Inntaka leikskólabarna í borginni – hvað er best fyrir börnin? Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 15:00 Í ljósi mikilla átaka um inntöku barna í leikskóla borgarinnar þá viljum við í Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fyrstu ár í lífi barna, benda á mikilvægi þess að þarfir ungra barna séu alltaf settar í öndvegi í allri stefnumótun er þau varða. Í ljósi þess er mjög sorglegt að fylgjast með umræðunni sem virðist snúast fyrst og fremst um þarfir þeirra fullorðnu enn og aftur og sama hvað það kostar. Leikskólastjórnendur hafa bent á að núverandi kerfi sé nú þegar sprungið og að mjög erfitt sé að veita viðunandi aðstæður þar vegna manneklu og fjölda barna. Hvernig dettur okkur þá í hug að það sé góð hugmynd að taka á móti öllum 12 mánaða börnum? Segja má að dagforeldrakerfið sé einnig löngu sprungið og nú þegar eru góð ráð dýr fyrir foreldra eftir að 12 mánaða fæðingarorlofi lýkur. Þarna sitja foreldrar í limbói reddinga og tekjumissis sem er bara að versna núna í ljósi verðbólgu og skerts kaupmáttar heimilanna. Hvernig stendur á því að við sem samfélag getum ekki tekið betur utan um foreldra ungra barna árið 2022? Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hjá geðheilsuteymi fjölskylduverndar Heilsugæslunnar bendir á að skynsamlegast sé að gera foreldrum kleift að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin þ.e.a.s. þeim foreldrum sem það kjósa. Foreldrar eru ólíkir, með ólíkar þarfir og því miður hafa líklega flestir ekki ráð á því að vera eins lengi heima með ungum börnum sínum og þeir myndu kjósa sérstaklega þegar engar tekjur koma á meðan. Það virðist þó vera ódýrasta leiðin – fyrir borg og sveitafélög svo ekki sé talað um ríkið sem ætti að sjá sóma sinn í því að koma að borðinu til að finna lausnir. Góð og eðlileg byrjun væri að lengja fæðingarorlofið þangað til leikskólapláss er tryggt. Sama hvort okkur líkar betur eða verr þá upplifa lang flestir foreldrar þá þungu tilfinningu sem fylgir því að sjá á eftir ungu barni sínu í fang annarra umönnunaraðila og því yngri sem þau eru því erfiðara er það. Það er hrein og bein líffræði sem er innbyggt í innsæi og DNA okkar flestra. Með þessum skrifum mínum vil ég ekki búa til skömm fyrir þá foreldra sem finna ekki þessa tilfinningu en hvernig sem á það er litið þá er þetta erfitt fyrir flesta og ekki síst börnin. Í lok júní var haldin ráðstefna á vegum Embættis Landlæknis – Fyrstu 1000 dagar í lífi barna á norðurlöndunum en fyrstu 1000 dagarnir eru reiknaðir frá getnaði og fyrstu tvö ár barns. Á ráðstefnunni var samankomin hópur fagfólks frá Norðurlöndunum og víðar til að ræða hvernig við getum bætt geðheilsu foreldra og barna þeirra á viðkvæmasta mótunarstigi barns. Ef ráðamenn myndu kynna sér hvað vísindamenn og okkar fremstu fagaðilar segja þá ættum við að hafa kjark og þor til að taka ákvarðanir sem eru börnunum okkar fyrir bestu. Þannig komum við í veg fyrir miklu stærri vandamál þegar fram líða stundir. Höfundur er formaður Fyrstu fimm hagsmunafélags foreldra og fagaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ljósi mikilla átaka um inntöku barna í leikskóla borgarinnar þá viljum við í Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fyrstu ár í lífi barna, benda á mikilvægi þess að þarfir ungra barna séu alltaf settar í öndvegi í allri stefnumótun er þau varða. Í ljósi þess er mjög sorglegt að fylgjast með umræðunni sem virðist snúast fyrst og fremst um þarfir þeirra fullorðnu enn og aftur og sama hvað það kostar. Leikskólastjórnendur hafa bent á að núverandi kerfi sé nú þegar sprungið og að mjög erfitt sé að veita viðunandi aðstæður þar vegna manneklu og fjölda barna. Hvernig dettur okkur þá í hug að það sé góð hugmynd að taka á móti öllum 12 mánaða börnum? Segja má að dagforeldrakerfið sé einnig löngu sprungið og nú þegar eru góð ráð dýr fyrir foreldra eftir að 12 mánaða fæðingarorlofi lýkur. Þarna sitja foreldrar í limbói reddinga og tekjumissis sem er bara að versna núna í ljósi verðbólgu og skerts kaupmáttar heimilanna. Hvernig stendur á því að við sem samfélag getum ekki tekið betur utan um foreldra ungra barna árið 2022? Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hjá geðheilsuteymi fjölskylduverndar Heilsugæslunnar bendir á að skynsamlegast sé að gera foreldrum kleift að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin þ.e.a.s. þeim foreldrum sem það kjósa. Foreldrar eru ólíkir, með ólíkar þarfir og því miður hafa líklega flestir ekki ráð á því að vera eins lengi heima með ungum börnum sínum og þeir myndu kjósa sérstaklega þegar engar tekjur koma á meðan. Það virðist þó vera ódýrasta leiðin – fyrir borg og sveitafélög svo ekki sé talað um ríkið sem ætti að sjá sóma sinn í því að koma að borðinu til að finna lausnir. Góð og eðlileg byrjun væri að lengja fæðingarorlofið þangað til leikskólapláss er tryggt. Sama hvort okkur líkar betur eða verr þá upplifa lang flestir foreldrar þá þungu tilfinningu sem fylgir því að sjá á eftir ungu barni sínu í fang annarra umönnunaraðila og því yngri sem þau eru því erfiðara er það. Það er hrein og bein líffræði sem er innbyggt í innsæi og DNA okkar flestra. Með þessum skrifum mínum vil ég ekki búa til skömm fyrir þá foreldra sem finna ekki þessa tilfinningu en hvernig sem á það er litið þá er þetta erfitt fyrir flesta og ekki síst börnin. Í lok júní var haldin ráðstefna á vegum Embættis Landlæknis – Fyrstu 1000 dagar í lífi barna á norðurlöndunum en fyrstu 1000 dagarnir eru reiknaðir frá getnaði og fyrstu tvö ár barns. Á ráðstefnunni var samankomin hópur fagfólks frá Norðurlöndunum og víðar til að ræða hvernig við getum bætt geðheilsu foreldra og barna þeirra á viðkvæmasta mótunarstigi barns. Ef ráðamenn myndu kynna sér hvað vísindamenn og okkar fremstu fagaðilar segja þá ættum við að hafa kjark og þor til að taka ákvarðanir sem eru börnunum okkar fyrir bestu. Þannig komum við í veg fyrir miklu stærri vandamál þegar fram líða stundir. Höfundur er formaður Fyrstu fimm hagsmunafélags foreldra og fagaðila.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun