Ein regla fyrir hin ríku, allt önnur og verri fyrir þig Gunnar Smári Egilsson skrifar 27. ágúst 2022 10:02 Ég hef skrifað greinar á Vísi undanfarna daga um skattaafslátt stjórnvalda til fjármagnseigenda, mest til 0,1% tekjuhæsta fólksins. Sjálfstæðisflokknum og fylgitunglum hans finnst það frábærlega snjallt að rukka helmingi lægri skatt af fjármagnstekjum en af launatekjum, vitandi að eigendur flokksins græða mest á þessari reglu; hin fáu ríku og valdamiklu. Og einmitt þess vegna hafa þau eina undantekningu á reglunni um lægri skatta á fjármagnstekjur. Veistu hver hún er? Humm, hugs, hugs, hugs Einmitt. Undantekningin eina er skattlagning á þær fjármagnstekjur sem skipta þig mestu og eru langstærsti hluti þeirra fjármagnstekna sem þú munt afla þér um þína daga. Það er ávöxtun lífeyrissjóðsins sem þú safnar upp yfir starfsævina. Hún er skattlögð öðru vísi en ávöxtun á auð hinna fáu ríku og valdamiklu. Og þessi öðruvísileiki er þér ekki í vil. Þegar þú borgar iðgjöld í lífeyrissjóð eru undanþegin skatti. Þú borgar tekjuskatt af laununum þínum að frádregnum iðgjöldunum. Þar til þú færð greitt út úr lífeyrissjóðnum þegar þú kemst á eftirlaunaaldur. Þá eru lífeyrisgreiðslurnar þínar skattlagðar eins og væru þær launatekjur, bæði höfuðstólinn sem byggðist upp af iðgjöldum af launum en líka ávöxtunin; arðurinn, söluhagnaðurinn og vextirnir; sem hafa safnast upp á þennan höfuðstól. Þegar ríki karlinn fær þúsund milljónir í ávöxtun á auð sinn borgar hann aðeins 22% í fjármagnstekjuskatt. Þegar þú færð 250 þúsund krónur út úr lífeyrissjóðnum þínum borgar þú skatta eins og fjármagnstekjurnar væru laun og mátt auk þess þola miklar skerðingar á ellilífeyririnn. Smá dæmi til útskýringar. Manneskja á eftirlaunum er í sambúð og hefur engar aðrar tekjur en ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Hún fær 286.619 kr. í ellilífeyri, fjármálaráðherrann hrifsar af henni 36.226 kr. í skatt og eftir sitja 250.393 kr. Guð hjálpi henni til að lifa út mánuðinn. En ef sama manneskja hefði borgað af lágum launum í lífeyrissjóð alla sína hunds og kattartíð og fengi 250 þús. kr. úr sínum lífeyrissjóði? Þá myndi fjármálaráðherrann byrja á að skerða ellilífeyrinn um 101.250 kr. og síðan myndi hann taka 50.999 kr. í skatt ofan á þær 36.226 kr. sem hann tók áður. Blessuð manneskjan sæti þá eftir með 97.751 kr. af þessu 250 þús. kr. Fjármálaráðherrann hefði tekið til sín rúmar 152 þús. kr. eða 60,9%. Það er heldur betur hærri skattur en sá sem fjármagnseigendur borga af sinn ávöxtun. En nú kann einhver að rétta upp hönd og spyrja: Er skerðingin ekki vegna aukinna tekna frekar en mismunar á skattlagningu launa og fjármagns? Búum þá til dæmi um mann sem fær ekkert frá lífeyrissjóðnum en hins vegar 250 þús. kr. í fjármagnstekjur á mánuði. Fjármálaráðherrann skerði ellilífeyririnn hans um sömu upphæð og hinnar manneskjunnar, um 101.250 kr. En hann tekur ekki meira í skatt en áður heldur minna; 34.383 kr. í stað 36.226. Skerðing og skattar af þessum 250 þús. kr. eru því rúmar 99 þús. kr. eða 39,8%. Fjármálaráðherrann tæki tæplega 53 þús. kr. minna af þeim sem fengi fjármagnstekjur en þeim sem fengi lífeyristekjur, sem þó eru að stóru leyti byggðar upp af fjármagnstekjum. Fjármagnskarlinn fengi 53 þús. kr. meira til ráðstöfunar en launamanneskjan þótt bæði væru þau í raun að sækja sinn sparnað til að geta lifað eilítið skárra lífi í ellinni. Eini munurinn er að fjármálaráðherrann horfir með velvild til karlsins en finnst hann geta rúið launamanneskjuna inn að skinni. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna borga hin fáu ríku og valdamiklu litla skatta af sínum fjármagnstekjum en hin mörgu fátæku og valdalitlu háa skatta af sínum launum og svo líka af sínum fjármagnstekjum? Hvað heldurðu? Humm, hugs, hugs, hugs Einmitt. Það er vegna þess að þú býrð ekki í lýðræðisríki þar sem lýðurinn ræður heldur í auðvaldsríki þar sem auðurinn ræður. Þú býrð í landi þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og yfirtrompar þetta eina atkvæði sem þú færð á fjögurra ára fresti og breytir svo sem aldrei neinu. Sama stjórn heldur velli þótt stundum sé skipt um flokka. Þetta er stjórn hinnar auðugu stéttar. Stjórn fólksins sem á Ísland og allt sem í því er. Og þig þar með. Þess vegna er löngu kominn tími á byltingu. Það er óendanlega mikilvægt að hrekja auðvaldið frá völdum og taka hér upp lýðræði. Meðan þú hugsar hvernig þú getur orðið að liði í byltingunni hvet ég þig til að lesa þessar þrjár greinar um skatta sem ég hef skrifað á Vísi síðustu daga. Með fyrir fram þökk 1. Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur (https://www.visir.is/g/20222301320d/gud-mundur-i-brim-borgar-hlut-falls-lega-minna-i-skatt-en-folk-med-medal-tekjur) 2. Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög (https://www.visir.is/g/20222302247d/skatt-kerfi-sem-hyglir-hinum-riku-og-sveltir-sveitar-fe-log) 3. Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs (https://www.visir.is/g/20222302763d/hinir-raun-veru-legu-styrk-thegar-rikis-sjods) Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað greinar á Vísi undanfarna daga um skattaafslátt stjórnvalda til fjármagnseigenda, mest til 0,1% tekjuhæsta fólksins. Sjálfstæðisflokknum og fylgitunglum hans finnst það frábærlega snjallt að rukka helmingi lægri skatt af fjármagnstekjum en af launatekjum, vitandi að eigendur flokksins græða mest á þessari reglu; hin fáu ríku og valdamiklu. Og einmitt þess vegna hafa þau eina undantekningu á reglunni um lægri skatta á fjármagnstekjur. Veistu hver hún er? Humm, hugs, hugs, hugs Einmitt. Undantekningin eina er skattlagning á þær fjármagnstekjur sem skipta þig mestu og eru langstærsti hluti þeirra fjármagnstekna sem þú munt afla þér um þína daga. Það er ávöxtun lífeyrissjóðsins sem þú safnar upp yfir starfsævina. Hún er skattlögð öðru vísi en ávöxtun á auð hinna fáu ríku og valdamiklu. Og þessi öðruvísileiki er þér ekki í vil. Þegar þú borgar iðgjöld í lífeyrissjóð eru undanþegin skatti. Þú borgar tekjuskatt af laununum þínum að frádregnum iðgjöldunum. Þar til þú færð greitt út úr lífeyrissjóðnum þegar þú kemst á eftirlaunaaldur. Þá eru lífeyrisgreiðslurnar þínar skattlagðar eins og væru þær launatekjur, bæði höfuðstólinn sem byggðist upp af iðgjöldum af launum en líka ávöxtunin; arðurinn, söluhagnaðurinn og vextirnir; sem hafa safnast upp á þennan höfuðstól. Þegar ríki karlinn fær þúsund milljónir í ávöxtun á auð sinn borgar hann aðeins 22% í fjármagnstekjuskatt. Þegar þú færð 250 þúsund krónur út úr lífeyrissjóðnum þínum borgar þú skatta eins og fjármagnstekjurnar væru laun og mátt auk þess þola miklar skerðingar á ellilífeyririnn. Smá dæmi til útskýringar. Manneskja á eftirlaunum er í sambúð og hefur engar aðrar tekjur en ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Hún fær 286.619 kr. í ellilífeyri, fjármálaráðherrann hrifsar af henni 36.226 kr. í skatt og eftir sitja 250.393 kr. Guð hjálpi henni til að lifa út mánuðinn. En ef sama manneskja hefði borgað af lágum launum í lífeyrissjóð alla sína hunds og kattartíð og fengi 250 þús. kr. úr sínum lífeyrissjóði? Þá myndi fjármálaráðherrann byrja á að skerða ellilífeyrinn um 101.250 kr. og síðan myndi hann taka 50.999 kr. í skatt ofan á þær 36.226 kr. sem hann tók áður. Blessuð manneskjan sæti þá eftir með 97.751 kr. af þessu 250 þús. kr. Fjármálaráðherrann hefði tekið til sín rúmar 152 þús. kr. eða 60,9%. Það er heldur betur hærri skattur en sá sem fjármagnseigendur borga af sinn ávöxtun. En nú kann einhver að rétta upp hönd og spyrja: Er skerðingin ekki vegna aukinna tekna frekar en mismunar á skattlagningu launa og fjármagns? Búum þá til dæmi um mann sem fær ekkert frá lífeyrissjóðnum en hins vegar 250 þús. kr. í fjármagnstekjur á mánuði. Fjármálaráðherrann skerði ellilífeyririnn hans um sömu upphæð og hinnar manneskjunnar, um 101.250 kr. En hann tekur ekki meira í skatt en áður heldur minna; 34.383 kr. í stað 36.226. Skerðing og skattar af þessum 250 þús. kr. eru því rúmar 99 þús. kr. eða 39,8%. Fjármálaráðherrann tæki tæplega 53 þús. kr. minna af þeim sem fengi fjármagnstekjur en þeim sem fengi lífeyristekjur, sem þó eru að stóru leyti byggðar upp af fjármagnstekjum. Fjármagnskarlinn fengi 53 þús. kr. meira til ráðstöfunar en launamanneskjan þótt bæði væru þau í raun að sækja sinn sparnað til að geta lifað eilítið skárra lífi í ellinni. Eini munurinn er að fjármálaráðherrann horfir með velvild til karlsins en finnst hann geta rúið launamanneskjuna inn að skinni. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna borga hin fáu ríku og valdamiklu litla skatta af sínum fjármagnstekjum en hin mörgu fátæku og valdalitlu háa skatta af sínum launum og svo líka af sínum fjármagnstekjum? Hvað heldurðu? Humm, hugs, hugs, hugs Einmitt. Það er vegna þess að þú býrð ekki í lýðræðisríki þar sem lýðurinn ræður heldur í auðvaldsríki þar sem auðurinn ræður. Þú býrð í landi þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og yfirtrompar þetta eina atkvæði sem þú færð á fjögurra ára fresti og breytir svo sem aldrei neinu. Sama stjórn heldur velli þótt stundum sé skipt um flokka. Þetta er stjórn hinnar auðugu stéttar. Stjórn fólksins sem á Ísland og allt sem í því er. Og þig þar með. Þess vegna er löngu kominn tími á byltingu. Það er óendanlega mikilvægt að hrekja auðvaldið frá völdum og taka hér upp lýðræði. Meðan þú hugsar hvernig þú getur orðið að liði í byltingunni hvet ég þig til að lesa þessar þrjár greinar um skatta sem ég hef skrifað á Vísi síðustu daga. Með fyrir fram þökk 1. Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur (https://www.visir.is/g/20222301320d/gud-mundur-i-brim-borgar-hlut-falls-lega-minna-i-skatt-en-folk-med-medal-tekjur) 2. Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög (https://www.visir.is/g/20222302247d/skatt-kerfi-sem-hyglir-hinum-riku-og-sveltir-sveitar-fe-log) 3. Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs (https://www.visir.is/g/20222302763d/hinir-raun-veru-legu-styrk-thegar-rikis-sjods) Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun