Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Skotárásin á Blönduósi, fasteignamarkaðurinn, leikskólamál og dýravelferð verða meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra í gær þar sem meðal annars var rætt um getu lögreglu til að fást við óvenjulegar og erfiðar aðstæður og öryggi almennings.

Þótt helstu mælikvarðar um fasteignamarkaðinn séu ekki ótvíræðir eru líklega komin fram fyrstu merki um kólnun á fasteignamarkaði, segir í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Leikskólakennari og deildarstjóri er ósátt með innantóm loforð borgarstjórnar og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra. Hún kallar eftir faglegri vinnubrögðum við að finna lausn á leikskólavandanum. Hærri laun og samráð séu fyrsta skrefið.

Í gær greindi Vísir frá því að hundurinn Kasper hefði verið aflífaður á föstudaginn, aðeins einum og hálftum tíma eftir að hann var tekinn af fjölskyldu sinni á Siglufirði, án útskýringa eða upplýsinga um hvað biði hans. Hallgerður Hauksdóttir, fyrrverandi formaður Dýravendarsambands Íslands, segir málið eitt það versta sem hún hefur séð.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×