VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2022 10:43 Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn formaður VR árið 2017. Vísir/Vilhelm Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. Þetta er á meðal þess sem stéttarfélagið VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) munu leggja áherslu á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðum í haust. Kjarasamningur VR og LÍV rennur út 1. nóvember næstkomandi. Framundan eru því viðræður um nýjan kjarasamning. Í kröfugerð félaganna, sem birt var á vef VR í dag er komið innn á helstu áhersluatriði félaganna í kjaraviðræðunum. Lagt er til að gerður verði þriggja ára samningur sem gildi frá 1. nóvember til 30. október 2025. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019. Hér má sjá Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ásamt Vilhjálmi Birgissyni, núverandi formanni Starfsgreinasambandsins og Ragnari Þór. Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem VR og LÍV hyggjast legga áherslu á er stytting vinnuvikunnar niður í fjóra daga, að vinnuvikan verði 32 stundir. Í Lífskjarasamningunum sem undirritaður var 2019 var samið um að starfsmenn ættu rétt á viðræðrum um vinnutímastyttingu niður í 36 tíma, samhliða niðurfellingu kaffitíma. „Styttingin tókst vel til og var almenn ánægja með hana meðal félagsfólks. VR og LÍV telja mikilvægt að fyrirtæki nýti tækifæri sem skapast í kjölfar hagræðingar sem sjálfvirknivæðing og tækniframfarir stuðla að til þess að stytta enn frekar vinnuviku starfsfólks,“ segir í kröfugerðinni. Þrjátíu daga orlof og orlofsrétturinn verði allt að tvö ár í senn Þá vilja félögin einnig að félagsmenn öðlist rétt til þrjátíu daga orlofs á hverju orlofsári. Lágmarksorlof er nú 24 tímar. Í kröfugerðinni er vísað í breytingar á orlofsrétti hjá hinu opinbera. Það kalli á endurrskoðun á orlofsrétti á almennum vinnumarkaði. Húsnæðismarkaðurinn hefur reynist mörgum erfiður að undanförnu vegna mikillar verðhækkana. VR telur þörf á þjóðarsátt í húsnæðismálum.vísir/vilhelm „VR og LÍV gera þá kröfu að allt félagsfólk eigi rétt til 30 orlofsdaga á orlofsárinu. VR og LÍV krefjast þess jafnframt að orlofsréttur verði rýmkaður þannig að orlofsnýting sé allt að tvö ár í senn. Ef ekki verður við því komið að nýta orlofið innan þess tíma, verði ónýtt orlof gert upp við starfsfólk áður en nýtt tímabil hefst,“ segir í kröfugerðinni. Verðtrygging verði afnumin og skattar og álögur lækkaðar Að auki er kallað eftir því að stjórnvöld komi að gerð kjarasamning á almennum markaði. Slíkt sé óhjákvæmilegt. Raunar segir í kröfugerðinni að stjórnvöld verði að koma að samningaborðinu. VR og LÍV gera þá kröfu að afnemi verðtryggingu á neytendalánum, lækki álögur og skatta á launafólk og lækki einnig virðisaukaskatt á nauðsynjavörum. Þá sé þörf á þjóðarsátt á húsnæðismarkaði. „VR og LÍV gera þá kröfu að þak verði sett á leigu, ungu fólki auðvelduð fyrstu kaup með auknum stuðningi frá hinu opinbera og lóðaframboð aukið verulega með aðkomu sveitarfélaga. Framboð húsnæðis, hvort heldur er til eignar eða leigu, er í engu samræmi við eftirspurn og fáir sem geta komið sér þaki yfir höfuðið.“ Lesa má kröfugerð VR í heild sinni hér. Kjaramál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem stéttarfélagið VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) munu leggja áherslu á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðum í haust. Kjarasamningur VR og LÍV rennur út 1. nóvember næstkomandi. Framundan eru því viðræður um nýjan kjarasamning. Í kröfugerð félaganna, sem birt var á vef VR í dag er komið innn á helstu áhersluatriði félaganna í kjaraviðræðunum. Lagt er til að gerður verði þriggja ára samningur sem gildi frá 1. nóvember til 30. október 2025. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019. Hér má sjá Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ásamt Vilhjálmi Birgissyni, núverandi formanni Starfsgreinasambandsins og Ragnari Þór. Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem VR og LÍV hyggjast legga áherslu á er stytting vinnuvikunnar niður í fjóra daga, að vinnuvikan verði 32 stundir. Í Lífskjarasamningunum sem undirritaður var 2019 var samið um að starfsmenn ættu rétt á viðræðrum um vinnutímastyttingu niður í 36 tíma, samhliða niðurfellingu kaffitíma. „Styttingin tókst vel til og var almenn ánægja með hana meðal félagsfólks. VR og LÍV telja mikilvægt að fyrirtæki nýti tækifæri sem skapast í kjölfar hagræðingar sem sjálfvirknivæðing og tækniframfarir stuðla að til þess að stytta enn frekar vinnuviku starfsfólks,“ segir í kröfugerðinni. Þrjátíu daga orlof og orlofsrétturinn verði allt að tvö ár í senn Þá vilja félögin einnig að félagsmenn öðlist rétt til þrjátíu daga orlofs á hverju orlofsári. Lágmarksorlof er nú 24 tímar. Í kröfugerðinni er vísað í breytingar á orlofsrétti hjá hinu opinbera. Það kalli á endurrskoðun á orlofsrétti á almennum vinnumarkaði. Húsnæðismarkaðurinn hefur reynist mörgum erfiður að undanförnu vegna mikillar verðhækkana. VR telur þörf á þjóðarsátt í húsnæðismálum.vísir/vilhelm „VR og LÍV gera þá kröfu að allt félagsfólk eigi rétt til 30 orlofsdaga á orlofsárinu. VR og LÍV krefjast þess jafnframt að orlofsréttur verði rýmkaður þannig að orlofsnýting sé allt að tvö ár í senn. Ef ekki verður við því komið að nýta orlofið innan þess tíma, verði ónýtt orlof gert upp við starfsfólk áður en nýtt tímabil hefst,“ segir í kröfugerðinni. Verðtrygging verði afnumin og skattar og álögur lækkaðar Að auki er kallað eftir því að stjórnvöld komi að gerð kjarasamning á almennum markaði. Slíkt sé óhjákvæmilegt. Raunar segir í kröfugerðinni að stjórnvöld verði að koma að samningaborðinu. VR og LÍV gera þá kröfu að afnemi verðtryggingu á neytendalánum, lækki álögur og skatta á launafólk og lækki einnig virðisaukaskatt á nauðsynjavörum. Þá sé þörf á þjóðarsátt á húsnæðismarkaði. „VR og LÍV gera þá kröfu að þak verði sett á leigu, ungu fólki auðvelduð fyrstu kaup með auknum stuðningi frá hinu opinbera og lóðaframboð aukið verulega með aðkomu sveitarfélaga. Framboð húsnæðis, hvort heldur er til eignar eða leigu, er í engu samræmi við eftirspurn og fáir sem geta komið sér þaki yfir höfuðið.“ Lesa má kröfugerð VR í heild sinni hér.
Kjaramál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira