Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:01 Leikskólamál voru kosningamál margra flokka í síðustu sveitarstjórnarkosningum. vísir/vilhelm Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Stefnt var að því í síðustu sveitarstjórnarkosningum að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fengu leikskólapláss í haust. Ekki er útlit fyrir að það gangi eftir líkt og Morgunblaðið greinir frá í dag. Þar segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar að margar skýringar séu á stöðunni og að unnið sé að því að safna upplýsingum um hana og að hún verði kynnt fyrir borgarráði á fimmtudaginn. Sylvía Rut Þorsteinsdóttir er eitt þeirra foreldra sem er í vandræðum vegna þess að dóttir hennar fær ekki pláss á leikskóla í Reykjavík í haust. Dóttir Sylvíu er sautján mánaða. Hún líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Í mars fékk hún að vita að dóttir hennar kæmist ekki inn á leikskólann sem settur var í fyrsta val en engar upplýsingar fáist um það hvort hún hafi meiri möguleika á að komast inn á aðra leikskóla borgarinnar. „Ég frétti það frá annarri móður að til þess að eiga möguleika í aðra leikskóla sem gætu mögulega átt pláss þá þarftu að afskrá þig af þeim leikskóla sem þú ert með á listanum og setja þann leikskóla í fyrsta sæti. En hvernig þú átt að vita hvort það sé mögulega pláss í einhverjum öðrum leikskóla það veit ég ekki.“ Þá segir hún að eldri börn hafi flutt í hverfið sem fjölskyldan býr í sem geri það að verkum að dóttir hennar og önnur börn á sama aldri færist neðar á biðlistann. „Þar eru líka börn sem eru með þennan leikskóla, sem við erum með í fyrsta val, sem annað eða þriðja val og þau komast frekar inn því þau eru eldri.“ Í Garðabæ standa mál þannig að ef barn kemst ekki inn á leikskóla þá greiðir bærinn niður gæslu barna frá tíu mánaða aldri hjá dagforeldri. Þetta er gert til þess að gera vistun hjá dagforeldri að raunverulegum valkosti fyrir foreldra ungra barna með því að kostnaður við hana sé sá sami og við leikskóladvöl. Sylvía segir að sambærilegt úrræði þurfi að vera hjá Reykjavíkurborg. „Nú nú kostar dagforeldri mun meira en leikskóli. Er Reykajvíkurborg þá til í að koma til móts við þá foreldra sem þurfa að borga dagforeldragjaldið eða hvað?“ Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs vísaði á Skúla Helgason við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist í Skúla Helgason. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Stefnt var að því í síðustu sveitarstjórnarkosningum að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fengu leikskólapláss í haust. Ekki er útlit fyrir að það gangi eftir líkt og Morgunblaðið greinir frá í dag. Þar segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar að margar skýringar séu á stöðunni og að unnið sé að því að safna upplýsingum um hana og að hún verði kynnt fyrir borgarráði á fimmtudaginn. Sylvía Rut Þorsteinsdóttir er eitt þeirra foreldra sem er í vandræðum vegna þess að dóttir hennar fær ekki pláss á leikskóla í Reykjavík í haust. Dóttir Sylvíu er sautján mánaða. Hún líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Í mars fékk hún að vita að dóttir hennar kæmist ekki inn á leikskólann sem settur var í fyrsta val en engar upplýsingar fáist um það hvort hún hafi meiri möguleika á að komast inn á aðra leikskóla borgarinnar. „Ég frétti það frá annarri móður að til þess að eiga möguleika í aðra leikskóla sem gætu mögulega átt pláss þá þarftu að afskrá þig af þeim leikskóla sem þú ert með á listanum og setja þann leikskóla í fyrsta sæti. En hvernig þú átt að vita hvort það sé mögulega pláss í einhverjum öðrum leikskóla það veit ég ekki.“ Þá segir hún að eldri börn hafi flutt í hverfið sem fjölskyldan býr í sem geri það að verkum að dóttir hennar og önnur börn á sama aldri færist neðar á biðlistann. „Þar eru líka börn sem eru með þennan leikskóla, sem við erum með í fyrsta val, sem annað eða þriðja val og þau komast frekar inn því þau eru eldri.“ Í Garðabæ standa mál þannig að ef barn kemst ekki inn á leikskóla þá greiðir bærinn niður gæslu barna frá tíu mánaða aldri hjá dagforeldri. Þetta er gert til þess að gera vistun hjá dagforeldri að raunverulegum valkosti fyrir foreldra ungra barna með því að kostnaður við hana sé sá sami og við leikskóladvöl. Sylvía segir að sambærilegt úrræði þurfi að vera hjá Reykjavíkurborg. „Nú nú kostar dagforeldri mun meira en leikskóli. Er Reykajvíkurborg þá til í að koma til móts við þá foreldra sem þurfa að borga dagforeldragjaldið eða hvað?“ Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs vísaði á Skúla Helgason við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist í Skúla Helgason.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira