Launahækkanir nái ekki að halda í við verðbólguþróun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 17:34 Tólf ára samfelldri kaupmáttaraukningu virðist vera lokið. Vísir/Vilhelm Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. Fram kemur í skýrslunni að ekki sé óvenjulegt að launavísitalan hafi lækkað örlítið í júlí en þetta sé þriðja árið í röð sem að gerist. Júlímánuður sé óvenjulegur að mörgu leyti á vinnumarkaði aðallega vegna sumarleyfa starfsmanna. Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí en árshækkun launavísitölunnar var 8,1% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 1,7 prósent milli júlímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í júlí var 4,1 prósenti lægri en hann var í janúar á þessu ári en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni. Verðbólga síðustu mánaða hafi því minnkað kaupmátt töluvert. Segir í skýrslunni að það geti haft í för með sér að minna af vörum og þjónustu fáist fyrir þau laun sem greidd eru þrátt fyrir launahækkanir. Þá segir í skýrslunni að júnímánuður hafi verið merkilegur á þann hátt að kaupmáttur minnkaði í fyrsta sinn í júnímánuði frá því árið 2010. Tæplega tólf ára samfelldri kaupmáttaraukningu hafi þannig verið lokið og nú hafi liðið tveir mánuðir þar sem kaupmáttur minnkaði miðað við sama tímabil á fyrra ári. Kaupmáttur hafi þannig ekki verið lægri síðan í desember 2020. Nokkuð víst megi telja að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstu mánuðum þar sem verðbólga er áfram mikil og ekki um frekari samningsbundnar launahækkanir að ræða á þessu sammningstímabili, sem lýkur í lok október á almenna markaðnum. Þá segir í skýrslunni að af starfsstéttum skeri verkafólk og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk sig nokkuð úr hvað varðar launabreytingar frá maí 2021 til maí 2022. Laun beggja hópanna hafi hækkað um um það bil 10,5 prósent á þessu tímabili á meðan laun annarra hópa hafi hækkað um sex til átta prósent. Það sé enn ein staðfestingin á því að markmið lífskjarasamningsins um meiri hækkun lægri launa hafi náð fram að ganga. Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Kjaramál Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18. ágúst 2022 09:05 Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fram kemur í skýrslunni að ekki sé óvenjulegt að launavísitalan hafi lækkað örlítið í júlí en þetta sé þriðja árið í röð sem að gerist. Júlímánuður sé óvenjulegur að mörgu leyti á vinnumarkaði aðallega vegna sumarleyfa starfsmanna. Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí en árshækkun launavísitölunnar var 8,1% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 1,7 prósent milli júlímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í júlí var 4,1 prósenti lægri en hann var í janúar á þessu ári en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni. Verðbólga síðustu mánaða hafi því minnkað kaupmátt töluvert. Segir í skýrslunni að það geti haft í för með sér að minna af vörum og þjónustu fáist fyrir þau laun sem greidd eru þrátt fyrir launahækkanir. Þá segir í skýrslunni að júnímánuður hafi verið merkilegur á þann hátt að kaupmáttur minnkaði í fyrsta sinn í júnímánuði frá því árið 2010. Tæplega tólf ára samfelldri kaupmáttaraukningu hafi þannig verið lokið og nú hafi liðið tveir mánuðir þar sem kaupmáttur minnkaði miðað við sama tímabil á fyrra ári. Kaupmáttur hafi þannig ekki verið lægri síðan í desember 2020. Nokkuð víst megi telja að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstu mánuðum þar sem verðbólga er áfram mikil og ekki um frekari samningsbundnar launahækkanir að ræða á þessu sammningstímabili, sem lýkur í lok október á almenna markaðnum. Þá segir í skýrslunni að af starfsstéttum skeri verkafólk og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk sig nokkuð úr hvað varðar launabreytingar frá maí 2021 til maí 2022. Laun beggja hópanna hafi hækkað um um það bil 10,5 prósent á þessu tímabili á meðan laun annarra hópa hafi hækkað um sex til átta prósent. Það sé enn ein staðfestingin á því að markmið lífskjarasamningsins um meiri hækkun lægri launa hafi náð fram að ganga.
Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Kjaramál Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18. ágúst 2022 09:05 Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30
Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18. ágúst 2022 09:05
Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30