Fótbolti

Norrköping kastaði frá sér sigrinum | Kristianstad missteig sig í toppbaráttunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ari Freyr Skúlason og félagar hans í Norrköping þurftu að sætta sig við jafntefli í dag.
Ari Freyr Skúlason og félagar hans í Norrköping þurftu að sætta sig við jafntefli í dag.

Það var nóg um að vera hjá Íslendingum í sænska boltanum í dag þar sem fjögur Íslendingalið voru í eldlínunni í bæði karla- og kvennaboltanum.

Norrköping, með þá Ara Frey Skúlason, Arnór Ingva Traustason, Andra Lúcas Guðjohnsen og Arnór Sigurðsson innanborðs þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli þegar liðið heimsótti Varberg.

Íslendingaliðið tók forystuna eftir rétt rúmlega tíu mínútna leik og staðan var 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Svo virtist sem þetta eina mark myndi duga til sigurs, en heimamenn jöfnuðu metin á sjöundu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Norrköping situr í 11. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 20 leiki, jafn mörg stig og Varberg sem situr sæti neðar.

Þá máttu Óli Valur Ómarsson, Aron Bjarnason og félagar þeirra í Sirius þola 2-0 tap er liðið heimsótti IFK Gautaborg. Sirius situr í níunda sæti deildarinnar með 25 stig, átta stigum minna en Gautaborg sem situr í sjötta sæti.

Í kvennaboltanum lék Guðrún Arnardóttir allan leikinn er Rosengard vann 1-0 sigur gegn Linkoping í uppgjöri efstu tveggja liða deildarinnar. Rosengard er nú mep fimm stiga forskot á topnnum þegar átta leikir eru eftir.

Kristianstad, undir stjór Elísabetu Gunnarsdóttur, mátti hins vegar þola 1-2 tap er liðið tók á móti BK Häcken. Kristianstad er nú sex stigum á eftir toppliði Rosengard í þriðja sæti deildarinnar og fjórum stigum fyrir ofan Häcken sem situr í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×