Að sögn veðurfræðinga verður lítilsháttar væta fram eftir morgni norðaustanlands og syðst á landinu má búast við skúrum eftir hádegi. Hiti verði á bilinu sex til fjórtán stig og mildast sunnanlands.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að áfram verði fremur hægur vindur á morgun og víða dálitlar skúrir, en þurrt að kalla norðantil á landinu. Hitinn verði svipaður og í dag en það muni hlýna lítið eitt fyrir norðan.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag: Austlæg eða breytileg átt þrír til tíu metrar á sekúndu og dálitlar skúrir, en þurrt að kalla norðantil. Hiti sex til þrettán stig.
Á þriðjudag:
Norðaustan fimm til þrettán og úrkomulítið, en hvessir við suðausturströndina. Fer að rigna suðaustan- og austantil eftir hádegi. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Norðaustan og norðan fimm til þrettán og rigning eða skúrir, en hægari vindur á Suður- og Austurlandi. Hiti sjö til tólf stig.
Á fimmtudag:
Ákveðin norðvestanátt og rigning á Norður- og Austurlandi, hiti fimm til níu stig. Hægari vindur og úrkomulítið sunnan heiða með tíu til fimmtán stiga hita yfir daginn.
Á föstudag:
Norðlæg átt og rigning með köflum, en léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.