Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 08:01 Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum. Veruleikinn er hins vegar annar. Kvóti gengur kaupum og sölum milli útgerða eins og hver önnur eign. Afnotin af veiðiheimildunum eru ótímabundin. Við höfum, bara í sumar, séð aukna samþjöppun á þessari sameign þjóðarinnar og þróunin er að örfáar fjölskyldur munu fara með hana sem sína eigin. Sameign þjóðarinnar verður að sameign innan nokkurra fjölskyldna. Stærsta réttlætismál íslensks samfélags Hagsmunirnir eru gríðarlegir sem birtast t.d. í harkalegum viðbrögðum við heilbrigðri umræðu um þessa stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn sem í orði er flokkur markaðarins berst gegn öllum breytingum í þá átt að réttur til veiða verði til afnota en ekki til eignar. Flokkurinn berst gegn því að veiðiréttindi verði tímabundin en ekki eilíf. Og hann berst gegn því að greitt verði markaðsverð fyrir veiðiréttindin en ekki málamyndagjald. Umræða og gagnrýni er afgreidd sem öfund og svarað með útúrsnúningum um að það eigi ekki að tala atvinnugreinina niður. Það vakti mikla athygli þegar Seðlabankastjóri sagðist telja að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og bætti við að það væri „meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. Í þeirri umræðu sem hófst við kaup Síldarvinnslunnar á Vísi fyrir 31 milljarð koma þessi orð Seðlabankastjóra aftur upp í hugann. Við kaupin lýsti Katrín Jakobsdóttir yfir áhyggjum af samþjöppun í sjávarútvegi og biðlaði til þess að fyrirtæki í sjávarútvegi sýndu samfélagslega ábyrgð. Hún deilir þessum áhyggjum með um þremur fjórðu hlutum þjóðarinnar sem hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi skv. nýrri könnun. Sigurður Ingi Jóhannsson brást við með að segja að tími væri kominn á gjörbreytta gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Það verður fróðlegt að fylgjast með formönnum þessara tveggja ríkisstjórnarflokka þegar þing kemur saman í haust og hvort þau leggi fram einhverjar tillögur sem gætu rímað við orð þeirra og áhyggjur af stöðu mála. En vandamálið er auðvitað að það munu þau ekki gera því Sjálfstæðisflokkurinn ræður för þegar kemur að stefnu í sjávarútvegsmálum ríkisstjórnarinnar. Ekki í þágu þjóðarinnar Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá sagði allt sem segja þurfti í þessu samhengi. Þar var vissulega talað um þjóðareign en það orð fékk enga merkingu. Til að gefa orðinu þjóðareign raunverulega merkingu þarf skýrt orðalag um að nýting á sameiginlegri auðlind sé gerð með tímabundnum samningum og að fyrir hana skuli greitt eðlilegt gjald. Þannig myndu upphafsorð laga um stjórn fiskveiða loksins öðlast þá merkingu og niðurstöðu sem til var ætlast. Tímabinding réttinda er reyndar gegnumgangandi í lögum um auðlindir þegar stjórnvöld úthluta nýtingarrétti á náttúruauðlindum í þjóðareign. Dæmin er að finna í orkulögum, í lögum um fiskeldi, í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu. Og í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sjálfrar um Hálendisþjóðgarð var líka talað um tímabundna samninga. Hvers vegna gildir sérregla um sjávarauðlindina? Þetta er heildarmyndin sem við blasir. Þjóðin hefur kallað eftir heilbrigðum leikreglum um sjávarauðlindina. En okkur hefur hvorki auðnast að ná um hana réttlæti né sátt. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja um 77% þjóðarinnar að útgerðir landsins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá 2016 til 2020 námu meira en 70 milljörðum króna. Útgerðir greiddu á sama tíma tæpa 35 milljarða í veiðigjöld. Veiðigjöldin voru sem sagt bara helmingur þess sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna greiddu sjálfum sér í arð. Markaðsgjald færir þjóðinni sanngjarnan hlut Viðreisn hefur talað fyrir réttlæti um þessa sameiginlegu auðlind, að greitt verði markaðsgjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Þeir sem núna veiða gætu gert það áfram en myndu hins vegar borga eðlilegt gjald fyrir. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans fari á markað á hverju ári. Þannig fæst markaðstengt gjald fyrir aðgang að fiskimiðunum sem mun skila íslensku þjóðarbúi umtalsvert hærri tekjum en nú er. Við viljum að þeir milljarðar sem fengjust með þessari leið færu í innviðasjóð sem kæmi byggðunum sem veiða fiskinn til góða. Við viljum sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni sem öll þjóðin á saman. Og að auðlindagjaldið nýtist til að efla uppbyggingu á innviðum landsins, styrkja tekjustofna sveitarfélaga og gera sjávarbyggðirnar enn öflugri. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Síldarvinnslan Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum. Veruleikinn er hins vegar annar. Kvóti gengur kaupum og sölum milli útgerða eins og hver önnur eign. Afnotin af veiðiheimildunum eru ótímabundin. Við höfum, bara í sumar, séð aukna samþjöppun á þessari sameign þjóðarinnar og þróunin er að örfáar fjölskyldur munu fara með hana sem sína eigin. Sameign þjóðarinnar verður að sameign innan nokkurra fjölskyldna. Stærsta réttlætismál íslensks samfélags Hagsmunirnir eru gríðarlegir sem birtast t.d. í harkalegum viðbrögðum við heilbrigðri umræðu um þessa stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn sem í orði er flokkur markaðarins berst gegn öllum breytingum í þá átt að réttur til veiða verði til afnota en ekki til eignar. Flokkurinn berst gegn því að veiðiréttindi verði tímabundin en ekki eilíf. Og hann berst gegn því að greitt verði markaðsverð fyrir veiðiréttindin en ekki málamyndagjald. Umræða og gagnrýni er afgreidd sem öfund og svarað með útúrsnúningum um að það eigi ekki að tala atvinnugreinina niður. Það vakti mikla athygli þegar Seðlabankastjóri sagðist telja að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og bætti við að það væri „meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. Í þeirri umræðu sem hófst við kaup Síldarvinnslunnar á Vísi fyrir 31 milljarð koma þessi orð Seðlabankastjóra aftur upp í hugann. Við kaupin lýsti Katrín Jakobsdóttir yfir áhyggjum af samþjöppun í sjávarútvegi og biðlaði til þess að fyrirtæki í sjávarútvegi sýndu samfélagslega ábyrgð. Hún deilir þessum áhyggjum með um þremur fjórðu hlutum þjóðarinnar sem hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi skv. nýrri könnun. Sigurður Ingi Jóhannsson brást við með að segja að tími væri kominn á gjörbreytta gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Það verður fróðlegt að fylgjast með formönnum þessara tveggja ríkisstjórnarflokka þegar þing kemur saman í haust og hvort þau leggi fram einhverjar tillögur sem gætu rímað við orð þeirra og áhyggjur af stöðu mála. En vandamálið er auðvitað að það munu þau ekki gera því Sjálfstæðisflokkurinn ræður för þegar kemur að stefnu í sjávarútvegsmálum ríkisstjórnarinnar. Ekki í þágu þjóðarinnar Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá sagði allt sem segja þurfti í þessu samhengi. Þar var vissulega talað um þjóðareign en það orð fékk enga merkingu. Til að gefa orðinu þjóðareign raunverulega merkingu þarf skýrt orðalag um að nýting á sameiginlegri auðlind sé gerð með tímabundnum samningum og að fyrir hana skuli greitt eðlilegt gjald. Þannig myndu upphafsorð laga um stjórn fiskveiða loksins öðlast þá merkingu og niðurstöðu sem til var ætlast. Tímabinding réttinda er reyndar gegnumgangandi í lögum um auðlindir þegar stjórnvöld úthluta nýtingarrétti á náttúruauðlindum í þjóðareign. Dæmin er að finna í orkulögum, í lögum um fiskeldi, í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu. Og í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sjálfrar um Hálendisþjóðgarð var líka talað um tímabundna samninga. Hvers vegna gildir sérregla um sjávarauðlindina? Þetta er heildarmyndin sem við blasir. Þjóðin hefur kallað eftir heilbrigðum leikreglum um sjávarauðlindina. En okkur hefur hvorki auðnast að ná um hana réttlæti né sátt. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja um 77% þjóðarinnar að útgerðir landsins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá 2016 til 2020 námu meira en 70 milljörðum króna. Útgerðir greiddu á sama tíma tæpa 35 milljarða í veiðigjöld. Veiðigjöldin voru sem sagt bara helmingur þess sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna greiddu sjálfum sér í arð. Markaðsgjald færir þjóðinni sanngjarnan hlut Viðreisn hefur talað fyrir réttlæti um þessa sameiginlegu auðlind, að greitt verði markaðsgjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Þeir sem núna veiða gætu gert það áfram en myndu hins vegar borga eðlilegt gjald fyrir. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans fari á markað á hverju ári. Þannig fæst markaðstengt gjald fyrir aðgang að fiskimiðunum sem mun skila íslensku þjóðarbúi umtalsvert hærri tekjum en nú er. Við viljum að þeir milljarðar sem fengjust með þessari leið færu í innviðasjóð sem kæmi byggðunum sem veiða fiskinn til góða. Við viljum sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni sem öll þjóðin á saman. Og að auðlindagjaldið nýtist til að efla uppbyggingu á innviðum landsins, styrkja tekjustofna sveitarfélaga og gera sjávarbyggðirnar enn öflugri. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun