Hvernig skólatösku á ég að velja fyrir barnið mitt? – skilaboð frá iðjuþjálfum Þóra Leósdóttir skrifar 11. ágúst 2022 13:01 Nú styttist í að skólastarf í grunnskólum landsins hefjist aftur að loknu sumarleyfi. Þúsundir barna munu byrja sína grunnskólagöngu og trítla í skólann glöð í bragði. Að mörgu er að hyggja þegar velja á skólatösku og miðað við auglýsingar verslana er úrvalið töluvert. Iðjuþjálfar hvetja foreldra til að vanda valið enda hefur góð skólataska mikið forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barna. Iðjuþjálfafélag Íslands fékk styrk úr Lýðheilsusjóði 2019 sem var nýttur til að uppfæra ráðleggingar iðjuþjálfa um líkamsstöðu barna og skólatöskur. Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðum Embættis landlæknis og Iðjuþjálfafélags Íslands. Þrátt fyrir að áhersla sé lögð á skólatöskur fyrir yngri börn þá eiga flest þessi atriði einnig við um stálpuð börn og ungmenni. Iðjuþjálfar myndu vilja sjá mun fleiri framhalds- og háskólanemendur nýta sér góða bakpoka eða töskur á hjólum. Allt of algengt er að sjá nemendur burðast með þungar hliðartöskur yfir aðra öxlina á leið í skólann með tilheyrandi álagi á stoðkerfið. Hér er gripið niður í nokkrar ráðleggingar sem fram koma í bæklingnum. Að velja réttu skólatöskuna: Í skólatöskunni þarf að vera gott pláss fyrir nauðsynleg gögn. Rétt stærð miðað við stærð og vöxt barnsins. Taskan ekki vera breiðari en efra bak barnsins og ekki ná niður fyrir mjóbak. Axlarólar þurfa að vera vel bólstraðar og með smellu yfir bringuna. Það er kostur að hafa mittisól. Barnið ætti ekki að bera skólatösku sem vegur meira en 10% af líkamsþyngd þess. Að raða í skólatöskuna: Þyngstu hlutirnir sem næst baki barnsins. Hlutir í töskunni þurfa að vera stöðugir þannig að þeir renni ekki til. Fara daglega yfir það sem barnið á að hafa í töskunni, bara það nauðsynlegasta. Sund- og íþróttaföt fara ofan í töskuna í stað þess að festa íþróttapoka yfir hana. Þá daga sem taskan er yfirhlaðin getur barnið borið hluta í fanginu til þess að draga úr álagi á bakið. Foreldrar þurfa að aðstoða barnið við að raða í skólatöskuna og stilla hana rétt til að forðast álagseinkenni og verki. Að stilla skólatöskuna: Nota báðar axlarólar og stilla þannig að taskan liggi þétt við bak barnsins en án þess að valda óþægindum. Notið mittisólina til að þunginn dreifist jafnt á líkamann. Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið og ekki ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti. Of þung og ranglega stillt skólataska: Finnur barnið þitt fyrir verkjum í baki eða öxlum? Að bera of þunga eða rangt stillta tösku getur valdið bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Í öxlum og hálsi eru margar æðar og taugar. Ef of mikill þrýstingur er á þessu svæði getur það valdið sársauka og dofa á hálsi, handleggjum og höndum. Að bera skólatöskuna á annari öxlinni leiðir til þess að hryggsúlan sveigjist og slíkt getur valdið óþægindum og verkjum. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að skólastarf í grunnskólum landsins hefjist aftur að loknu sumarleyfi. Þúsundir barna munu byrja sína grunnskólagöngu og trítla í skólann glöð í bragði. Að mörgu er að hyggja þegar velja á skólatösku og miðað við auglýsingar verslana er úrvalið töluvert. Iðjuþjálfar hvetja foreldra til að vanda valið enda hefur góð skólataska mikið forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barna. Iðjuþjálfafélag Íslands fékk styrk úr Lýðheilsusjóði 2019 sem var nýttur til að uppfæra ráðleggingar iðjuþjálfa um líkamsstöðu barna og skólatöskur. Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðum Embættis landlæknis og Iðjuþjálfafélags Íslands. Þrátt fyrir að áhersla sé lögð á skólatöskur fyrir yngri börn þá eiga flest þessi atriði einnig við um stálpuð börn og ungmenni. Iðjuþjálfar myndu vilja sjá mun fleiri framhalds- og háskólanemendur nýta sér góða bakpoka eða töskur á hjólum. Allt of algengt er að sjá nemendur burðast með þungar hliðartöskur yfir aðra öxlina á leið í skólann með tilheyrandi álagi á stoðkerfið. Hér er gripið niður í nokkrar ráðleggingar sem fram koma í bæklingnum. Að velja réttu skólatöskuna: Í skólatöskunni þarf að vera gott pláss fyrir nauðsynleg gögn. Rétt stærð miðað við stærð og vöxt barnsins. Taskan ekki vera breiðari en efra bak barnsins og ekki ná niður fyrir mjóbak. Axlarólar þurfa að vera vel bólstraðar og með smellu yfir bringuna. Það er kostur að hafa mittisól. Barnið ætti ekki að bera skólatösku sem vegur meira en 10% af líkamsþyngd þess. Að raða í skólatöskuna: Þyngstu hlutirnir sem næst baki barnsins. Hlutir í töskunni þurfa að vera stöðugir þannig að þeir renni ekki til. Fara daglega yfir það sem barnið á að hafa í töskunni, bara það nauðsynlegasta. Sund- og íþróttaföt fara ofan í töskuna í stað þess að festa íþróttapoka yfir hana. Þá daga sem taskan er yfirhlaðin getur barnið borið hluta í fanginu til þess að draga úr álagi á bakið. Foreldrar þurfa að aðstoða barnið við að raða í skólatöskuna og stilla hana rétt til að forðast álagseinkenni og verki. Að stilla skólatöskuna: Nota báðar axlarólar og stilla þannig að taskan liggi þétt við bak barnsins en án þess að valda óþægindum. Notið mittisólina til að þunginn dreifist jafnt á líkamann. Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið og ekki ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti. Of þung og ranglega stillt skólataska: Finnur barnið þitt fyrir verkjum í baki eða öxlum? Að bera of þunga eða rangt stillta tösku getur valdið bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Í öxlum og hálsi eru margar æðar og taugar. Ef of mikill þrýstingur er á þessu svæði getur það valdið sársauka og dofa á hálsi, handleggjum og höndum. Að bera skólatöskuna á annari öxlinni leiðir til þess að hryggsúlan sveigjist og slíkt getur valdið óþægindum og verkjum. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun