Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 17:01 Rafael og Sunna giftu sig og héldu veislu á Kjalarnesi síðastliðinn laugardag. Rúnar “Hroði” Geirmundsson Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. Veislan var haldin á Fólkvangi á Kjalarnesi þar sem hjúin fögnuðu ástinni með vinum og fjölskyldu. Brúðkaupið hafði staðið lengi til þar sem þau ætluðu upphaflega að gifta sig árið 2020 en svo reið heimsfaraldur yfir. Brúðhjónin stórglæsileg.Rúnar “Hroði” Geirmundsson „Flestar vinkonur mínar voru búnar að spá töluvert meira í kjólnum en ég,“ segir Sunna aðspurð um brúðarfatnaðinn. Hún hafði þó séð fyrir sér rósagylltan prinsessukjól en ekki fundið neitt spennandi þrátt fyrir að hafa verið lengi að skoða sig um. Brúðurin í draumakjólnum.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Hugljómun „Ég fékk svo hugljómun, að þetta væri dagurinn sem ég gæti verið í hverju sem er. Ég hef alltaf heillast að fötum frá tímabilinu 1700 og upp úr, þar sem konur voru í liggur við mannvirkjum.“ Að lokum rambaði hún inn á vefsíðuna etsy sem hún lýsir sem eins konar markaðstorgi fyrir smáa framleiðendur, listamenn og handverksfólk. „Mér hefur alltaf fundist þessi Regency stíll svo flottur. Í Bandaríkjunum eru sérstök Regency böll þar sem fólk klæðir sig upp og því er mikil eftirspurn á þessu.“ Ævagömul ást Stíllinn minnir sem dæmi á hina geysivinsælu þáttaseríu Bridgerton á Netflix og segir Þórhildur Sunna að nokkrir hefðu sagt henni að kjóllinn væri eins og úr seríunni. Þó hefur hún sjálf aldrei séð þættina. „Fyrir mér er þetta bara ævagömul ást á þessum fatnaði og sögum frá þessum tíma.“ Á síðunni fann hún saumakonu að nafni Desree Bennett sem handgerði kjóla eftir pöntun og ákvað hún að treysta henni fyrir þessu verkefni. „Þegar hún sagðist eiga í bleiku og gylltu efni sló ég til,“ segir Sunna en það eru hennar litir. „Ég var alveg í skýjunum!“ Sunna að undirbúa sig fyrir brúðkaupið með vinkonum sínum Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur (vinstri) og Emmy Winks (hægri).Rúnar “Hroði” Geirmundsson Rafael, eiginmaður Sunnu, var einnig í sínu fínasta pússi og klæddist sérsaumuðum jakkafötum frá Kölska á stóra deginum. Rafael Orpel á brúðkaupsdaginn sinn.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Tvöföld gleði Sem áður segir hafði brúðkaupið staðið til í langan tíma og verið frestað oftar en einu sinni. „Við tókum forskot á sæluna í fyrra og giftum okkur í garðinum heima með tveimur vitnum og allra nánustu fjölskyldu,“ segir Sunna en brúðkaupsdagurinn þeirra var sjöundi júlí 2021 og hefur dagurinn sérstaka þýðingu fyrir hjónin. „Við vildum hafa brúðkaupið 7. júlí þar sem það er dagurinn sem við byrjuðum saman árið 2018. Við hefðum þó aldrei geta haldið veislu þann dag þar sem það var miðvikudagur í fyrra og fimmtudagur í ár.“ Sunna og Rafael giftust hvort öðru í annað sinn síðasta laugardag.Rúnar “Hroði” Geirmundsson 07.07.21 verður að teljast ansi flott dagsetning en Inga Auðbjörg hjá Siðmennt gaf þau saman. Athöfnin var látlaus og fór fram á bæði íslensku og pólsku þar sem brúðguminn er pólskur. „Það voru engir hringar og engin veisla. Inga hjá Siðmennt stökk til eftir smá misskilning þar sem ég vissi ekki að það þyrfti að panta hjá sýslumanni með góðum fyrirvara.“ Ástinni fagnað með vinum og fjölskyldu.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Hjónin langaði svo alltaf að halda stóra athöfn og veislu með fjölskyldu og vinum. Hringarnir týndust í smá tíma en enduðu sem betur fer á réttum stað og var dagurinn hinn allra besti. „Þetta var bæði betra, við fengum dagsetninguna sem við vildum og veisluna sem við vildum, með smá millibili,“ segir Sunna að lokum. Hér má sjá fleiri myndir frá stóra deginum: Ástfangin hjón.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Rúnar “Hroði” Geirmundsson Arnar Snæberg Jónsson hjá Siðmennt var athafnarstjóri.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Hingarnir komnir á sinn stað.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Kjóllinn sækir í glæsilegan stíl frá 18. öld.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Brúðhjón og gestir ganga saman að athöfn lokinni og þá er partýið framundan.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Ástin og lífið Brúðkaup Tíska og hönnun Píratar Samkvæmislífið Tengdar fréttir Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52 Giftu sig degi of snemma Þýsku hjónin Julija og Michael Domaschke voru gefin saman við Skógafoss á þriðjudaginn í síðustu viku. Hjónin trúlofuðu sig einnig hér á landi og fór Michael á skeljarnar við eldgosið í Fagradalsfjalli í júlí á síðasta ári en þau eru bæði mjög áhugasöm um eldgos og eldfjöll. Daginn eftir að þau giftu sig hóf að gjósa í Meradölum. 7. ágúst 2022 23:00 Ilmur og Magnús giftu sig í Ásbyrgi Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Magnús Viðar Sigurðsson framleiðandi giftu sig um helgina við fallega athöfn í Skúlagarði í Ásbyrgi þar sem veðrið lék við gesti og dansað var fram á bjarta nóttina. 25. júlí 2022 10:22 Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26. júlí 2022 15:31 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Veislan var haldin á Fólkvangi á Kjalarnesi þar sem hjúin fögnuðu ástinni með vinum og fjölskyldu. Brúðkaupið hafði staðið lengi til þar sem þau ætluðu upphaflega að gifta sig árið 2020 en svo reið heimsfaraldur yfir. Brúðhjónin stórglæsileg.Rúnar “Hroði” Geirmundsson „Flestar vinkonur mínar voru búnar að spá töluvert meira í kjólnum en ég,“ segir Sunna aðspurð um brúðarfatnaðinn. Hún hafði þó séð fyrir sér rósagylltan prinsessukjól en ekki fundið neitt spennandi þrátt fyrir að hafa verið lengi að skoða sig um. Brúðurin í draumakjólnum.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Hugljómun „Ég fékk svo hugljómun, að þetta væri dagurinn sem ég gæti verið í hverju sem er. Ég hef alltaf heillast að fötum frá tímabilinu 1700 og upp úr, þar sem konur voru í liggur við mannvirkjum.“ Að lokum rambaði hún inn á vefsíðuna etsy sem hún lýsir sem eins konar markaðstorgi fyrir smáa framleiðendur, listamenn og handverksfólk. „Mér hefur alltaf fundist þessi Regency stíll svo flottur. Í Bandaríkjunum eru sérstök Regency böll þar sem fólk klæðir sig upp og því er mikil eftirspurn á þessu.“ Ævagömul ást Stíllinn minnir sem dæmi á hina geysivinsælu þáttaseríu Bridgerton á Netflix og segir Þórhildur Sunna að nokkrir hefðu sagt henni að kjóllinn væri eins og úr seríunni. Þó hefur hún sjálf aldrei séð þættina. „Fyrir mér er þetta bara ævagömul ást á þessum fatnaði og sögum frá þessum tíma.“ Á síðunni fann hún saumakonu að nafni Desree Bennett sem handgerði kjóla eftir pöntun og ákvað hún að treysta henni fyrir þessu verkefni. „Þegar hún sagðist eiga í bleiku og gylltu efni sló ég til,“ segir Sunna en það eru hennar litir. „Ég var alveg í skýjunum!“ Sunna að undirbúa sig fyrir brúðkaupið með vinkonum sínum Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur (vinstri) og Emmy Winks (hægri).Rúnar “Hroði” Geirmundsson Rafael, eiginmaður Sunnu, var einnig í sínu fínasta pússi og klæddist sérsaumuðum jakkafötum frá Kölska á stóra deginum. Rafael Orpel á brúðkaupsdaginn sinn.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Tvöföld gleði Sem áður segir hafði brúðkaupið staðið til í langan tíma og verið frestað oftar en einu sinni. „Við tókum forskot á sæluna í fyrra og giftum okkur í garðinum heima með tveimur vitnum og allra nánustu fjölskyldu,“ segir Sunna en brúðkaupsdagurinn þeirra var sjöundi júlí 2021 og hefur dagurinn sérstaka þýðingu fyrir hjónin. „Við vildum hafa brúðkaupið 7. júlí þar sem það er dagurinn sem við byrjuðum saman árið 2018. Við hefðum þó aldrei geta haldið veislu þann dag þar sem það var miðvikudagur í fyrra og fimmtudagur í ár.“ Sunna og Rafael giftust hvort öðru í annað sinn síðasta laugardag.Rúnar “Hroði” Geirmundsson 07.07.21 verður að teljast ansi flott dagsetning en Inga Auðbjörg hjá Siðmennt gaf þau saman. Athöfnin var látlaus og fór fram á bæði íslensku og pólsku þar sem brúðguminn er pólskur. „Það voru engir hringar og engin veisla. Inga hjá Siðmennt stökk til eftir smá misskilning þar sem ég vissi ekki að það þyrfti að panta hjá sýslumanni með góðum fyrirvara.“ Ástinni fagnað með vinum og fjölskyldu.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Hjónin langaði svo alltaf að halda stóra athöfn og veislu með fjölskyldu og vinum. Hringarnir týndust í smá tíma en enduðu sem betur fer á réttum stað og var dagurinn hinn allra besti. „Þetta var bæði betra, við fengum dagsetninguna sem við vildum og veisluna sem við vildum, með smá millibili,“ segir Sunna að lokum. Hér má sjá fleiri myndir frá stóra deginum: Ástfangin hjón.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Rúnar “Hroði” Geirmundsson Arnar Snæberg Jónsson hjá Siðmennt var athafnarstjóri.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Hingarnir komnir á sinn stað.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Kjóllinn sækir í glæsilegan stíl frá 18. öld.Rúnar “Hroði” Geirmundsson Brúðhjón og gestir ganga saman að athöfn lokinni og þá er partýið framundan.Rúnar “Hroði” Geirmundsson
Ástin og lífið Brúðkaup Tíska og hönnun Píratar Samkvæmislífið Tengdar fréttir Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52 Giftu sig degi of snemma Þýsku hjónin Julija og Michael Domaschke voru gefin saman við Skógafoss á þriðjudaginn í síðustu viku. Hjónin trúlofuðu sig einnig hér á landi og fór Michael á skeljarnar við eldgosið í Fagradalsfjalli í júlí á síðasta ári en þau eru bæði mjög áhugasöm um eldgos og eldfjöll. Daginn eftir að þau giftu sig hóf að gjósa í Meradölum. 7. ágúst 2022 23:00 Ilmur og Magnús giftu sig í Ásbyrgi Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Magnús Viðar Sigurðsson framleiðandi giftu sig um helgina við fallega athöfn í Skúlagarði í Ásbyrgi þar sem veðrið lék við gesti og dansað var fram á bjarta nóttina. 25. júlí 2022 10:22 Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26. júlí 2022 15:31 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52
Giftu sig degi of snemma Þýsku hjónin Julija og Michael Domaschke voru gefin saman við Skógafoss á þriðjudaginn í síðustu viku. Hjónin trúlofuðu sig einnig hér á landi og fór Michael á skeljarnar við eldgosið í Fagradalsfjalli í júlí á síðasta ári en þau eru bæði mjög áhugasöm um eldgos og eldfjöll. Daginn eftir að þau giftu sig hóf að gjósa í Meradölum. 7. ágúst 2022 23:00
Ilmur og Magnús giftu sig í Ásbyrgi Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Magnús Viðar Sigurðsson framleiðandi giftu sig um helgina við fallega athöfn í Skúlagarði í Ásbyrgi þar sem veðrið lék við gesti og dansað var fram á bjarta nóttina. 25. júlí 2022 10:22
Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. 26. júlí 2022 15:31