síðan 2019. Kairo Edwards-John jafnaði fyrir Grindvíkinga á 12. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir gestina af vítapunktinum á 24. mínútu. Hvaða fokking rugl er þetta? pic.twitter.com/pP2FAfPcPR— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) August 5, 2022 2-1 var fyrir Grindavík í hléi en aftur byrjaði Emil hálfleikinn af krafti. Hann skoraði stórglæsilegt mark á 51. mínútu þegar hann klippti boltann frá vítateigslínu upp í samskeytin. Einhver skjálfti virðist hafa gripið um sig hjá Grindvíkingum en Birkir Eyþórsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu tvö mörk með skömmu millibili til að snúa taflinu við og koma Fylki 4-2 yfir. Arnór Gauti Jónsson innsiglaði þá 5-2 sigur Fylkis á 88. mínútu leiksins. Óvæntur sigur KV á þjálfaralausum grönnum Á Auto Park í Vesturbæ Reykjavíkur tók KV á móti Gróttu í grannaslag. Grótta var án þjálfara síns Chris Brazzell sem var dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna ógnandi tilburða í garð dómara eftir leik Gróttu við HK á dögunum. KV var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næst neðsta sæti, níu stigum frá öruggu sæti. Liðið vann hins vegar sinn þriðja sigur í sumar í leiknum, 2-1, gegn Gróttuliði sem tapaði sínum þriðja leik í röð og það fjarlægist sífellt efstu lið deildarinnar. Fjölnir, sem er í þriðja sæti, tapaði einnig stigum í baráttunni á toppnum er liðið gerði markalaust jafntefli við Kórdrengi. Mikið þarf að breytast til að toppliðin tvö, HK og Fylkir, fari ekki beinustu leið aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. HK er með 34 stig, Fylkir 33 en Fjölnir með 24 í þriðja sæti en Grótta, Afturelding, Selfoss og Vestri eru með 22 stig þar fyrir neðan. HK vann nágrannaslaginn Í Lengjudeild kvenna hafði HK betur, 2-1, gegn Augnabliki í Fífunni eftir að hafa lent undir. Júlía Katrín Baldursdóttir kom Augnabliki yfir á 28. mínútu en á 30. mínútu jafnaði Isabella Eva Aradóttir og aðeins þremur mínútum síðar kom Magðalena Ólafsdóttir HK yfir og þar við sat. HK er í harðri toppbaráttu í deildinni en liðið er með 29 stig í öðru sæti, þremur á eftir toppliði FH. Tindastóll er aðeins stigi á eftir HK eftir 5-0 útisigur liðsins á Haukum að Ásvöllum. Aldís María Jóhannsdóttir, Hannah Jade Cade, Murielle Tiernan og Hugrún Pálsdóttir skoruðu mörk norðankvenna, auk þess sem Dagrún Birta Karlsdóttir úr Haukum skoraði sjálfsmark. Víkingur og Fylkir gerðu þá markalaust jafntefli í Víkinni.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla HK Fylkir Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira