Fækkun sýslumanna – stöldrum við Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 13:00 Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á. Markmiðið var m.a. að tryggja að starfsstöðvarnar yrðu stærri og öflugri og réðu við aukinn fjölda stærri verkefna. Ég hef ítrekað vakið máls á þessu fyrirkomulagi í ræðustól Alþingis síðan þá og þykir leitt að segja að því miður hefur þetta ekki gengið eftir að stóru leyti, þrátt fyrir ýmsar tillögur sýslumanna víða um land að verkefnaflutningum og styrkingu embættanna í gegnum árin. Miðstýring Nú á aftur að leggja til atlögu með stórri kerfisbreytingu sem felst í því að fækka sýslumönnum niður í einn, búa til miðstýrða einingu sem færir mikið vald frá Alþingi til ráðherra. Markmiðin eru, eins og áður, að byggja upp öflugar og nútímalegar þjónustueiningar og fjölga bæði verkefnum og störfum á landsbyggðunum. Eftir lestur frumvarpsins get ég engan veginn séð að þessi kerfisbreyting sé nauðsynleg til að ná fram þeim verðugu markmiðum sem stefnt er að. Sporin hræða og það er ekki rakið eða sýnt fram á, með afgerandi hætti, í greinargerð frumvarpsins um hvaða verkefni er að ræða eða hvar þau á að inna af hendi. Þá er ekki sýnt fram á að þeim breytingum sem stefnt er að megi ekki ná fram í núverandi skipulagi sýslumannsembætta, án þessara stórkostlegu kerfisbreytinga. Það hefur verið lítill vilji hjá ráðuneytum og stofnunum fram til þessa að flytja verkefni til sýslumannsembættanna eins og sjá má á svörum við fyrirspurnum mínum varðandi málaflokkinn á síðustu árum. Nærþjónusta heima í héraði Ég geri ekki lítið úr mikilvægi þess að fylgja eftir nýjungum m.t.t. stafrænna lausna og sérhæfingu á ýmsum sviðum, enda hafa sýslumenn verið að nútímavæðast með innleiðingu stafrænna lausna, með því að taka að sér ný verkefni sem hafa verið vel leyst. Svo vel að þeir hafa hlotið viðurkenningu fyrir innleiðingu þeirra. Þá megum við ekki gleyma að sýslumenn og þeirra starfsfólk er mjög oft að sinna viðkvæmri nærþjónustu og að mínu mati er mikilvægt að forræði og stjórnun verkefna verði áfram í nærumhverfinu eins og kostur er. Hér er líka vert að minna á að þrátt fyrir þrönga stöðu hafa embættin sýnt góðan árangur ár eftir ár í þjónustukönnunum og vaxandi ánægja er með þjónustu þeirra. Af 32 umsögnum um málið í samráðsgátt eru allir, að undanskilinni einni sem tekur ekki afstöðu til nema eins atriðis í málinu, sem telja að málið sé ekki nægjanlega vel unnið, hvort raunveruleg þörf sé á svo miklum breytingum, og það þarfnist frekara samtals og samráðs. Ég tek undir það og ekki síst í ljósi fyrirliggjandi byggðaáætlunar þar sem ég tel málið, eins og það er lagt upp, ekki samræmast þeirri nálgun sem þar er lögð til. Ég hvet ráðherra til að endurskoða framlagningu málsins og hlusta á alla þá hagaðila sem skiluðu umsögnum um málið. Ég get ekki samþykkt þessa leið sem hér er lagt upp með óbreytta. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á. Markmiðið var m.a. að tryggja að starfsstöðvarnar yrðu stærri og öflugri og réðu við aukinn fjölda stærri verkefna. Ég hef ítrekað vakið máls á þessu fyrirkomulagi í ræðustól Alþingis síðan þá og þykir leitt að segja að því miður hefur þetta ekki gengið eftir að stóru leyti, þrátt fyrir ýmsar tillögur sýslumanna víða um land að verkefnaflutningum og styrkingu embættanna í gegnum árin. Miðstýring Nú á aftur að leggja til atlögu með stórri kerfisbreytingu sem felst í því að fækka sýslumönnum niður í einn, búa til miðstýrða einingu sem færir mikið vald frá Alþingi til ráðherra. Markmiðin eru, eins og áður, að byggja upp öflugar og nútímalegar þjónustueiningar og fjölga bæði verkefnum og störfum á landsbyggðunum. Eftir lestur frumvarpsins get ég engan veginn séð að þessi kerfisbreyting sé nauðsynleg til að ná fram þeim verðugu markmiðum sem stefnt er að. Sporin hræða og það er ekki rakið eða sýnt fram á, með afgerandi hætti, í greinargerð frumvarpsins um hvaða verkefni er að ræða eða hvar þau á að inna af hendi. Þá er ekki sýnt fram á að þeim breytingum sem stefnt er að megi ekki ná fram í núverandi skipulagi sýslumannsembætta, án þessara stórkostlegu kerfisbreytinga. Það hefur verið lítill vilji hjá ráðuneytum og stofnunum fram til þessa að flytja verkefni til sýslumannsembættanna eins og sjá má á svörum við fyrirspurnum mínum varðandi málaflokkinn á síðustu árum. Nærþjónusta heima í héraði Ég geri ekki lítið úr mikilvægi þess að fylgja eftir nýjungum m.t.t. stafrænna lausna og sérhæfingu á ýmsum sviðum, enda hafa sýslumenn verið að nútímavæðast með innleiðingu stafrænna lausna, með því að taka að sér ný verkefni sem hafa verið vel leyst. Svo vel að þeir hafa hlotið viðurkenningu fyrir innleiðingu þeirra. Þá megum við ekki gleyma að sýslumenn og þeirra starfsfólk er mjög oft að sinna viðkvæmri nærþjónustu og að mínu mati er mikilvægt að forræði og stjórnun verkefna verði áfram í nærumhverfinu eins og kostur er. Hér er líka vert að minna á að þrátt fyrir þrönga stöðu hafa embættin sýnt góðan árangur ár eftir ár í þjónustukönnunum og vaxandi ánægja er með þjónustu þeirra. Af 32 umsögnum um málið í samráðsgátt eru allir, að undanskilinni einni sem tekur ekki afstöðu til nema eins atriðis í málinu, sem telja að málið sé ekki nægjanlega vel unnið, hvort raunveruleg þörf sé á svo miklum breytingum, og það þarfnist frekara samtals og samráðs. Ég tek undir það og ekki síst í ljósi fyrirliggjandi byggðaáætlunar þar sem ég tel málið, eins og það er lagt upp, ekki samræmast þeirri nálgun sem þar er lögð til. Ég hvet ráðherra til að endurskoða framlagningu málsins og hlusta á alla þá hagaðila sem skiluðu umsögnum um málið. Ég get ekki samþykkt þessa leið sem hér er lagt upp með óbreytta. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun