Færast nær fyrsta geimskoti Starship Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2022 16:33 Booster 7 og Ship 24 á tilraunapöllum í Texas á þriðjudaginn. SpaceX Starfsmenn geimferðafyrirtækisins SpaceX náðu nýjum áfanga í Texas í vikunni þegar tilraunir voru gerðar með Starship-geimfarið. Kveikt var á hreyflum fyrra og seinna stigs Starship en þetta var í fyrsta sinn sem tilraunir eru gerðar með fyrra stigið, sem kallast Super Heavy. Fyrra stig Starship á að vera búið 33 Raptor eldflaugarhreyflum en í þessari tilraun var einungis kveikt á einnig. Síðar á þriðjudaginn var kveikt á tveimur hreyflum á seinna stiginu. Þetta var sömuleiðis í fyrsta sinn sem SpaceX kveikir á nýjustu kynslóð Raptor-eldflaugarhreyflanna með þá fasta á eldflaug. Starship B7 static fire pic.twitter.com/taBpsd9LSV— Elon Musk (@elonmusk) August 11, 2022 Í frétt Ars Techinca segir að markmiðið með tilraununum hafi verið að kanna eldsneytisleiðslur hreyflanna og að um nokkuð stórt skref sé að ræða. Mögulega gætu þetta verið þeir hlutar geimfarsins og eldflaugarinnar sem verða notaðir í fyrsta geimskotinu seinna á árinu. Static fire test of two Raptor engines on Starship 24 pic.twitter.com/NNpViztphI— SpaceX (@SpaceX) August 10, 2022 Starfsmenn SpaceX kalla fyrra stigið Booster 7 og seinna stigið Ship 24. Það er til marks um að fyrra stigið er sjöunda frumgerð fyrirtækisins og seinna stigið frumgerð 24. Margar frumgerðir Starship hafa sprungið í loft upp í Texas, þar sem SpaceX vinnur að þróun Starship. SpaceX hefur þó ekki enn skotið Super Heavy eldflaug á loft. Eins og áður segir, stendur það til seinna á þessu ári. Sjá einnig: Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur samið við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu með Starship-geimfari. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Næstu skref hjá starfsmönnum SpaceX er að prufukeyra fleiri hreyfla í einu og að endingu alla 33 á Super Heavy. Ekki verður hægt að skjóta Starship út í geim fyrr en það hefur verið gert. SpaceX Geimurinn Tækni Artemis-áætlunin Bandaríkin Tengdar fréttir Styttist í fyrstu tunglferðina Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka. 9. ágúst 2022 13:11 Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX tilkynntu í gær að útlit sé fyrir að allt að fjörutíu nýir Starlink-gervihnettir munu tapast vegna segulstorms. Gervihnettirnir munu brenna upp í gufuhvolfinu. 9. febrúar 2022 22:10 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Fyrra stig Starship á að vera búið 33 Raptor eldflaugarhreyflum en í þessari tilraun var einungis kveikt á einnig. Síðar á þriðjudaginn var kveikt á tveimur hreyflum á seinna stiginu. Þetta var sömuleiðis í fyrsta sinn sem SpaceX kveikir á nýjustu kynslóð Raptor-eldflaugarhreyflanna með þá fasta á eldflaug. Starship B7 static fire pic.twitter.com/taBpsd9LSV— Elon Musk (@elonmusk) August 11, 2022 Í frétt Ars Techinca segir að markmiðið með tilraununum hafi verið að kanna eldsneytisleiðslur hreyflanna og að um nokkuð stórt skref sé að ræða. Mögulega gætu þetta verið þeir hlutar geimfarsins og eldflaugarinnar sem verða notaðir í fyrsta geimskotinu seinna á árinu. Static fire test of two Raptor engines on Starship 24 pic.twitter.com/NNpViztphI— SpaceX (@SpaceX) August 10, 2022 Starfsmenn SpaceX kalla fyrra stigið Booster 7 og seinna stigið Ship 24. Það er til marks um að fyrra stigið er sjöunda frumgerð fyrirtækisins og seinna stigið frumgerð 24. Margar frumgerðir Starship hafa sprungið í loft upp í Texas, þar sem SpaceX vinnur að þróun Starship. SpaceX hefur þó ekki enn skotið Super Heavy eldflaug á loft. Eins og áður segir, stendur það til seinna á þessu ári. Sjá einnig: Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur samið við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu með Starship-geimfari. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Næstu skref hjá starfsmönnum SpaceX er að prufukeyra fleiri hreyfla í einu og að endingu alla 33 á Super Heavy. Ekki verður hægt að skjóta Starship út í geim fyrr en það hefur verið gert.
SpaceX Geimurinn Tækni Artemis-áætlunin Bandaríkin Tengdar fréttir Styttist í fyrstu tunglferðina Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka. 9. ágúst 2022 13:11 Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX tilkynntu í gær að útlit sé fyrir að allt að fjörutíu nýir Starlink-gervihnettir munu tapast vegna segulstorms. Gervihnettirnir munu brenna upp í gufuhvolfinu. 9. febrúar 2022 22:10 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Styttist í fyrstu tunglferðina Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka. 9. ágúst 2022 13:11
Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX tilkynntu í gær að útlit sé fyrir að allt að fjörutíu nýir Starlink-gervihnettir munu tapast vegna segulstorms. Gervihnettirnir munu brenna upp í gufuhvolfinu. 9. febrúar 2022 22:10
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53