Sjáðu fyrsta mark Þórs/KA síðan í júní og sjö mörk Stjörnunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2022 11:31 Stjarnan hafði ærna ástæðu til að fagna í gærkvöld. Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir voru á dagskrá í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær sem voru mikilvægir bæði á toppi og botni. Þór/KA vann sinn fyrsta leik síðan 1. júní og Evrópudraumur Stjörnunnar lifir eftir risasigur. Þór/KA hafði spilað fjóra leiki í röð í deildinni án þess að skora þar sem síðustu mörk liðsins komu í 3-3 jafntefli við botnlið KR þann 14. júní. Liðið hafði þá ekki fagnað sigri frá 3-2 sigri á Keflavík þann 1. júní. Það var því kærkominn 1-0 sigur sem vannst á Þrótti Reykjavík, sem missteig sig í baráttunni um Evrópusæti. María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu en markið má sjá að neðan. Þór/KA fjarlægðist lítillega fallsvæðið með sigrinum en liðið er með 13 stig í áttunda sæti, jafnt Keflavík að stigum sem er sæti ofar, fjórum fyrir ofan Aftureldingu sem er með níu stig í níunda sæti. KR er með sjö stig á botninum. Klippa: Markið úr leik Þór/KA og Þróttar Tap Þróttar gaf Stjörnunni tækifæri á að hirða af þeim 3. sæti deildarinnar og halda vonum sínum um Evrópusæti á lífi. Tvö efstu sæti deildarinnar gefa sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Stjarnan mætti Aftureldingu, sem er líkt og Þór/KA að berjast á botninum. Mosfellingar byrjuðu betur en Eyrún Vala Harðardóttir kom liðinu yfir á 5. mínútu leiksins. Þær leiddu 1-0 fram á 34. mínútu þegar Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði leikinn en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir á 43. mínútu og Jasmín bætti öðru marki sínu við strax í næstu sókn. Staðan var því 3-1 í hálfleik fyrir Garðbæinga. Hin nýsjálenska Betsy Hassett skoraði fjórða mark Stjörnunnar á 59. mínútu og Gyða Kristín skoraði annað mark sitt þremur mínútum síðar. Málfríður Erna Sigurðardóttir skoraði sjötta mark Stjörnunnar á 68. mínútu og þá innsiglaði Jasmín Erla þrennu sína og 7-1 sigur Stjörnunnar sex mínútum fyrir leikslok. Stjarnan fer þá uppfyrir Þrótt í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig, en Þróttur er með 25 stig í því fjórða. Breiðablik er aðeins stigi ofar en Stjarnan og Valur er á toppnum með 32 stig. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni á Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Aftureldingar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Stjarnan Þór Akureyri KA Þróttur Reykjavík Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan-Afturelding 7-1 | Stjarnan kjöldró Aftureldingu Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1. Það var hins vegar Afturelding sem komst yfir á 5. mínútu en það virtist hafa verið það sem þurfti til að vekja Stjörnuna því heimakonur settu allt í botn eftir að hafa lent undir.Staðan í hálfleik var 3-1 og hafði Afturelding lítinn áhuga á að spila síðari hálfleikinn því mótspyrnan var engin sem varð til þess að Stjarnan bætti við þremur mörkum og leikurinn endaði 7-1. 23. ágúst 2022 22:25 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-Þróttur R. 1-0 | Norðankonur fjarlægjast fallsvæðið Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þrótti í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðið er nú þremur stigum frá fallsvæðinu eftir sigur kvöldsins. 23. ágúst 2022 21:04 800 kílóum létt af manni „Einhverjir tala um að það sé þungu fargi af manni létt en þetta voru svona 800 kíló sem er létt af manni,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA kátur eftir mikilvægan 1-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í kvöld. 23. ágúst 2022 20:31 Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Þór/KA hafði spilað fjóra leiki í röð í deildinni án þess að skora þar sem síðustu mörk liðsins komu í 3-3 jafntefli við botnlið KR þann 14. júní. Liðið hafði þá ekki fagnað sigri frá 3-2 sigri á Keflavík þann 1. júní. Það var því kærkominn 1-0 sigur sem vannst á Þrótti Reykjavík, sem missteig sig í baráttunni um Evrópusæti. María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu en markið má sjá að neðan. Þór/KA fjarlægðist lítillega fallsvæðið með sigrinum en liðið er með 13 stig í áttunda sæti, jafnt Keflavík að stigum sem er sæti ofar, fjórum fyrir ofan Aftureldingu sem er með níu stig í níunda sæti. KR er með sjö stig á botninum. Klippa: Markið úr leik Þór/KA og Þróttar Tap Þróttar gaf Stjörnunni tækifæri á að hirða af þeim 3. sæti deildarinnar og halda vonum sínum um Evrópusæti á lífi. Tvö efstu sæti deildarinnar gefa sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Stjarnan mætti Aftureldingu, sem er líkt og Þór/KA að berjast á botninum. Mosfellingar byrjuðu betur en Eyrún Vala Harðardóttir kom liðinu yfir á 5. mínútu leiksins. Þær leiddu 1-0 fram á 34. mínútu þegar Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði leikinn en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir á 43. mínútu og Jasmín bætti öðru marki sínu við strax í næstu sókn. Staðan var því 3-1 í hálfleik fyrir Garðbæinga. Hin nýsjálenska Betsy Hassett skoraði fjórða mark Stjörnunnar á 59. mínútu og Gyða Kristín skoraði annað mark sitt þremur mínútum síðar. Málfríður Erna Sigurðardóttir skoraði sjötta mark Stjörnunnar á 68. mínútu og þá innsiglaði Jasmín Erla þrennu sína og 7-1 sigur Stjörnunnar sex mínútum fyrir leikslok. Stjarnan fer þá uppfyrir Þrótt í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig, en Þróttur er með 25 stig í því fjórða. Breiðablik er aðeins stigi ofar en Stjarnan og Valur er á toppnum með 32 stig. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni á Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Aftureldingar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Stjarnan Þór Akureyri KA Þróttur Reykjavík Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan-Afturelding 7-1 | Stjarnan kjöldró Aftureldingu Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1. Það var hins vegar Afturelding sem komst yfir á 5. mínútu en það virtist hafa verið það sem þurfti til að vekja Stjörnuna því heimakonur settu allt í botn eftir að hafa lent undir.Staðan í hálfleik var 3-1 og hafði Afturelding lítinn áhuga á að spila síðari hálfleikinn því mótspyrnan var engin sem varð til þess að Stjarnan bætti við þremur mörkum og leikurinn endaði 7-1. 23. ágúst 2022 22:25 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-Þróttur R. 1-0 | Norðankonur fjarlægjast fallsvæðið Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þrótti í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðið er nú þremur stigum frá fallsvæðinu eftir sigur kvöldsins. 23. ágúst 2022 21:04 800 kílóum létt af manni „Einhverjir tala um að það sé þungu fargi af manni létt en þetta voru svona 800 kíló sem er létt af manni,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA kátur eftir mikilvægan 1-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í kvöld. 23. ágúst 2022 20:31 Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan-Afturelding 7-1 | Stjarnan kjöldró Aftureldingu Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1. Það var hins vegar Afturelding sem komst yfir á 5. mínútu en það virtist hafa verið það sem þurfti til að vekja Stjörnuna því heimakonur settu allt í botn eftir að hafa lent undir.Staðan í hálfleik var 3-1 og hafði Afturelding lítinn áhuga á að spila síðari hálfleikinn því mótspyrnan var engin sem varð til þess að Stjarnan bætti við þremur mörkum og leikurinn endaði 7-1. 23. ágúst 2022 22:25
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-Þróttur R. 1-0 | Norðankonur fjarlægjast fallsvæðið Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þrótti í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðið er nú þremur stigum frá fallsvæðinu eftir sigur kvöldsins. 23. ágúst 2022 21:04
800 kílóum létt af manni „Einhverjir tala um að það sé þungu fargi af manni létt en þetta voru svona 800 kíló sem er létt af manni,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA kátur eftir mikilvægan 1-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í kvöld. 23. ágúst 2022 20:31