Tímaspursmál hvenær hraun rennur suður úr Meradölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 11:40 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/vilhelm Hraun er enn ekki farið að flæða úr Meradölum en jarðeðlisfræðingur segir tímaspursmál hvenær það gerist. Þá muni hraunið renna í átt að Suðurstrandavegi, rúmlega fjögurra kílómetra leið. Greint var frá því í gær að lítið vantaði upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en það hafi hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Engin merki sáust um hreyfingu á hraunjaðrinum í gærkvöldi og skrifaði Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands á Facebook í morgun að möguleiki sé á að sá hraunjaðar sé orðinn óvirkur og virknin færist annað. Þannig gæti hraunið beinst til norðurs eða suðurs í Meradölum sjálfum og þannig tafið hraunrennsli út um skarðið sjálft. „Það er alltaf að stækka hraunið svona heldur að stækka og þykkna. Í gærkvöldi og nótt var aðeins að renna til norðurs út úr hrauntjörninni. Það hafði ekki gert það í nokkra daga en viðbúið að það myndi gera það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Rúmir fjórir kílómetrar að Suðurstrandavegi Óvíst sé hvenær hraunið renni út úr Meradölum en vel geti verið að það muni byggjast upp í nokkra daga áður en það gerist. „Ef þetta heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur þá kemur að því innan langs tíma að það renni út úr dölunum.“ Hraunið hefur runnið um 1,7 kílómetra frá gosstöðvunum að skarðinu. Ef hraun renni út um skarðið muni það renna út og til suðurs yfir nokkuð flatlent svæði. Þar séu um 4,3 kílómetrar niður að Suðurstrandavegi og um 5,5 kílómetrar að sjó. Til samanburðar rann hraunið í eldgosinu í fyrra mest 3,5 kílómetra. Haldi gosið áfram uppteknum hætti muni það renna út úr Meradölum í átt að Suðurstrandavegi. „Hversu langan tíma það tekur fyrir hraunið að komast, ef við segjum að það haldi áfram í töluverðan tíma, að komast niður á strönd. Það eru mjög margir þættir sem geta haft áhrif á það,“ segir Magnús. „Ein sviðsmyndin og sú versta er sú að gosið sé mjög stöðugt og það fari fljótlega í gegn um skarðið og leiti svo til suðurs og sé þá ekki útilokað að það geti komið niður eftir, eftir tvær vikur. Miðað við hvernig hitt hraunið hegðaði sér þá er líklegra að tíminn sé nú lengri.“ Hraunrennslið stöðugt Líklegt sé að þessi versta sviðsmynd verði að veruleika þar sem landið halli þannig. Spurningin sé hvernig gosið hegðar sér. „Ef það verður óstöðugt þá byggjast ekki upp með sama hætti pípulagnir inni í því sem flytja kvikuna að jaðrinum. Þá kólnar hraunið ekki á leiðinni heldur nær að jaðrinum og leitar þannig áfram. Það eru hraun á Reykjanesskaga sem hafa runnið býsna langt þó þau séu ekkert mjög stór,“ segir Magnús. „Hinn möguleikinn er að það verði óstöðugt, það slokkni og kvikni á því á víxl eins og gerðist í fyrra og þá þarf allt að byrja upp á nýtt. Þá rennur hraunið á yfirborðinu og þá fer það ekki mjög langt. Hvorn veginn þetta fer er ómögulegt að segja en hraunrennslið er búið að vera stöðugt að því er virðist, það sem af er, og við verðum bara að sjá hvernig fram vindur.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags Engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu. 11. ágúst 2022 07:05 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að lítið vantaði upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en það hafi hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Engin merki sáust um hreyfingu á hraunjaðrinum í gærkvöldi og skrifaði Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands á Facebook í morgun að möguleiki sé á að sá hraunjaðar sé orðinn óvirkur og virknin færist annað. Þannig gæti hraunið beinst til norðurs eða suðurs í Meradölum sjálfum og þannig tafið hraunrennsli út um skarðið sjálft. „Það er alltaf að stækka hraunið svona heldur að stækka og þykkna. Í gærkvöldi og nótt var aðeins að renna til norðurs út úr hrauntjörninni. Það hafði ekki gert það í nokkra daga en viðbúið að það myndi gera það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Rúmir fjórir kílómetrar að Suðurstrandavegi Óvíst sé hvenær hraunið renni út úr Meradölum en vel geti verið að það muni byggjast upp í nokkra daga áður en það gerist. „Ef þetta heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur þá kemur að því innan langs tíma að það renni út úr dölunum.“ Hraunið hefur runnið um 1,7 kílómetra frá gosstöðvunum að skarðinu. Ef hraun renni út um skarðið muni það renna út og til suðurs yfir nokkuð flatlent svæði. Þar séu um 4,3 kílómetrar niður að Suðurstrandavegi og um 5,5 kílómetrar að sjó. Til samanburðar rann hraunið í eldgosinu í fyrra mest 3,5 kílómetra. Haldi gosið áfram uppteknum hætti muni það renna út úr Meradölum í átt að Suðurstrandavegi. „Hversu langan tíma það tekur fyrir hraunið að komast, ef við segjum að það haldi áfram í töluverðan tíma, að komast niður á strönd. Það eru mjög margir þættir sem geta haft áhrif á það,“ segir Magnús. „Ein sviðsmyndin og sú versta er sú að gosið sé mjög stöðugt og það fari fljótlega í gegn um skarðið og leiti svo til suðurs og sé þá ekki útilokað að það geti komið niður eftir, eftir tvær vikur. Miðað við hvernig hitt hraunið hegðaði sér þá er líklegra að tíminn sé nú lengri.“ Hraunrennslið stöðugt Líklegt sé að þessi versta sviðsmynd verði að veruleika þar sem landið halli þannig. Spurningin sé hvernig gosið hegðar sér. „Ef það verður óstöðugt þá byggjast ekki upp með sama hætti pípulagnir inni í því sem flytja kvikuna að jaðrinum. Þá kólnar hraunið ekki á leiðinni heldur nær að jaðrinum og leitar þannig áfram. Það eru hraun á Reykjanesskaga sem hafa runnið býsna langt þó þau séu ekkert mjög stór,“ segir Magnús. „Hinn möguleikinn er að það verði óstöðugt, það slokkni og kvikni á því á víxl eins og gerðist í fyrra og þá þarf allt að byrja upp á nýtt. Þá rennur hraunið á yfirborðinu og þá fer það ekki mjög langt. Hvorn veginn þetta fer er ómögulegt að segja en hraunrennslið er búið að vera stöðugt að því er virðist, það sem af er, og við verðum bara að sjá hvernig fram vindur.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags Engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu. 11. ágúst 2022 07:05 Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19
Engin breyting á gosinu og meinlaust veður fyrri hluta dags Engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum og álitlegra veður verður á svæðinu í dag en hann rignir með kvöldinu. 11. ágúst 2022 07:05
Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. 10. ágúst 2022 19:31