Tryggvi Hrafn: „Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu“ Sverrir Mar Smárason skrifar 14. ágúst 2022 21:40 Tryggvi Hrafn var frábær í leiknum í kvöld. Hér leggur hann upp þriðja mark Vals á Patrick Pedersen. Visir/ Diego Valsmenn unnu frábæran 6-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild Karla á Hlíðarenda í kvöld. Tryggvi Hrafn Haraldsson var ásamt öðrum sóknarmönnum Vals magnaður í leiknum. „Tilfinningin er drullu góð. Það er alltaf gott að vinna og mér fannst við skulda sjálfum okkur og öllum í kringum klúbbinn þægilegan sigur. Það er búinn að vera einn svoleiðis í sumar þannig ég er bara mjög sáttur með þetta,“ sagði Tryggvi Hrafn. Tryggvi Hrafn byrjaði á því að leggja upp tvö mörk á félaga sína áður en hann svo skoraði tvö sjálfur. Meðal annars eitt úr frábærri aukaspyrnu. Hann virkaði með meira sjálfstraust en áður. „Sama og áðan. Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu og það svona datt einhvern vegin í dag. Ég er sáttur með fjóra framlagspunkta í dag,“ sagði Tryggvi. Valsmenn lentu undir 0-1 áður en þeir tóku yfir leikinn og héldu sýningu á Hlíðarenda. Þá sérstaklega Tryggvi, Patrick Pedersen og Aron Jóhansson. „Mest lítið hægt að segja. Við ákváðum fyrir leik að sama hvað gerist hvort sem þeir komast yfir eða við komumst yfir þá höldum við áfram. Við gerðum það bara í dag og erum drullu sáttir með sex mörk. Það er óhætt að segja að okkur líði vel saman inná vellinum. Við erum búnir að vera að spila okkur saman. Á tímabilinu eru þeir báðir búnir að vera frá þannig að sóknarlínan er búin að vera smá „mixuð“. Í síðustu leikjum hefur þetta haldist eins og það hjálpar að spila alltaf með sömu mönnum. Þetta small í dag,“ sagði Tryggvi Hrafn. Eftir þrjá sigurleiki í röð lítur staðan í töflunni töluvert betur út hjá Val. Þeir gætu mögulega gert atlögu að toppbaráttunni. Evrópubaráttu í það minnsta. „Við vorum bara komnir í þannig stöðu að við þurftum að fara að vinna leiki og klifra upp töfluna. Við höldum bara áfram og byrjum á næsta leik. Ætlum bara að vinna hann,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00 Mest lesið „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira
„Tilfinningin er drullu góð. Það er alltaf gott að vinna og mér fannst við skulda sjálfum okkur og öllum í kringum klúbbinn þægilegan sigur. Það er búinn að vera einn svoleiðis í sumar þannig ég er bara mjög sáttur með þetta,“ sagði Tryggvi Hrafn. Tryggvi Hrafn byrjaði á því að leggja upp tvö mörk á félaga sína áður en hann svo skoraði tvö sjálfur. Meðal annars eitt úr frábærri aukaspyrnu. Hann virkaði með meira sjálfstraust en áður. „Sama og áðan. Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu og það svona datt einhvern vegin í dag. Ég er sáttur með fjóra framlagspunkta í dag,“ sagði Tryggvi. Valsmenn lentu undir 0-1 áður en þeir tóku yfir leikinn og héldu sýningu á Hlíðarenda. Þá sérstaklega Tryggvi, Patrick Pedersen og Aron Jóhansson. „Mest lítið hægt að segja. Við ákváðum fyrir leik að sama hvað gerist hvort sem þeir komast yfir eða við komumst yfir þá höldum við áfram. Við gerðum það bara í dag og erum drullu sáttir með sex mörk. Það er óhætt að segja að okkur líði vel saman inná vellinum. Við erum búnir að vera að spila okkur saman. Á tímabilinu eru þeir báðir búnir að vera frá þannig að sóknarlínan er búin að vera smá „mixuð“. Í síðustu leikjum hefur þetta haldist eins og það hjálpar að spila alltaf með sömu mönnum. Þetta small í dag,“ sagði Tryggvi Hrafn. Eftir þrjá sigurleiki í röð lítur staðan í töflunni töluvert betur út hjá Val. Þeir gætu mögulega gert atlögu að toppbaráttunni. Evrópubaráttu í það minnsta. „Við vorum bara komnir í þannig stöðu að við þurftum að fara að vinna leiki og klifra upp töfluna. Við höldum bara áfram og byrjum á næsta leik. Ætlum bara að vinna hann,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00 Mest lesið „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira
Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport