Ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal kynnt fyrir áramót Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 10:59 Árelía Eydís Guðmundsdóttir tók sæti í borgarstjórn eftir kosningarnar í maí síðastliðinn. Hún er borgarfulltrúi Framsóknar og nýr formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir að málefni grunnskólastarfs í Laugardal nú vera í forgangi hjá sér og að ákvörðun um framtíð þess muni liggja fyrir á næstunni, að minnsta kosti fyrir áramót. „Þetta er mál sem varðar framtíðarskipulag sem þarf að taka af skarið um. Það er búið að taka mörg skref, skrifa skýrslur og vinna sviðsmyndagreiningar og er verið að fara yfir þær, kostnaðargreina og áhættumeta. Það er sérstakt áhersluatriði mitt að það verði tekin ákvörðun um framhaldið sem fyrst,“ segir Árelía Eydís í samtali við Vísi. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sagði í gær að nauðsynlegt væri að taka ákvörðun um framtíð skólastarfsins í Laugardal sem allra fyrst, enda séu bæði Laugarnesskóli og Langholtsskóli löngu sprungnir. Þá sé óvissan um framtíð skólastarfs í dalnum, sem hafi verið við lýði allt af lengi, óþolandi. Í ferli síðan 2018 Árelía segist vel skilja afstöðu Sigríðar Heiðu og kollega hennar. „Ég tek undir hvert orð Sigríðar Heiðu. Það þarf að láta hendur fram úr ermum. Þetta mál er búið að vera í ferli síðan 2018 og það er erfitt að bíða og skiljanlega er fólk orðið langþreytt. Það þarf að taka ákvörðun og vonandi verður hægt að kynna hana sem allra fyrst,“ segir Árelía sem hefur á síðustu dögum átt fundi með skólastjórum Laugarnesskóla, Langholtsskóla og Langholtsskóla. Talsvert hefur verið fjallað um framtíð grunnskólastarfs í Laugardal, en starfshópur á vegum borgaryfirvalda kynnti þrjár mögulegar sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi í borgarráði í nóvember síðastliðinn. Var ráðist í vinnuna vegna fjölgunar barna í hverfinu og að verulega væri farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Alltaf verði einhverjir óánægðir Árelía segir ljóst að sama hvaða sviðmynd verði fyrir valinu verði alltaf einhverjir sem muni verða óánægðir með niðurstöðuna. „Það mikilvæga er hins vegar að taka ákvörðun og hefja þá nauðsynlegu vinnu sem framundan sé,“ segir Árelía. Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla. Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
„Þetta er mál sem varðar framtíðarskipulag sem þarf að taka af skarið um. Það er búið að taka mörg skref, skrifa skýrslur og vinna sviðsmyndagreiningar og er verið að fara yfir þær, kostnaðargreina og áhættumeta. Það er sérstakt áhersluatriði mitt að það verði tekin ákvörðun um framhaldið sem fyrst,“ segir Árelía Eydís í samtali við Vísi. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sagði í gær að nauðsynlegt væri að taka ákvörðun um framtíð skólastarfsins í Laugardal sem allra fyrst, enda séu bæði Laugarnesskóli og Langholtsskóli löngu sprungnir. Þá sé óvissan um framtíð skólastarfs í dalnum, sem hafi verið við lýði allt af lengi, óþolandi. Í ferli síðan 2018 Árelía segist vel skilja afstöðu Sigríðar Heiðu og kollega hennar. „Ég tek undir hvert orð Sigríðar Heiðu. Það þarf að láta hendur fram úr ermum. Þetta mál er búið að vera í ferli síðan 2018 og það er erfitt að bíða og skiljanlega er fólk orðið langþreytt. Það þarf að taka ákvörðun og vonandi verður hægt að kynna hana sem allra fyrst,“ segir Árelía sem hefur á síðustu dögum átt fundi með skólastjórum Laugarnesskóla, Langholtsskóla og Langholtsskóla. Talsvert hefur verið fjallað um framtíð grunnskólastarfs í Laugardal, en starfshópur á vegum borgaryfirvalda kynnti þrjár mögulegar sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi í borgarráði í nóvember síðastliðinn. Var ráðist í vinnuna vegna fjölgunar barna í hverfinu og að verulega væri farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Alltaf verði einhverjir óánægðir Árelía segir ljóst að sama hvaða sviðmynd verði fyrir valinu verði alltaf einhverjir sem muni verða óánægðir með niðurstöðuna. „Það mikilvæga er hins vegar að taka ákvörðun og hefja þá nauðsynlegu vinnu sem framundan sé,“ segir Árelía. Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla.
Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla.
Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25
Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31