Serena Williams hættir Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 13:24 Serena Williams ætlar að hætta að keppa í tennis eftir nokkrar vikur, eftir einstakan feril. Getty Tennisstjarnan Serena Williams greinir frá því í grein sem Vogue birtir í dag að hún muni leggja tennisspaðann á hilluna eftir nokkrar vikur. Williams, sem verður 41 árs í september, stefnir á að keppa á U.S. Open sem fram fer í New York 29. ágúst til 11. september. Eftir það ætlar þessi einstaka íþróttakona að láta gott heita. Williams hefur unnið 23 risamót, einu fleiri en Steffi Graf, og er aðeins einum risatitli frá því að jafna met Margaret Court sem þó keppti þegar aðeins áhugamenn máttu keppa á risamótunum. Mögulega gæti Williams náð því meti í New York og hún segist vissulega vilja það. Í greininni á vef Vogue segist Serena hafa átt mjög erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri sér og öðrum að sá tímapunktur nálgist að hún þurfi að hætta. Hún hafi í raun aðallega rætt það við sálfræðing sinn. „Ég vildi aldrei þurfa að velja á milli tennis og fjölskyldunnar. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Ef að ég væri gaur þá væri ég ekki að skrifa þetta því ég væri þarna úti að spila og vinna sigra á meðan að konan mín sæi um líkamlega þáttinn við að stækka fjölskylduna,“ segir Serena. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) „Ég hef aldrei kunnað við orðið starfslok (e. retirement),“ segir hún og bætir við: „Kannski er best að lýsa því sem ég stend frammi fyrir sem þróun. Ég er hérna til að segja ykkur að ég er að þróast frá tennis, í átt að öðrum hlutum sem eru mér kærir. Fyrir nokkrum árum stofnaði ég Serena Ventures, fyrirtæki í áhættufjármögnun. Skömmu síðar stofnaði ég fjölskyldu. Ég vil stækka þessa fjölskyldu,“ en grein Serenu má lesa hér. Serena Williams með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna ástralska mótið árið 2017. Það var hennar 23. risamótstitill og engin hefur unnið fleiri í nútímatennis.Getty/Scott Barbour Á ferli sínum hefur Serena Williams alls unnið 73 einstaklingstitla og þar af 23 risamótstitla eins og fyrr segir. Það hefur skilað henni yfir 94 milljónum Bandaríkjadala í verðlaunafé, eða hátt í 13 milljörðum króna. Tennis Bandaríkin Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Williams, sem verður 41 árs í september, stefnir á að keppa á U.S. Open sem fram fer í New York 29. ágúst til 11. september. Eftir það ætlar þessi einstaka íþróttakona að láta gott heita. Williams hefur unnið 23 risamót, einu fleiri en Steffi Graf, og er aðeins einum risatitli frá því að jafna met Margaret Court sem þó keppti þegar aðeins áhugamenn máttu keppa á risamótunum. Mögulega gæti Williams náð því meti í New York og hún segist vissulega vilja það. Í greininni á vef Vogue segist Serena hafa átt mjög erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri sér og öðrum að sá tímapunktur nálgist að hún þurfi að hætta. Hún hafi í raun aðallega rætt það við sálfræðing sinn. „Ég vildi aldrei þurfa að velja á milli tennis og fjölskyldunnar. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Ef að ég væri gaur þá væri ég ekki að skrifa þetta því ég væri þarna úti að spila og vinna sigra á meðan að konan mín sæi um líkamlega þáttinn við að stækka fjölskylduna,“ segir Serena. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) „Ég hef aldrei kunnað við orðið starfslok (e. retirement),“ segir hún og bætir við: „Kannski er best að lýsa því sem ég stend frammi fyrir sem þróun. Ég er hérna til að segja ykkur að ég er að þróast frá tennis, í átt að öðrum hlutum sem eru mér kærir. Fyrir nokkrum árum stofnaði ég Serena Ventures, fyrirtæki í áhættufjármögnun. Skömmu síðar stofnaði ég fjölskyldu. Ég vil stækka þessa fjölskyldu,“ en grein Serenu má lesa hér. Serena Williams með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna ástralska mótið árið 2017. Það var hennar 23. risamótstitill og engin hefur unnið fleiri í nútímatennis.Getty/Scott Barbour Á ferli sínum hefur Serena Williams alls unnið 73 einstaklingstitla og þar af 23 risamótstitla eins og fyrr segir. Það hefur skilað henni yfir 94 milljónum Bandaríkjadala í verðlaunafé, eða hátt í 13 milljörðum króna.
Tennis Bandaríkin Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira