Boðar formlega til opins fundar klukkan 16 Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2022 08:36 Kristrún Frostadóttir. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur formlega boðað til opins fundar í Iðnó klukkan 16 þar sem reiknað er með að hún muni tilkynna um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar. Kristrún segir í tilkynningu, sem send var á fjölmiðla í morgun, að hún vilji á fundinum segja frá því „hvernig [hún] telji að endurvekja [megi] von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“ Í tilkynningunni segir hún þó ekki berum orðum að hún muni bjóða sig fram til formanns. Þó er haft eftir henni að frá því að hún hafi verið kjörin á Alþingi hafi hún haldið fjölda opinna funda vítt og breitt um landið. „Ég vil sækja mér efnivið og innblástur beint til fólksins sem ég starfa fyrir. Það er ekki gert úr ræðustól heldur með samtölum í augnhæð,“ segir Kristrún sem hélt síðasta vor í fundaferð um landið og hélt 37 fundi undir yfirskriftinni Samræða um framtíðina. „En fundurinn í dag verður með öðru sniði. Ég hef notað sumarið í íhugun og samtöl um stöðuna í stjórnmálunum. Nú vil ég segja frá hvernig ég tel að megi endurvekja von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur. Og hvernig ég tel að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum með því að leggja ofuráherslu á kjarnamálin og með því að ná aftur virkari tengingu við fólkið í landinu,“ segir Kristrún. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, greindi frá því í júní að hann myndi láta af störfum sem formaður, eftir að hafa gegnt embættinu frá í október 2016. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, útilokaði í gærmorgun framboð til formanns. Kristrún ehfur verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá árinu 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún stöðu aðalhagfræðings Kviku banka frá 2018 til 2021. Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 28. og 29. október á Grand Hótel í Reykjavík. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins. 18. ágúst 2022 12:24 Dagur tekur ekki formannsslaginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn. 18. ágúst 2022 06:40 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Kristrún segir í tilkynningu, sem send var á fjölmiðla í morgun, að hún vilji á fundinum segja frá því „hvernig [hún] telji að endurvekja [megi] von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“ Í tilkynningunni segir hún þó ekki berum orðum að hún muni bjóða sig fram til formanns. Þó er haft eftir henni að frá því að hún hafi verið kjörin á Alþingi hafi hún haldið fjölda opinna funda vítt og breitt um landið. „Ég vil sækja mér efnivið og innblástur beint til fólksins sem ég starfa fyrir. Það er ekki gert úr ræðustól heldur með samtölum í augnhæð,“ segir Kristrún sem hélt síðasta vor í fundaferð um landið og hélt 37 fundi undir yfirskriftinni Samræða um framtíðina. „En fundurinn í dag verður með öðru sniði. Ég hef notað sumarið í íhugun og samtöl um stöðuna í stjórnmálunum. Nú vil ég segja frá hvernig ég tel að megi endurvekja von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur. Og hvernig ég tel að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum með því að leggja ofuráherslu á kjarnamálin og með því að ná aftur virkari tengingu við fólkið í landinu,“ segir Kristrún. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, greindi frá því í júní að hann myndi láta af störfum sem formaður, eftir að hafa gegnt embættinu frá í október 2016. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, útilokaði í gærmorgun framboð til formanns. Kristrún ehfur verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá árinu 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún stöðu aðalhagfræðings Kviku banka frá 2018 til 2021. Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 28. og 29. október á Grand Hótel í Reykjavík.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins. 18. ágúst 2022 12:24 Dagur tekur ekki formannsslaginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn. 18. ágúst 2022 06:40 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins. 18. ágúst 2022 12:24
Dagur tekur ekki formannsslaginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn. 18. ágúst 2022 06:40