Ungi ökumaðurinn hafi fengið gott tiltal Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2022 11:53 Ökumaðurinn var aðeins þrettán ára gamall. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images Þrettán ára gamall ökumaður var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði laust eftir klukkan fjögur í nótt. Lögregla segir óalgengt að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir af lögreglu en Barnavernd var gert viðvart um málið og það leyst með aðkomu foreldra. Ökumaðurinn hafði keyrt alla leið úr Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar. Þrír farþegar voru í bílnum og voru þeir á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Spurðir hvert erindi þeirra væri kváðust þeir vera að sækja vin sinn í Hafnarfjörð. Talskona lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi reglulega afskipti af ungum ökumönnum. Hins vegar komi ekki oft fyrir að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir. „Kannski ekki þrettán ára, eins og virtist þarna vera. Þrettán ára, þá ertu náttúrulega ekki orðinn sakhæfur en það er tilkynnint til Barnaverndarnefndar. Það kemur fyrir að krakkar eru að keyra áður en þau fá réttindin en þá er það oft kannski sextán að verða sautján,“ segir talskona lögreglunnar. Hún segir að Barnavernd hafi samstundis verið gert viðvart og málið leyst í samráði við foreldra. Eðli málsins samkvæmt verði ekki gripið til viðurlaga, enda ökumaðurinn ekki orðinn sakhæfur. „Þætti okkar er lokið í þessu máli, það er engin refsing gerð til aðila sem er ekki orðinn sakhæfur. En svo þarf bara að taka gott samtal um alvarleika málsins og það allt saman – sem að sjálfsagt hefur verið gert af lögreglumönnunum sem stöðvuðu ökumanninn. Hann hefur fengið gott tiltal vænti ég,“ bætir hún við. Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Þrettán ára unglingur ætlaði að sækja félaga sinn Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði. Sá reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins þrettán ára gamall. 6. ágúst 2022 08:25 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Ökumaðurinn hafði keyrt alla leið úr Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar. Þrír farþegar voru í bílnum og voru þeir á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Spurðir hvert erindi þeirra væri kváðust þeir vera að sækja vin sinn í Hafnarfjörð. Talskona lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi reglulega afskipti af ungum ökumönnum. Hins vegar komi ekki oft fyrir að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir. „Kannski ekki þrettán ára, eins og virtist þarna vera. Þrettán ára, þá ertu náttúrulega ekki orðinn sakhæfur en það er tilkynnint til Barnaverndarnefndar. Það kemur fyrir að krakkar eru að keyra áður en þau fá réttindin en þá er það oft kannski sextán að verða sautján,“ segir talskona lögreglunnar. Hún segir að Barnavernd hafi samstundis verið gert viðvart og málið leyst í samráði við foreldra. Eðli málsins samkvæmt verði ekki gripið til viðurlaga, enda ökumaðurinn ekki orðinn sakhæfur. „Þætti okkar er lokið í þessu máli, það er engin refsing gerð til aðila sem er ekki orðinn sakhæfur. En svo þarf bara að taka gott samtal um alvarleika málsins og það allt saman – sem að sjálfsagt hefur verið gert af lögreglumönnunum sem stöðvuðu ökumanninn. Hann hefur fengið gott tiltal vænti ég,“ bætir hún við.
Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Þrettán ára unglingur ætlaði að sækja félaga sinn Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði. Sá reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins þrettán ára gamall. 6. ágúst 2022 08:25 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Þrettán ára unglingur ætlaði að sækja félaga sinn Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði. Sá reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins þrettán ára gamall. 6. ágúst 2022 08:25