Fótbolti

Valgeir á toppinn eftir sigur gegn Aroni og Óla í Svíþjóð

Atli Arason skrifar
Valgeir Lunddal er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með Häcken.
Valgeir Lunddal er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með Häcken. Göteborgs-Posten

Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður Häcken, lék allan leikinn í 0-1 sigri liðsins á útivelli gegn Aroni Bjarnasyni og Óla Val Ómarssyni, leikmönnum Sirius, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aron Bjarnason lék allan leikinn fyrir Sirius á meðan Óli Valur Ómarsson sat á varamannabekk Sirius.

Alexander Jeremejeff skoraði eina mark leiksins fyrir Häcken á 94. mínútu leiksins og þar við sat.

Davíð Kristján Ólafsson var ekki í leikmannahópi Kalmar sem vann 1-0 sigur á Gautaborg og Jón Guðni Fjóluson lék ekki með Hammarby í 5-1 sigri liðsins gegn Degerfoss en Jón Guðni hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu.

Eftir leiki kvöldsins er Häcken á toppi deildarinnar með 41 stig og Hammarby er í öðru sæti með 39 stig. Davíð og liðsfélagar hans í Kalmar eru í 7. sæti deildarinnar með 30 stig á meðan Óli og Aron hjá Sirius eru í 9. sæti með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×