Endalaus lægðagangur í kortunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2022 08:10 Ferðamenn á gosstöðvunum hafa ekki farið varhluta af linnulausum lægðunum sem nú ganga yfir landið. Vísir/Vilhelm Ekkert lát virðist ætla að verða á lægðagangi suðvestantil á landinu. Hlýjast og þurrast verður að öllum líkindum á Austurlandi næstu daga. Hlutskipti Íslands þetta sumarið er að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu. „Það er ekki að sjá, það er eiginlega bara endalaust lægðagangur í kortunum,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands þegar hann var spurður hvort búast megi við því að það fari að birta til og stytta upp. „Það er aðeins rólegra sunnudag, mánudag og þriðjudag en svo koma nýjar lægðir.“ Allur ágústmánuður hefur einkennst af blautu og gráu veðri og höfuðborgarbúar hafa vart séð til sólar, í raun eru margir farnir að horfast í augu við það að sumrinu sé sennilega lokið. Óli Þór segir að Ísland þurfi að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu „Við liggjum bara svolítið illa fyrir þessu á meðan þessi hlýindi ganga yfir Evrópu.“ Megum við þá búast við þessu næsta mánuðinn? „Nei, það er langt í það ennþá að við getum sagt til um það. Þessar helstu spár eru sammála um 5 daga fram í tímann en svo fara þær í sitthvora áttina.“ Veðurhorfur næsta sólarhringinn Vestlæg átt, 5-15, hvassast norðaustantil. Víða dálítil væta en yfirleitt þurrt fyrir austan. Lægir heldur í kvöld. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast austantil. Suðvestan 5-10 á morgun og skúrir, einkum sunnan- og austantil. Fer að rigna um landið suðvestanvert annað kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austanlands. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Sjá meira
„Það er ekki að sjá, það er eiginlega bara endalaust lægðagangur í kortunum,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands þegar hann var spurður hvort búast megi við því að það fari að birta til og stytta upp. „Það er aðeins rólegra sunnudag, mánudag og þriðjudag en svo koma nýjar lægðir.“ Allur ágústmánuður hefur einkennst af blautu og gráu veðri og höfuðborgarbúar hafa vart séð til sólar, í raun eru margir farnir að horfast í augu við það að sumrinu sé sennilega lokið. Óli Þór segir að Ísland þurfi að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu „Við liggjum bara svolítið illa fyrir þessu á meðan þessi hlýindi ganga yfir Evrópu.“ Megum við þá búast við þessu næsta mánuðinn? „Nei, það er langt í það ennþá að við getum sagt til um það. Þessar helstu spár eru sammála um 5 daga fram í tímann en svo fara þær í sitthvora áttina.“ Veðurhorfur næsta sólarhringinn Vestlæg átt, 5-15, hvassast norðaustantil. Víða dálítil væta en yfirleitt þurrt fyrir austan. Lægir heldur í kvöld. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast austantil. Suðvestan 5-10 á morgun og skúrir, einkum sunnan- og austantil. Fer að rigna um landið suðvestanvert annað kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austanlands.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Sjá meira