Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Snorri Másson skrifar 9. ágúst 2022 11:55 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. Greint var frá því í fréttum í gær að um fimmtungur þeirra sem sækja um verknám á framhaldsskólastigi á Íslandi fái ekki skólavist. Í Tækniskólanum var um þriðjungi umsækjenda hafnað í vor. Þessi tölfræði er sögð stinga í stúf við það markmið stjórnvalda að fjölga verknámsnemum en ráðherra skólamála segir málið nú til skoðunar hjá starfshópi. „Við erum að bíða eftir því að fá nákvæma sundurliðun á þessum hópi. Í hvaða greinar er þetta? Hver er ástæða þess að viðkomandi kemst ekki í nám? Er það fjármagn, húsnæðisskortur eða skortur á kennurum? Við reiknum með að fá þau gögn núna í næstu viku og í framhaldinu ætlum við okkur í aðgerðir til að bregðast við; bráðaaðgerðir og að vinna áfram að langtímaaðgerðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hann segir það ánægjulegt að þeim fjölgi sem vilja fara í verknám en að í annan stað sé það áskorun sem hann hyggist taka á við að tryggja öllum pláss. „Ég heiti því að við munum gera það sem við getum til að sem flestir geri það en það kann vel að vera að áskoranirnar sem búa að baki geri það að verkum að við getum ekki brugðist við öllum en við ætlum að gera það sem við getum til að grípa sem flesta,“ segir Ásmundur. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það áskorun að tryggja sem flestum nám á þessu sviði en segir gleðilegt að átak í verknámi beri ávöxt. „Það er greinilega núna búið að skila þeim árangri að eftirspurnin er orðin mjög mikil, eða fjöldi þeirra sem vilja fara í þetta nám er mjög mikill,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Greint var frá því í fréttum í gær að um fimmtungur þeirra sem sækja um verknám á framhaldsskólastigi á Íslandi fái ekki skólavist. Í Tækniskólanum var um þriðjungi umsækjenda hafnað í vor. Þessi tölfræði er sögð stinga í stúf við það markmið stjórnvalda að fjölga verknámsnemum en ráðherra skólamála segir málið nú til skoðunar hjá starfshópi. „Við erum að bíða eftir því að fá nákvæma sundurliðun á þessum hópi. Í hvaða greinar er þetta? Hver er ástæða þess að viðkomandi kemst ekki í nám? Er það fjármagn, húsnæðisskortur eða skortur á kennurum? Við reiknum með að fá þau gögn núna í næstu viku og í framhaldinu ætlum við okkur í aðgerðir til að bregðast við; bráðaaðgerðir og að vinna áfram að langtímaaðgerðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hann segir það ánægjulegt að þeim fjölgi sem vilja fara í verknám en að í annan stað sé það áskorun sem hann hyggist taka á við að tryggja öllum pláss. „Ég heiti því að við munum gera það sem við getum til að sem flestir geri það en það kann vel að vera að áskoranirnar sem búa að baki geri það að verkum að við getum ekki brugðist við öllum en við ætlum að gera það sem við getum til að grípa sem flesta,“ segir Ásmundur. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það áskorun að tryggja sem flestum nám á þessu sviði en segir gleðilegt að átak í verknámi beri ávöxt. „Það er greinilega núna búið að skila þeim árangri að eftirspurnin er orðin mjög mikil, eða fjöldi þeirra sem vilja fara í þetta nám er mjög mikill,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira