Fótbolti

Hlín Ei­ríks skúrkurinn og hetjan í Ís­lendinga­slag sænsku úr­vals­deildarinnar

Atli Arason skrifar
Hlín skoraði sigurmarkið í dag.
Hlín skoraði sigurmarkið í dag. Andreas Sandström/Bildbyrån

Berglind Rós Ágústsdóttir og stöllur hennar í Örebro tóku á móti Hlín Eiríksdóttur og liðsfélögum hennar í Piteå, í leik þar sem Hlín skoraði eina markið í 0-1 sigri.

Markið skoraði Hlín á 69. mínútu og dugði það til að tryggja Piteå stiginn þrjú. Með sigurmarki Hlínar fór hún úr því að vera skúrkur liðsins í hetjuna en Hlín misnotaði vítaspyrnu sem Piteå fékk á 10. mínútu leiksins.

Berglind Rós var í byrjunarliði Örebro í dag og lék alveg þangað til henni var skipt af velli á 85. mínútu leiksins. Hlín spilaði allan leikinn.

Með sigrinum fer Piteå upp í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 18 leiki. Örebro er á sama tíma í 10. sæti með 21 stig, 12 stigum fyrir ofan fallsvæðið. Öll lið deildarinnar eiga þó leiki til góða um helgina á bæði Piteå og Örebro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×