Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:10 Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, telur ólíklegt að til átaka komi en að Kínverjar séu að sýna hernaðarlegan mátt sinn og mikilvægi Taívan í þeirra augum. Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum. Óhætt er að segja að spenna á milli Kína og Taívan hafi farið stigvaxandi eftir heimsókn Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til eyjunnar. Kínverjar hafa haldið úti umfangsmiklum heræfingum við strendur Taívan og taívanski herinn hóf einnig æfingar í nótt. „Taívan skiptir kínverska kommúnistaflokkinn feikilega miklu máli,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, sem bendir á að Kínverjar séu nú að undirstrika það. Í stuttu máli líta Kínverjar á Taívan sem hluta landsins en þar hefur þó verið sjálfstjórn frá árinu 1949 þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. „Taívan er eitur í beinum Kínastjórnar vegna þess að þar er lýðræði og efnahagsleg velmegun. Þar er skýr valkostur við einræðið í Kína og hættuleg fyrirmynd í augum kínverska kommúnistaflokksins,“ segir Albert. „Og síðan tengist Taívan vaxandi samkeppni Kína og Bandaríkjanna í heiminum. Samkeppni sem á eftir að harðna og verða líklega ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum af því Kína er rísandi stórveldi.“ Kínverskur hermaður flýgur orrustuþotu í grennd við Taívan.vísir/AP Aukinn hernaðarmáttur Kínverja er ein birtingarmynd þeirrar samkeppni. „Flotinn og hátæknivopnin. Þeir eru nú að sýna hann,“ segir Albert. „Og um leið hafa menn auðvitað áhyggjur af því að þarna verði til spennufylltar aðstæður, þar sem hvorki Kína eða Taívan eða Bandaríkin ætla sér í stríð. En spennuþrungnar aðstæður þar sem einhver mistök geta búið til neista sem setur eitthvað bál í gang.“ Átök hefðu gríðarlegar afleiðingar Á þessu stigi sé almennt talið ólíklegt að til átaka komi. Fari svo telur Albert þó líklegt að Bandaríkin dragist þar inn í. „Meðal annars vegna samkeppni Bandaríkjanna og Kína á heimsvísu. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða pólitísku og efnahagslegu afleiðingar það hefði í heiminum, stórveldastríð á Kyrrahafi og í Austur Asíu. Og auðvitað er þá hætta á frekari stigmögnun. Bandaríkin og Kína eru auðvitað kjarnavopnaveldi. En eins og ég segi, almennt eru ekki taldar líkur á að það komi til átaka vegna Taívan,“ segir Albert. Kínverjar eigi marga valkosti. „Nú eru þeir að sýna mátt sinn og undirstrika hvað þeir meina og hvernig þeir líta á Taívan. Þeir hafa ýmsa efnahagslega möguleika og þeir gætu hugsanlega króað Taívan af á hafinu og látið reyna á vilja Bandaríkjanna og reynt auðmýkja Bandaríkin. Það eru margir aðrir möguleikar í þessu en stríð.“ Taívan Kína Hernaður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Sjá meira
Óhætt er að segja að spenna á milli Kína og Taívan hafi farið stigvaxandi eftir heimsókn Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til eyjunnar. Kínverjar hafa haldið úti umfangsmiklum heræfingum við strendur Taívan og taívanski herinn hóf einnig æfingar í nótt. „Taívan skiptir kínverska kommúnistaflokkinn feikilega miklu máli,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, sem bendir á að Kínverjar séu nú að undirstrika það. Í stuttu máli líta Kínverjar á Taívan sem hluta landsins en þar hefur þó verið sjálfstjórn frá árinu 1949 þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. „Taívan er eitur í beinum Kínastjórnar vegna þess að þar er lýðræði og efnahagsleg velmegun. Þar er skýr valkostur við einræðið í Kína og hættuleg fyrirmynd í augum kínverska kommúnistaflokksins,“ segir Albert. „Og síðan tengist Taívan vaxandi samkeppni Kína og Bandaríkjanna í heiminum. Samkeppni sem á eftir að harðna og verða líklega ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum af því Kína er rísandi stórveldi.“ Kínverskur hermaður flýgur orrustuþotu í grennd við Taívan.vísir/AP Aukinn hernaðarmáttur Kínverja er ein birtingarmynd þeirrar samkeppni. „Flotinn og hátæknivopnin. Þeir eru nú að sýna hann,“ segir Albert. „Og um leið hafa menn auðvitað áhyggjur af því að þarna verði til spennufylltar aðstæður, þar sem hvorki Kína eða Taívan eða Bandaríkin ætla sér í stríð. En spennuþrungnar aðstæður þar sem einhver mistök geta búið til neista sem setur eitthvað bál í gang.“ Átök hefðu gríðarlegar afleiðingar Á þessu stigi sé almennt talið ólíklegt að til átaka komi. Fari svo telur Albert þó líklegt að Bandaríkin dragist þar inn í. „Meðal annars vegna samkeppni Bandaríkjanna og Kína á heimsvísu. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða pólitísku og efnahagslegu afleiðingar það hefði í heiminum, stórveldastríð á Kyrrahafi og í Austur Asíu. Og auðvitað er þá hætta á frekari stigmögnun. Bandaríkin og Kína eru auðvitað kjarnavopnaveldi. En eins og ég segi, almennt eru ekki taldar líkur á að það komi til átaka vegna Taívan,“ segir Albert. Kínverjar eigi marga valkosti. „Nú eru þeir að sýna mátt sinn og undirstrika hvað þeir meina og hvernig þeir líta á Taívan. Þeir hafa ýmsa efnahagslega möguleika og þeir gætu hugsanlega króað Taívan af á hafinu og látið reyna á vilja Bandaríkjanna og reynt auðmýkja Bandaríkin. Það eru margir aðrir möguleikar í þessu en stríð.“
Taívan Kína Hernaður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Sjá meira