Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn Jökulsson vakti athygli sumarið 2020 þegar hann skór upp herör gegn rusli í Kolgrafarvík á Ströndum á norðaustanverðum Vestfjörðum. Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. Í kærunni segir að annar sjúklingur á deildinni hafi ráðist tvívegis á Hrafn með stuttu millibili og meðal annars veitt honum áverka á höfði. Hann hafi þá rotast og orðið fyrir miklu áfalli í tengslum við þennan atburð. Hrafn fer fram á að lögregla rannsaki málið en óskar þess sérstaklega að rannsókninni verði ekki beint að þeim sem réðst að honum enda sé hann ósakhæfur. Vonar að stjórnendur spítalans verði næst boðaðir til yfirheyrslu Einnig fer Hrafn fram á að rannsókninni verði ekki beint að þeim almennu starfsmönnum deildarinnar sem voru að störfum þegar atvikin áttu sér stað þar sem hann telji aðbúnað, öryggi og mönnun hafa verið ófullnægjandi á deildinni. Að mati Hrafns bera stjórnendur ábyrgð á því og almennum starfsmönnum ekki kennt um. Hrafn staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi nýlega veitt lögreglu skýrslu vegna málsins. „Þannig að ég ætlast til þess að lögreglan sé að rannsaka þetta mál af einurð og festu, það má engan tíma missa. Ég vænti þess að heyra í þeim aftur fljótlega og ég vona að næst verði stjórnendur Landspítalans yfirheyrðir.“ Skilur ekki hvers vegna ekki var komið í veg fyrir seinni árásina Í kærunni kemur fram að Hrafn hafi á þessum tíma sætt nauðungarvistun á grundvelli lögræðislaga og hafi talið mikilvægt að stjórnendur spítalans tækju allar viðhlítandi ráðstafanir til að tryggja öryggi hans. Það hafi verið brýnt því aðrir sjúklingar sem hann hafi verið vistaður með hafi einnig sætt nauðungarvistun og sumir hverjir væntanlega á þeirri forsendu að þeir kynnu að reynast öðrum mönnum hættulegir. „Þetta hafi stjórnendum spítalans verið kunnugt en samt hafi þeir með öllu vanrækt að setja viðhlítandi öryggisreglur um starfsemi deildarinnar og/eða tryggt að þeim væri fylgt eftir með nægjanlegum fjölda öryggisvarða og skipulögðum vinnubrögðum,“ segir í kærunni til lögreglu. Ekki síst hafi þetta átt við eftir fyrri árásina og þykir Hrafni óskiljanlegt að ekki hafi tekist að afstýra þeirri seinni. Telur hann meinta vanrækslu stjórnenda spítalans í þessum efnum kunna að vera stórfellda og refsiverða. Fjallað var um það í gær að Hrafn hafi höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka og nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Heilbrigðismál Lögreglumál Landspítalinn Tengdar fréttir Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Í kærunni segir að annar sjúklingur á deildinni hafi ráðist tvívegis á Hrafn með stuttu millibili og meðal annars veitt honum áverka á höfði. Hann hafi þá rotast og orðið fyrir miklu áfalli í tengslum við þennan atburð. Hrafn fer fram á að lögregla rannsaki málið en óskar þess sérstaklega að rannsókninni verði ekki beint að þeim sem réðst að honum enda sé hann ósakhæfur. Vonar að stjórnendur spítalans verði næst boðaðir til yfirheyrslu Einnig fer Hrafn fram á að rannsókninni verði ekki beint að þeim almennu starfsmönnum deildarinnar sem voru að störfum þegar atvikin áttu sér stað þar sem hann telji aðbúnað, öryggi og mönnun hafa verið ófullnægjandi á deildinni. Að mati Hrafns bera stjórnendur ábyrgð á því og almennum starfsmönnum ekki kennt um. Hrafn staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi nýlega veitt lögreglu skýrslu vegna málsins. „Þannig að ég ætlast til þess að lögreglan sé að rannsaka þetta mál af einurð og festu, það má engan tíma missa. Ég vænti þess að heyra í þeim aftur fljótlega og ég vona að næst verði stjórnendur Landspítalans yfirheyrðir.“ Skilur ekki hvers vegna ekki var komið í veg fyrir seinni árásina Í kærunni kemur fram að Hrafn hafi á þessum tíma sætt nauðungarvistun á grundvelli lögræðislaga og hafi talið mikilvægt að stjórnendur spítalans tækju allar viðhlítandi ráðstafanir til að tryggja öryggi hans. Það hafi verið brýnt því aðrir sjúklingar sem hann hafi verið vistaður með hafi einnig sætt nauðungarvistun og sumir hverjir væntanlega á þeirri forsendu að þeir kynnu að reynast öðrum mönnum hættulegir. „Þetta hafi stjórnendum spítalans verið kunnugt en samt hafi þeir með öllu vanrækt að setja viðhlítandi öryggisreglur um starfsemi deildarinnar og/eða tryggt að þeim væri fylgt eftir með nægjanlegum fjölda öryggisvarða og skipulögðum vinnubrögðum,“ segir í kærunni til lögreglu. Ekki síst hafi þetta átt við eftir fyrri árásina og þykir Hrafni óskiljanlegt að ekki hafi tekist að afstýra þeirri seinni. Telur hann meinta vanrækslu stjórnenda spítalans í þessum efnum kunna að vera stórfellda og refsiverða. Fjallað var um það í gær að Hrafn hafi höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka og nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna.
Heilbrigðismál Lögreglumál Landspítalinn Tengdar fréttir Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47
Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00