Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 09:01 Harry Maguire er fyrirliði Manchester United. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. Martin Ziegler, yfirmaður íþróttadeildar The Times, ræddi við Sky Sports um stöðu mála hjá Man United. „Ég tel það skiljanlegt að leikmenn á borð við Harry Maguire geti lýst yfir áhyggjum sínum [á skorti á nýjum leikmönnum], sérstaklega er kemur að breidd leikmannahópsins. Það er þó kaldhæðnislegt þar sem það eru leikmennirnir sem eru ekki að standa sig. Þeir eru að biðja aðra leikmenn um að koma inn og taka sæti þeirra í byrjunarliðinu.“ „Það vita allir hversu erfitt verkefni er framundan hjá Man United, þeir þurfa að sækja virkilega góða leikmenn ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir.“ „Glazer fjölskyldan hefur aldrei verið hrædd við að setja pening í leikmannahóp félagsins. Á síðustu tíu árum hefur félagið eytt jafn miklu og hver annar. Vandamálið er að fá inn réttu leikmennina. Félagið þarf að komast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, það er það sem venjulega rekur eigendurna í að setja pening í leikmannakaup.“ „Það er alltaf stór áskorun að fara til Man United. Kannski vissi Erik ten Hag ekki hversu erfitt þetta yrði. Hann vissi ekki hvernig leikmennirnir væru eða hvernig samheldnin í hópnum væri, hvernig mótherjar liðsins væru eða hvort leikmenn væru ósáttir með stöðu sína í liðinu. Hann er án efa í áfalli eftir hörmungarbyrjun liðsins.“ „Ef þú horfir á Brentford leikinn, það voru nokkrir leikmenn sem virkuðu hægir og orkulausir. Þeir litu út fyrir að vera sigraðir um leið og fyrsta markið kom,“ sagði Ziegler að lokum við Sky Sports. Manchester United fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn kemur. Liðin hafa bæði byrjað illa á leiktíðinni og gæti sá leikur verið hin fullkomna leið til að koma tímabilinu af stað fyrir alvöru. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. 15. ágúst 2022 16:00 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. 14. ágúst 2022 10:00 Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. 13. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Martin Ziegler, yfirmaður íþróttadeildar The Times, ræddi við Sky Sports um stöðu mála hjá Man United. „Ég tel það skiljanlegt að leikmenn á borð við Harry Maguire geti lýst yfir áhyggjum sínum [á skorti á nýjum leikmönnum], sérstaklega er kemur að breidd leikmannahópsins. Það er þó kaldhæðnislegt þar sem það eru leikmennirnir sem eru ekki að standa sig. Þeir eru að biðja aðra leikmenn um að koma inn og taka sæti þeirra í byrjunarliðinu.“ „Það vita allir hversu erfitt verkefni er framundan hjá Man United, þeir þurfa að sækja virkilega góða leikmenn ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir.“ „Glazer fjölskyldan hefur aldrei verið hrædd við að setja pening í leikmannahóp félagsins. Á síðustu tíu árum hefur félagið eytt jafn miklu og hver annar. Vandamálið er að fá inn réttu leikmennina. Félagið þarf að komast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, það er það sem venjulega rekur eigendurna í að setja pening í leikmannakaup.“ „Það er alltaf stór áskorun að fara til Man United. Kannski vissi Erik ten Hag ekki hversu erfitt þetta yrði. Hann vissi ekki hvernig leikmennirnir væru eða hvernig samheldnin í hópnum væri, hvernig mótherjar liðsins væru eða hvort leikmenn væru ósáttir með stöðu sína í liðinu. Hann er án efa í áfalli eftir hörmungarbyrjun liðsins.“ „Ef þú horfir á Brentford leikinn, það voru nokkrir leikmenn sem virkuðu hægir og orkulausir. Þeir litu út fyrir að vera sigraðir um leið og fyrsta markið kom,“ sagði Ziegler að lokum við Sky Sports. Manchester United fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn kemur. Liðin hafa bæði byrjað illa á leiktíðinni og gæti sá leikur verið hin fullkomna leið til að koma tímabilinu af stað fyrir alvöru.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. 15. ágúst 2022 16:00 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. 14. ágúst 2022 10:00 Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. 13. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. 15. ágúst 2022 16:00
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30
De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. 14. ágúst 2022 10:00
Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. 13. ágúst 2022 20:51