Uri Geller segir skoska einkaeyju sína vera sjálfstæða smáþjóð Bjarki Sigurðsson skrifar 7. ágúst 2022 11:17 Uri Geller er ansi umdeildur í Bretlandi. EPA/Atef Safadi Hinn umdeildi töframaður, sjónvarpsmaður og sjáandi, Uri Geller, heldur því fram að eyja við strendur Skotlands sem er í hans eigu sé nú orðin að smáþjóð (e. micronation). Hann keypti eyjuna árið 2009 en smáþjóðin mun á næstunni fá sinn eigin þjóðsöng, fána og stjórnarskrá. Eyjan ber heitið Lamb og er um fimm ferkílómetrar að stærð. Geller keypti hana fyrir þrjátíu þúsund pund, rúma fjóra og hálfa milljón króna, á uppboði árið 2009. Í viðtali sagðist hann alltaf hafa viljað eignast eyju en hann taldi á þeim tíma að fjársjóður væri grafinn á eyjunni. Eyjan er hins vegar friðuð og ekki er leyfilegt að grafa á henni á meðan hún er hluti af Skotlandi. Fjársjóðurinn er því enn ófundinn. Geller heldur því fram að hann geti beygt skeiðar með huganum.EPA/Bruno Bebert Corbis Til eru fjölmargar smáþjóðir um allan heim, til dæmis Sjáland undan ströndum Bretlands sem er sjóvirki með þyrlupalli, Rósaeyja í Adríahafi sem var manngerð eyja sem var sprengd ári eftir að hún var byggð og keisaradæmið Atlantium í Ástralíu. Nú hefur Lambeyja bæst í hóp smáþjóða. Það sem aðgreinir smáþjóðir frá öðrum ríkjum er að þær skortir alla viðurkenningu annarra ríkja eða helstu alþjóðastofnanna. Rétt er að taka fram að í íslenskri tungu þýðir orðið einnig þjóð sem er smá, samanber Smáþjóðaleikarnir, en þær þjóðir sem taka þátt í leikunum eru þó viðurkenndar af flestum ríkjum heims. Hver sem er mun geta sótt um ríkisborgararétt hjá Lambeyju, þó gegn gjaldi. Samkvæmt BBC munu allar tekjur renna til ísraelsku hjálparsamtakanna Save a Child‘s Heart sem aðstoða börn með hjartasjúkdóma um allan heim. Geller sjálfur er fæddur og uppalinn í Ísrael en hann hefur ekki búið þar síðan árið 1971. Lambeyja er um tvo kílómetra austur af Fidraeyju sem er sögusvið bókarinnar Fjársjóðseyjan eftir Robert Stevenson. Fidraeyja er líkt og Lambeyja friðuð og því ekki vitað hvort Stevenson hafi haft rétt fyrir sér um hvort fjársjóð megi finna á eyjunni eða ekki. Það er þó ekki einungis fjársjóður sem gæti leynst á Lambeyju þar sem Geller heldur því fram að bein fórnarlamba Norður-Berwick nornaréttarhaldanna frá tíunda áratug sextándu aldar séu grafin á eyjunni. Sérfræðingar telja þó að beinin séu grafin nálægt þeim stað sem meintu nornirnar voru brenndar. Geller ákvað að gera eyjuna að smáþjóð eftir að honum var neitað um að verða barón. Í gegnum tíðina hafa eigendur eyjunnar verið barónar en samkvæmt BBC var þeirri hefð hætt þegar Geller keypti eyjuna. „Ég gat ekki orðið barón svo ég ákvað að gera betur og stofna mitt eigið ríki. Það sem gerir þetta mun meira sérstakt eru allar þessar sterku, þýðingarmiklu andlegu tengingar. Þetta er enginn venjulegur staður,“ segir Geller. Engin bryggja er á eyjunni og ekki hægt að geyma bát sinn þar nema uppi á landi. Því hefur eyjan oft verið kölluð sjálfsvígseyja þar sem erfitt er að komast af henni. Eyjan komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar það þurfti 35 leiðangra þangað til þess að drepa eina rottu sem hafði komið sér fyrir þar. Geller vildi ekkert með hana hafa en það gekk illa að finna hana. Skotland Bretland Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Eyjan ber heitið Lamb og er um fimm ferkílómetrar að stærð. Geller keypti hana fyrir þrjátíu þúsund pund, rúma fjóra og hálfa milljón króna, á uppboði árið 2009. Í viðtali sagðist hann alltaf hafa viljað eignast eyju en hann taldi á þeim tíma að fjársjóður væri grafinn á eyjunni. Eyjan er hins vegar friðuð og ekki er leyfilegt að grafa á henni á meðan hún er hluti af Skotlandi. Fjársjóðurinn er því enn ófundinn. Geller heldur því fram að hann geti beygt skeiðar með huganum.EPA/Bruno Bebert Corbis Til eru fjölmargar smáþjóðir um allan heim, til dæmis Sjáland undan ströndum Bretlands sem er sjóvirki með þyrlupalli, Rósaeyja í Adríahafi sem var manngerð eyja sem var sprengd ári eftir að hún var byggð og keisaradæmið Atlantium í Ástralíu. Nú hefur Lambeyja bæst í hóp smáþjóða. Það sem aðgreinir smáþjóðir frá öðrum ríkjum er að þær skortir alla viðurkenningu annarra ríkja eða helstu alþjóðastofnanna. Rétt er að taka fram að í íslenskri tungu þýðir orðið einnig þjóð sem er smá, samanber Smáþjóðaleikarnir, en þær þjóðir sem taka þátt í leikunum eru þó viðurkenndar af flestum ríkjum heims. Hver sem er mun geta sótt um ríkisborgararétt hjá Lambeyju, þó gegn gjaldi. Samkvæmt BBC munu allar tekjur renna til ísraelsku hjálparsamtakanna Save a Child‘s Heart sem aðstoða börn með hjartasjúkdóma um allan heim. Geller sjálfur er fæddur og uppalinn í Ísrael en hann hefur ekki búið þar síðan árið 1971. Lambeyja er um tvo kílómetra austur af Fidraeyju sem er sögusvið bókarinnar Fjársjóðseyjan eftir Robert Stevenson. Fidraeyja er líkt og Lambeyja friðuð og því ekki vitað hvort Stevenson hafi haft rétt fyrir sér um hvort fjársjóð megi finna á eyjunni eða ekki. Það er þó ekki einungis fjársjóður sem gæti leynst á Lambeyju þar sem Geller heldur því fram að bein fórnarlamba Norður-Berwick nornaréttarhaldanna frá tíunda áratug sextándu aldar séu grafin á eyjunni. Sérfræðingar telja þó að beinin séu grafin nálægt þeim stað sem meintu nornirnar voru brenndar. Geller ákvað að gera eyjuna að smáþjóð eftir að honum var neitað um að verða barón. Í gegnum tíðina hafa eigendur eyjunnar verið barónar en samkvæmt BBC var þeirri hefð hætt þegar Geller keypti eyjuna. „Ég gat ekki orðið barón svo ég ákvað að gera betur og stofna mitt eigið ríki. Það sem gerir þetta mun meira sérstakt eru allar þessar sterku, þýðingarmiklu andlegu tengingar. Þetta er enginn venjulegur staður,“ segir Geller. Engin bryggja er á eyjunni og ekki hægt að geyma bát sinn þar nema uppi á landi. Því hefur eyjan oft verið kölluð sjálfsvígseyja þar sem erfitt er að komast af henni. Eyjan komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar það þurfti 35 leiðangra þangað til þess að drepa eina rottu sem hafði komið sér fyrir þar. Geller vildi ekkert með hana hafa en það gekk illa að finna hana.
Skotland Bretland Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira