Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 19:01 Atvinnurekendur og stéttarfélög eru farin á fullt í vinnu fyrir kjarasamningsgerð. Sumir keyra herferðir en aðrir eru með nýstárlegar hugmyndir og vilja lægja öldurnar. vísir/skjáskot/einar Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. Eftir að átök innan verkalýðshreyfingarinnar virðast hafa náð hámarki sínu velta nú leiðtogar nokkurra minni stéttarfélaga sem hafa skipt sér í hóp gegn leiðtogum þeirra stærri hvort réttast væri að fara nýja leið í kjarasamningsgerð í ár. Þeim líst mörgum ekki á að fela Starfsgreinasambandinu umboð sitt til að gera samning við atvinnurekendur. „Auðvitað hefur maður velt þessu fyrir sér; hvað sé eðlilegast eða best ef að það stefnir í það að menn ætli í átök átakanna vegna án þess að nánast að ræða hlutina og telja ekki fullreynt fyrr en það sé búið að fara í verkfall,“ segir Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags. Þórarinn er afar svartsýnn á framtíð ASÍ.skjáskot/Stöð 2 Á sama tíma reyna atvinnurekendur að lægja öldurnar og leita sáttaleiða. Þannig skrifaði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, grein í Viðskiptablaðið í gær þar sem hann leggur til að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Afar svartsýnir fyrir kjaraviðræður Það styttist í kjaraviðræður og hagsmunaöflin eru þegar komin á fullt. Nafnlaus auglýsingaherferð hefur til dæmis vakið talsverð viðbrögð á Facebook en Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að það væri VR sem stæði að baki henni. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við fréttastofu. Hér má líta dæmi úr herferðinni. Við horfðum á auglýsinguna, sem má finna með því að klikka á slóðina hér að framan, með Ólafi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hér má sjá skjáskot af Facebook-herferð VR, þar sem Þorsteinn Bachmann spilar stórt hlutverk.vísir/skjáskot Þetta rímar nú svona aðeins við þær hugmyndir sem þú ert að tala um er það ekki? „Já, já, þetta er bara ágætt dæmi um þá umræðu sem verður til þegar þegar stóru fyrirtækin misstíga sig svoldið og þau þurfa bara að gæta alveg sérstaklega vel að sér,“ segir Ólafur. Hann telur nefnilega hætt við að fólk leggi öll fyrirtæki landsins að jöfnu. „Það er að sjálfsögðu hættan að menn setji alla atvinnurekendur undir sama hatt og segi það er nóg til þarna - er ekki nóg til alls staðar?“ segir Ólafur. Það sé alls ekki raunin og smærri fyrirtæki hafi lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana við efnahagsástandið eins og það er í dag. Almennt eru báðar hliðar því svartsýnar á kjaraviðræðurnar. „Það eru margir í mínu félagi, minni atvinnurekendur, sem hafa miklar áhyggjur af haustinu og ástandinu á vinnumarkaðinum. Þannig að jú það er óhætt að segja að menn eru ekkert óskaplega bjartsýnir á stöðuna,“ segir Ólafur og Þórarinn hjá Öldunni tekur í sama streng: „Ég hef allavega ekki mikla trú á að hún skili einhverri tímamótaniðurstöðu. Já, ég hef pínu áhyggjur af því,“ segir hann. Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Eftir að átök innan verkalýðshreyfingarinnar virðast hafa náð hámarki sínu velta nú leiðtogar nokkurra minni stéttarfélaga sem hafa skipt sér í hóp gegn leiðtogum þeirra stærri hvort réttast væri að fara nýja leið í kjarasamningsgerð í ár. Þeim líst mörgum ekki á að fela Starfsgreinasambandinu umboð sitt til að gera samning við atvinnurekendur. „Auðvitað hefur maður velt þessu fyrir sér; hvað sé eðlilegast eða best ef að það stefnir í það að menn ætli í átök átakanna vegna án þess að nánast að ræða hlutina og telja ekki fullreynt fyrr en það sé búið að fara í verkfall,“ segir Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags. Þórarinn er afar svartsýnn á framtíð ASÍ.skjáskot/Stöð 2 Á sama tíma reyna atvinnurekendur að lægja öldurnar og leita sáttaleiða. Þannig skrifaði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, grein í Viðskiptablaðið í gær þar sem hann leggur til að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Afar svartsýnir fyrir kjaraviðræður Það styttist í kjaraviðræður og hagsmunaöflin eru þegar komin á fullt. Nafnlaus auglýsingaherferð hefur til dæmis vakið talsverð viðbrögð á Facebook en Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að það væri VR sem stæði að baki henni. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við fréttastofu. Hér má líta dæmi úr herferðinni. Við horfðum á auglýsinguna, sem má finna með því að klikka á slóðina hér að framan, með Ólafi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hér má sjá skjáskot af Facebook-herferð VR, þar sem Þorsteinn Bachmann spilar stórt hlutverk.vísir/skjáskot Þetta rímar nú svona aðeins við þær hugmyndir sem þú ert að tala um er það ekki? „Já, já, þetta er bara ágætt dæmi um þá umræðu sem verður til þegar þegar stóru fyrirtækin misstíga sig svoldið og þau þurfa bara að gæta alveg sérstaklega vel að sér,“ segir Ólafur. Hann telur nefnilega hætt við að fólk leggi öll fyrirtæki landsins að jöfnu. „Það er að sjálfsögðu hættan að menn setji alla atvinnurekendur undir sama hatt og segi það er nóg til þarna - er ekki nóg til alls staðar?“ segir Ólafur. Það sé alls ekki raunin og smærri fyrirtæki hafi lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana við efnahagsástandið eins og það er í dag. Almennt eru báðar hliðar því svartsýnar á kjaraviðræðurnar. „Það eru margir í mínu félagi, minni atvinnurekendur, sem hafa miklar áhyggjur af haustinu og ástandinu á vinnumarkaðinum. Þannig að jú það er óhætt að segja að menn eru ekkert óskaplega bjartsýnir á stöðuna,“ segir Ólafur og Þórarinn hjá Öldunni tekur í sama streng: „Ég hef allavega ekki mikla trú á að hún skili einhverri tímamótaniðurstöðu. Já, ég hef pínu áhyggjur af því,“ segir hann.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira