Hvenær kemur tíminn fyrir leik- og grunnskóla bæjarins ? Karólína Helga Símonardóttir skrifar 24. ágúst 2022 17:30 Á síðustu árum hefur verið mikil uppsöfnun á viðhaldsþörf skólahúsnæðis og skólalóða Hafnarfjarðarbæjar. Mikið af þessari uppsöfnuðu viðhaldsþörf er tilkomin vegna skorts á áherslum. Samkvæmt minnisblaði frá starfsmönnum eignaumsýslu Hafnarfjarðarbæjar sem tekið var saman í lok árs 2021, þá er viðhaldsþörf fyrir skólalóðir Hafnarfjarðarbæjar um 130 milljónir króna. Inn í þessa upphæð vantar leikskólalóðir og viðhaldsþörf fyrir leik- og grunnskólahúsnæði bæjarins. Fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði veltir fyrir sér hvort þessi mikilvægu húsnæði og skólalóðir í hinu barnvæna samfélagi Hafnarfjarðarbæjar séu alltaf að gleymast? Ítrekað virðist vera til fjármagn þegar kemur að þörfum íþróttafélaga er varðar viðhald og endurnýjun mannvirkja. Þegar það þarf að endurnýja gervigras, parket eða annað í íþróttahúsum bæjarins þá er ávallt til peningur eða búið að taka frá pening vegna framkvæmdaáætlunar. Á meðan liggja skólalóðir og skólahúsnæði bæjarins undir skemmdum. Það er komin mikil þörf á almennilegri innspýtingu fjármagns inn í viðhald skólahúsnæðis bæjarins og skólalóða. Ástandið er svo slæmt á sumum stöðum að skólalóðirnar eru nánast hættulegar. Þegar þessi umræða er tekin, þá er hún alltaf þögguð niður vegna þess það eigi ekki að bera sama epli og appelsínur að búið sé að eyrnamerkja ákveðið fjármagn í íþróttamannvirki til lengri tíma undir framkvæmdaáætlun ÍBH. Á fundi bæjarráðs þann 1. júlí sl. samþykkti meirihlutinn að verða við óskum íþróttafélags í bænum um að fá nýtt og dýrara hybrid-gervigras. Áætlaður kostnaður við grasið er um 105 milljónir, það er um 55 milljónum króna dýrara en áætlað var í endurnýjun á gervigrasi hjá þessu tiltekna íþróttafélagi. En hvaðan komu þessar 55 milljónir króna? Sá peningur kom frá viðhaldi á þaki Setbergsskóla. Það reyndist óskaplega heppilegt fyrir hugmyndir um nýja og dýrari tegund af gervigrasi að ekki þurfi að nýta allt það fjármagn sem búið var að áætla vegna viðhalds á þaki Setbergsskóla. Ekki það að það sé búið að laga þakið. En hvað þá ? Hefðu 50 milljónir ekki getað gert mikið fyrir eins og eina skólalóð eða í viðhaldi á öðru skólahúsnæði bæjarins? Hér sýnir sig vel hvar áherslur meirihlutans liggja. Fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði mun leggja mikla áherslu í komandi fjárhagsáætlunarvinnu bæjarins á almennilegri innspýtingu fjármagns fyrir viðhaldi á leik- og grunnskóla húsnæði og leik- og grunnskóla lóðir bæjarins. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið mikil uppsöfnun á viðhaldsþörf skólahúsnæðis og skólalóða Hafnarfjarðarbæjar. Mikið af þessari uppsöfnuðu viðhaldsþörf er tilkomin vegna skorts á áherslum. Samkvæmt minnisblaði frá starfsmönnum eignaumsýslu Hafnarfjarðarbæjar sem tekið var saman í lok árs 2021, þá er viðhaldsþörf fyrir skólalóðir Hafnarfjarðarbæjar um 130 milljónir króna. Inn í þessa upphæð vantar leikskólalóðir og viðhaldsþörf fyrir leik- og grunnskólahúsnæði bæjarins. Fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði veltir fyrir sér hvort þessi mikilvægu húsnæði og skólalóðir í hinu barnvæna samfélagi Hafnarfjarðarbæjar séu alltaf að gleymast? Ítrekað virðist vera til fjármagn þegar kemur að þörfum íþróttafélaga er varðar viðhald og endurnýjun mannvirkja. Þegar það þarf að endurnýja gervigras, parket eða annað í íþróttahúsum bæjarins þá er ávallt til peningur eða búið að taka frá pening vegna framkvæmdaáætlunar. Á meðan liggja skólalóðir og skólahúsnæði bæjarins undir skemmdum. Það er komin mikil þörf á almennilegri innspýtingu fjármagns inn í viðhald skólahúsnæðis bæjarins og skólalóða. Ástandið er svo slæmt á sumum stöðum að skólalóðirnar eru nánast hættulegar. Þegar þessi umræða er tekin, þá er hún alltaf þögguð niður vegna þess það eigi ekki að bera sama epli og appelsínur að búið sé að eyrnamerkja ákveðið fjármagn í íþróttamannvirki til lengri tíma undir framkvæmdaáætlun ÍBH. Á fundi bæjarráðs þann 1. júlí sl. samþykkti meirihlutinn að verða við óskum íþróttafélags í bænum um að fá nýtt og dýrara hybrid-gervigras. Áætlaður kostnaður við grasið er um 105 milljónir, það er um 55 milljónum króna dýrara en áætlað var í endurnýjun á gervigrasi hjá þessu tiltekna íþróttafélagi. En hvaðan komu þessar 55 milljónir króna? Sá peningur kom frá viðhaldi á þaki Setbergsskóla. Það reyndist óskaplega heppilegt fyrir hugmyndir um nýja og dýrari tegund af gervigrasi að ekki þurfi að nýta allt það fjármagn sem búið var að áætla vegna viðhalds á þaki Setbergsskóla. Ekki það að það sé búið að laga þakið. En hvað þá ? Hefðu 50 milljónir ekki getað gert mikið fyrir eins og eina skólalóð eða í viðhaldi á öðru skólahúsnæði bæjarins? Hér sýnir sig vel hvar áherslur meirihlutans liggja. Fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði mun leggja mikla áherslu í komandi fjárhagsáætlunarvinnu bæjarins á almennilegri innspýtingu fjármagns fyrir viðhaldi á leik- og grunnskóla húsnæði og leik- og grunnskóla lóðir bæjarins. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar