Lestur barna er á ábyrgð foreldra Guðrún Kjartansdóttir skrifar 11. ágúst 2022 15:00 Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra. Foreldrum er skylt að láta börnin sín lesa heima. Það eru fyrst og fremst foreldrar sem geta stuðlað að aukinni lestrargetu barna sinna. Ég mæli með að foreldrar fari með börnin sín á hverfisbókasafnið og finni bækur sem vekja áhuga hjá börnunum. Skjánotkun barna er á ábyrgð foreldra og það er ekkert nýtt á nálinni að börn eyða oft á tíðum of miklum tíma fyrir framan skjáinn. Ég tel að það hafi áhrif á lestrarhæfni nemenda við lok grunnskólagöngu. Strákar eyða almennt miklum tíma í tölvuleiki og stelpur í samfélagsmiðla á unglingsárum. Tíma sem hægt er að verja við að lesa bækur. Hér áður fyrr voru börn ekki með aðgengi að snjallsímum og tölvum og eyddu frítíma sínum í lestur. Því miður er það ekki raunin í íslensku samfélagi í dag. Eins og áður hefur komið fram þá er ábyrgðin ekki öll hjá kennurum barnanna, heldur bera foreldrar ábyrgð á lestrinum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef börnin sjá foreldra sína lesa bækur þá getur það stuðlað að auknum lestri þeirra. En raunin er sú að foreldrar horfa mikið á skjáinn á símanum sínum og þá finnst börnunum það sjálfsagt mál að nýta tímann sinn í....niðursokkin í skjáinn. Bækur eru ekki geymdar í bókahillum í eins miklu magni og var hér áður fyrr. Núna eru bækur notaðar sem skrautmunir á heimilum. Ég mæli með að bækur séu í geymdar þannig að þær séu aðgengilegar fyrir börnin. Foreldrar – verið góðar fyrirmyndir og stuðlið að auknum lestri barna ykkar. Það að vera læs við lok grunnskóla er aðalfarvegur frekara náms. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra. Foreldrum er skylt að láta börnin sín lesa heima. Það eru fyrst og fremst foreldrar sem geta stuðlað að aukinni lestrargetu barna sinna. Ég mæli með að foreldrar fari með börnin sín á hverfisbókasafnið og finni bækur sem vekja áhuga hjá börnunum. Skjánotkun barna er á ábyrgð foreldra og það er ekkert nýtt á nálinni að börn eyða oft á tíðum of miklum tíma fyrir framan skjáinn. Ég tel að það hafi áhrif á lestrarhæfni nemenda við lok grunnskólagöngu. Strákar eyða almennt miklum tíma í tölvuleiki og stelpur í samfélagsmiðla á unglingsárum. Tíma sem hægt er að verja við að lesa bækur. Hér áður fyrr voru börn ekki með aðgengi að snjallsímum og tölvum og eyddu frítíma sínum í lestur. Því miður er það ekki raunin í íslensku samfélagi í dag. Eins og áður hefur komið fram þá er ábyrgðin ekki öll hjá kennurum barnanna, heldur bera foreldrar ábyrgð á lestrinum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef börnin sjá foreldra sína lesa bækur þá getur það stuðlað að auknum lestri þeirra. En raunin er sú að foreldrar horfa mikið á skjáinn á símanum sínum og þá finnst börnunum það sjálfsagt mál að nýta tímann sinn í....niðursokkin í skjáinn. Bækur eru ekki geymdar í bókahillum í eins miklu magni og var hér áður fyrr. Núna eru bækur notaðar sem skrautmunir á heimilum. Ég mæli með að bækur séu í geymdar þannig að þær séu aðgengilegar fyrir börnin. Foreldrar – verið góðar fyrirmyndir og stuðlið að auknum lestri barna ykkar. Það að vera læs við lok grunnskóla er aðalfarvegur frekara náms. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar