Skattakóngur fagnar gagnsæi og greiðir glaður skattinn Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 10:58 Magnús vonast eftir því að skattgreiðslur sínar nýtist öðrum. LS Retail Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail, var launahæsti Íslendingurinn árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann vonast til þess að skattgreiðslur hans nýtist öðrum og segir tilfinninguna vera góða. Magnús var með tæpar 118 milljónir króna á mánuði í launatekjur samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hann hætti sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í október á síðasta ári er bandaríska fyrirtækið Aptos keypti fyrirtækið. Í kaupum Aptos fólst uppgjör kaupréttarsamninga við lykilstarfsmanna fyrirtækisins en þeir námu í heildina um þremur milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Magnús að samfélagslega tilfinningin tengd því að vera skattakóngur Íslands sé góð. Hann vonast til þess að greiðslur hans nýtist öðrum en skilur að fólk gæti litið hann illum augum, einn tekjuhæsta mann landsins. „Ég skil það svo sem alveg. Á móti kemur að ríkið og lífeyrissjóðirnir fá miklar tekjur af þessu. Síðan er alltaf jákvætt að borga skatta af öllu sem maður hefur tekjur af,“ segir Magnús. Það kom honum ekki á óvart að hann væri efstur í ár en hann bjóst við því að vera mjög ofarlega. Kveiðstu útgáfu Tekjublaðsins? „Ég kveið henni ekki, við lifum í þannig samfélagi að við þurfum að þola gagnsæi og að allt sé uppi á borðum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að hafa lokið störfum hjá LS Retail hefur hann nóg á sinni könnu en hann gegnir ýmsum stjórnarstörfum og ráðgjafahlutverkum. Hann segir sig alltaf hafa dreymt um að hafa ekkert að gera en um leið og það gerist, þá leiðist honum. Er erfitt að vera ríkur? „Það er eiginlega sama hvað ég segi, það verður rangt túlkað. Ég held að flesta dreymi um að eignast mikinn pening. En hvað hefur þú að gera við allan þennan pening?“ segir Magnús og skilur blaðamann og lesendur Vísis eftir með góða spurningu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Skattar og tollar Tengdar fréttir Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Magnús var með tæpar 118 milljónir króna á mánuði í launatekjur samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hann hætti sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í október á síðasta ári er bandaríska fyrirtækið Aptos keypti fyrirtækið. Í kaupum Aptos fólst uppgjör kaupréttarsamninga við lykilstarfsmanna fyrirtækisins en þeir námu í heildina um þremur milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Magnús að samfélagslega tilfinningin tengd því að vera skattakóngur Íslands sé góð. Hann vonast til þess að greiðslur hans nýtist öðrum en skilur að fólk gæti litið hann illum augum, einn tekjuhæsta mann landsins. „Ég skil það svo sem alveg. Á móti kemur að ríkið og lífeyrissjóðirnir fá miklar tekjur af þessu. Síðan er alltaf jákvætt að borga skatta af öllu sem maður hefur tekjur af,“ segir Magnús. Það kom honum ekki á óvart að hann væri efstur í ár en hann bjóst við því að vera mjög ofarlega. Kveiðstu útgáfu Tekjublaðsins? „Ég kveið henni ekki, við lifum í þannig samfélagi að við þurfum að þola gagnsæi og að allt sé uppi á borðum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að hafa lokið störfum hjá LS Retail hefur hann nóg á sinni könnu en hann gegnir ýmsum stjórnarstörfum og ráðgjafahlutverkum. Hann segir sig alltaf hafa dreymt um að hafa ekkert að gera en um leið og það gerist, þá leiðist honum. Er erfitt að vera ríkur? „Það er eiginlega sama hvað ég segi, það verður rangt túlkað. Ég held að flesta dreymi um að eignast mikinn pening. En hvað hefur þú að gera við allan þennan pening?“ segir Magnús og skilur blaðamann og lesendur Vísis eftir með góða spurningu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Skattar og tollar Tengdar fréttir Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18