Hvenær kemur tíminn fyrir leik- og grunnskóla bæjarins ? Karólína Helga Símonardóttir skrifar 24. ágúst 2022 17:30 Á síðustu árum hefur verið mikil uppsöfnun á viðhaldsþörf skólahúsnæðis og skólalóða Hafnarfjarðarbæjar. Mikið af þessari uppsöfnuðu viðhaldsþörf er tilkomin vegna skorts á áherslum. Samkvæmt minnisblaði frá starfsmönnum eignaumsýslu Hafnarfjarðarbæjar sem tekið var saman í lok árs 2021, þá er viðhaldsþörf fyrir skólalóðir Hafnarfjarðarbæjar um 130 milljónir króna. Inn í þessa upphæð vantar leikskólalóðir og viðhaldsþörf fyrir leik- og grunnskólahúsnæði bæjarins. Fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði veltir fyrir sér hvort þessi mikilvægu húsnæði og skólalóðir í hinu barnvæna samfélagi Hafnarfjarðarbæjar séu alltaf að gleymast? Ítrekað virðist vera til fjármagn þegar kemur að þörfum íþróttafélaga er varðar viðhald og endurnýjun mannvirkja. Þegar það þarf að endurnýja gervigras, parket eða annað í íþróttahúsum bæjarins þá er ávallt til peningur eða búið að taka frá pening vegna framkvæmdaáætlunar. Á meðan liggja skólalóðir og skólahúsnæði bæjarins undir skemmdum. Það er komin mikil þörf á almennilegri innspýtingu fjármagns inn í viðhald skólahúsnæðis bæjarins og skólalóða. Ástandið er svo slæmt á sumum stöðum að skólalóðirnar eru nánast hættulegar. Þegar þessi umræða er tekin, þá er hún alltaf þögguð niður vegna þess það eigi ekki að bera sama epli og appelsínur að búið sé að eyrnamerkja ákveðið fjármagn í íþróttamannvirki til lengri tíma undir framkvæmdaáætlun ÍBH. Á fundi bæjarráðs þann 1. júlí sl. samþykkti meirihlutinn að verða við óskum íþróttafélags í bænum um að fá nýtt og dýrara hybrid-gervigras. Áætlaður kostnaður við grasið er um 105 milljónir, það er um 55 milljónum króna dýrara en áætlað var í endurnýjun á gervigrasi hjá þessu tiltekna íþróttafélagi. En hvaðan komu þessar 55 milljónir króna? Sá peningur kom frá viðhaldi á þaki Setbergsskóla. Það reyndist óskaplega heppilegt fyrir hugmyndir um nýja og dýrari tegund af gervigrasi að ekki þurfi að nýta allt það fjármagn sem búið var að áætla vegna viðhalds á þaki Setbergsskóla. Ekki það að það sé búið að laga þakið. En hvað þá ? Hefðu 50 milljónir ekki getað gert mikið fyrir eins og eina skólalóð eða í viðhaldi á öðru skólahúsnæði bæjarins? Hér sýnir sig vel hvar áherslur meirihlutans liggja. Fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði mun leggja mikla áherslu í komandi fjárhagsáætlunarvinnu bæjarins á almennilegri innspýtingu fjármagns fyrir viðhaldi á leik- og grunnskóla húsnæði og leik- og grunnskóla lóðir bæjarins. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið mikil uppsöfnun á viðhaldsþörf skólahúsnæðis og skólalóða Hafnarfjarðarbæjar. Mikið af þessari uppsöfnuðu viðhaldsþörf er tilkomin vegna skorts á áherslum. Samkvæmt minnisblaði frá starfsmönnum eignaumsýslu Hafnarfjarðarbæjar sem tekið var saman í lok árs 2021, þá er viðhaldsþörf fyrir skólalóðir Hafnarfjarðarbæjar um 130 milljónir króna. Inn í þessa upphæð vantar leikskólalóðir og viðhaldsþörf fyrir leik- og grunnskólahúsnæði bæjarins. Fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði veltir fyrir sér hvort þessi mikilvægu húsnæði og skólalóðir í hinu barnvæna samfélagi Hafnarfjarðarbæjar séu alltaf að gleymast? Ítrekað virðist vera til fjármagn þegar kemur að þörfum íþróttafélaga er varðar viðhald og endurnýjun mannvirkja. Þegar það þarf að endurnýja gervigras, parket eða annað í íþróttahúsum bæjarins þá er ávallt til peningur eða búið að taka frá pening vegna framkvæmdaáætlunar. Á meðan liggja skólalóðir og skólahúsnæði bæjarins undir skemmdum. Það er komin mikil þörf á almennilegri innspýtingu fjármagns inn í viðhald skólahúsnæðis bæjarins og skólalóða. Ástandið er svo slæmt á sumum stöðum að skólalóðirnar eru nánast hættulegar. Þegar þessi umræða er tekin, þá er hún alltaf þögguð niður vegna þess það eigi ekki að bera sama epli og appelsínur að búið sé að eyrnamerkja ákveðið fjármagn í íþróttamannvirki til lengri tíma undir framkvæmdaáætlun ÍBH. Á fundi bæjarráðs þann 1. júlí sl. samþykkti meirihlutinn að verða við óskum íþróttafélags í bænum um að fá nýtt og dýrara hybrid-gervigras. Áætlaður kostnaður við grasið er um 105 milljónir, það er um 55 milljónum króna dýrara en áætlað var í endurnýjun á gervigrasi hjá þessu tiltekna íþróttafélagi. En hvaðan komu þessar 55 milljónir króna? Sá peningur kom frá viðhaldi á þaki Setbergsskóla. Það reyndist óskaplega heppilegt fyrir hugmyndir um nýja og dýrari tegund af gervigrasi að ekki þurfi að nýta allt það fjármagn sem búið var að áætla vegna viðhalds á þaki Setbergsskóla. Ekki það að það sé búið að laga þakið. En hvað þá ? Hefðu 50 milljónir ekki getað gert mikið fyrir eins og eina skólalóð eða í viðhaldi á öðru skólahúsnæði bæjarins? Hér sýnir sig vel hvar áherslur meirihlutans liggja. Fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði mun leggja mikla áherslu í komandi fjárhagsáætlunarvinnu bæjarins á almennilegri innspýtingu fjármagns fyrir viðhaldi á leik- og grunnskóla húsnæði og leik- og grunnskóla lóðir bæjarins. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun