Barcelona reyndi að hræða De Jong til að losna við hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2022 08:01 Frenkie de Jong í síðasta undirbúningsleik Barcelona fyrir tímabilið sem var á móti Pumas UNAM í leiknum um Joan Gamper bikarinn. EPA-EFE/Alejandro Garcia Frenkie de Jong vill vera áfram hjá Barcelona en Katalóníumennirnir vilja endilega losna við að borga risasamning hans. Nýjustu fréttir af þessari sápuóperu í Barcelona er að forráðamenn Barcelona hafi reynt að hræða De Jong í sumar um að samningur hans væri ólöglegur. Samkvæmt nýjustu fréttum þá á De Jong að hafa fengið bréf í júlí þar sem hann var varaður við því að það væri mögulega eitthvað ólöglegt við nýja samninginn sem De Jong skrifaði undir árið 2020. EXCLUSIVE: Barcelona told Frenkie de Jong on July 15 they have evidence of criminality around contract given by old board + cause for legal action vs all involved. #FCBarcelona asked him to annul deal & revert to previous terms @TheAthleticUK #MUFC #CFC https://t.co/g1at9ZqYL0— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 ESPN segir frá þessu en þar kemur líka fram að menn í kringum hollenska landsliðsmanninn segja að samningurinn hans sé í raun fullkomlega löglegur. Með þessu á Barcelona að hafa verið að reyna setja pressu á De Jong að annað hvort yfirgefa félagið eða gera nýjan samning með lægri laun. Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og vill gera allt til að losna við að borga De Jong gríðarhá laun sem umræddur samningur segir til um. Frenkie de Jong pictured before Barcelona's friendly against Pumas pic.twitter.com/hvMzAy938z— ESPN FC (@ESPNFC) August 7, 2022 Á þeim tíma sem bréfið var sent þá hafði Barcelona náð samkomulagi við Manchester United um kaup á De Jong en leikmaðurinn vildi ekki fara. De Jong tók á sig óbeina launalækkun í október 2020, þegar Josep Maria Bartomeu var forseti félagsins, en það gerði hann með því að færa hluta af launum sínum fram í tímann um leið og hann framlengdi samninginn sinn til júní 2026. Núverandi stjórn Barelona telur að þarna sé einhver maðkur í mysunni en á sama tíma þá gerðu þeir Marc-Andre ter Stegen, Gerard Pique og Clement Lenglet sama við sína samninga. Spænski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Samkvæmt nýjustu fréttum þá á De Jong að hafa fengið bréf í júlí þar sem hann var varaður við því að það væri mögulega eitthvað ólöglegt við nýja samninginn sem De Jong skrifaði undir árið 2020. EXCLUSIVE: Barcelona told Frenkie de Jong on July 15 they have evidence of criminality around contract given by old board + cause for legal action vs all involved. #FCBarcelona asked him to annul deal & revert to previous terms @TheAthleticUK #MUFC #CFC https://t.co/g1at9ZqYL0— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 ESPN segir frá þessu en þar kemur líka fram að menn í kringum hollenska landsliðsmanninn segja að samningurinn hans sé í raun fullkomlega löglegur. Með þessu á Barcelona að hafa verið að reyna setja pressu á De Jong að annað hvort yfirgefa félagið eða gera nýjan samning með lægri laun. Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og vill gera allt til að losna við að borga De Jong gríðarhá laun sem umræddur samningur segir til um. Frenkie de Jong pictured before Barcelona's friendly against Pumas pic.twitter.com/hvMzAy938z— ESPN FC (@ESPNFC) August 7, 2022 Á þeim tíma sem bréfið var sent þá hafði Barcelona náð samkomulagi við Manchester United um kaup á De Jong en leikmaðurinn vildi ekki fara. De Jong tók á sig óbeina launalækkun í október 2020, þegar Josep Maria Bartomeu var forseti félagsins, en það gerði hann með því að færa hluta af launum sínum fram í tímann um leið og hann framlengdi samninginn sinn til júní 2026. Núverandi stjórn Barelona telur að þarna sé einhver maðkur í mysunni en á sama tíma þá gerðu þeir Marc-Andre ter Stegen, Gerard Pique og Clement Lenglet sama við sína samninga.
Spænski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira