„Héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2022 16:23 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika. Vísir/Diego Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega kátur í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkubikars kvenna með 0-2 útisigri gegn Selfyssingum á Jáverk-velinum á Selfossi í dag. „Manni líður bara frábærlega. Það er gríðarlega sterkt að koma hérna og vinna Selfoss í þessum leik,“ sagði Ásmundur að leik loknum. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt. Selfoss er vel spilandi og með fullt af reynsluboltum í sambland við ungar og efnilegar stelpur. Þetta er vel spilandi lið og að ná að klára þær hérna 2-0 er maður bara hrikalega ánægður með.“ „Auðvitað hefði maður kannski viljað skora annað markið aðeins fyrr, við fengum færin til þess. En svo þróaðist leikurinn kannski þannig að síðustu tuttugu mínúturnar lágum við svolítið niðri og vorum bara að hugsa um að halda þessari forystu. Við héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna. Þannig að já, það hefði verið skemmtilegra að fá annað markið fyrr, en að öðru leiti bara frábær leikur hjá stelpunum og bara geggjað að vera kominn í úrslitaleik í bikar.“ Blikar fengu nóg af færum til að klára leikinn mun fyrr en liðið gerði, en Tiffany Sornpao gerði vel í marki Selfyssinga og varði oft á tíðum vel. Selfyssingar fengu einnig sín færi í leiknum og Ásmundur segir að heimakonur hafi klárlega gert þeim erfitt fyrir. „Þær gerðu okkur erfitt fyrir og við áttum alltaf von á því. Það er ekkert sem kom á óvart, en þetta var hörkuleikur gegn góðu Selfossliði, það er ekkert of oft sagt, þetta er gott lið.“ Breiðablik á nóg af leikjum eftir á tímabilinu þar sem liðið er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu-deild kvenna, ásamt því að vera á leið í bikarúrslit. Þá er verkefni í Meistaradeild Evrópu framundan. „Standið á hópnum er fínt. Nú auðvitað fara Áslaug Munda og Hildur Þóra í skóla út til Bandaríkjanna og við missum þær út. En fókusinn núna eftir þennan leik er á Meistaradeildina. Það er Rosenborg á fimmtudaginn þannig að það er fyrsta verkefnið. Svo tekur bara við deild og bikar og meiri gleði.“ Að lokum fór Ásmundur ekkert í felur með það að hann hafi engann áhuga á því að missa bikarinn úr Kópavoginum. „Já, það er skemmtilegra. Það ver vel um hana þarna hjá okkur,“ sagði Ásmundur léttur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
„Manni líður bara frábærlega. Það er gríðarlega sterkt að koma hérna og vinna Selfoss í þessum leik,“ sagði Ásmundur að leik loknum. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt. Selfoss er vel spilandi og með fullt af reynsluboltum í sambland við ungar og efnilegar stelpur. Þetta er vel spilandi lið og að ná að klára þær hérna 2-0 er maður bara hrikalega ánægður með.“ „Auðvitað hefði maður kannski viljað skora annað markið aðeins fyrr, við fengum færin til þess. En svo þróaðist leikurinn kannski þannig að síðustu tuttugu mínúturnar lágum við svolítið niðri og vorum bara að hugsa um að halda þessari forystu. Við héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna. Þannig að já, það hefði verið skemmtilegra að fá annað markið fyrr, en að öðru leiti bara frábær leikur hjá stelpunum og bara geggjað að vera kominn í úrslitaleik í bikar.“ Blikar fengu nóg af færum til að klára leikinn mun fyrr en liðið gerði, en Tiffany Sornpao gerði vel í marki Selfyssinga og varði oft á tíðum vel. Selfyssingar fengu einnig sín færi í leiknum og Ásmundur segir að heimakonur hafi klárlega gert þeim erfitt fyrir. „Þær gerðu okkur erfitt fyrir og við áttum alltaf von á því. Það er ekkert sem kom á óvart, en þetta var hörkuleikur gegn góðu Selfossliði, það er ekkert of oft sagt, þetta er gott lið.“ Breiðablik á nóg af leikjum eftir á tímabilinu þar sem liðið er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu-deild kvenna, ásamt því að vera á leið í bikarúrslit. Þá er verkefni í Meistaradeild Evrópu framundan. „Standið á hópnum er fínt. Nú auðvitað fara Áslaug Munda og Hildur Þóra í skóla út til Bandaríkjanna og við missum þær út. En fókusinn núna eftir þennan leik er á Meistaradeildina. Það er Rosenborg á fimmtudaginn þannig að það er fyrsta verkefnið. Svo tekur bara við deild og bikar og meiri gleði.“ Að lokum fór Ásmundur ekkert í felur með það að hann hafi engann áhuga á því að missa bikarinn úr Kópavoginum. „Já, það er skemmtilegra. Það ver vel um hana þarna hjá okkur,“ sagði Ásmundur léttur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54