Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. ágúst 2022 22:30 Benóný Harðarsson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna. Vísir/Arnar Halldórsson Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. Um er að ræða staðina Flame og Bambus í Reykjavík en upp komst um launaþjófnað þar fyrr í mánuðinum eftir ábendingu þess efnis. Staðirnir eru í eigu sömu aðila en þeir mættu ásamt lögmönnum sínum á fund Fagfélaganna í dag. Ekkert nýtt kom þó fram á þeim fundi að sögn Benónýs Harðarsonar, forstöðumanns kjarasviðs Fagfélaganna, en eigendur halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og hafa ekki gefið frekari útskýringar. „Eina sem að kannski kom fram er að þau vildu aðeins meiri tíma til að vinna úr hlutunum og við ætlum að hittast aftur á miðvikudaginn,“ segir Benóný. „Það voru svona kannski ákveðin vonbrigði að það hefði ekki komið meira nýtt fram í dag en við erum að vonast til að þetta skýrist í vikunni.“ Kröfurnar muni líklega hlaupa á milljónum króna Samkvæmt Fagfélögunum höfðu að minnsta kosti þrír starfsmenn verið látnir vinna á lágmarkslaunum í allt að 16 klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, án þess að fá greidda yfirvinnu, orlof eða annað sem kveðið er á um í kjarasamningum. Verið er að reikna út hversu háar upphæðir sé að ræða en að sögn Benónýs hefðu starfsmennirnir átt að fá tvöfalt eða jafnvel þrefalt hærri laun en raun bar vitni. Þannig muni kröfurnar líklega hlaupa á milljónum króna fyrir hvern og einn starfsmann. Óljóst sé á þessari stundu hvort eigendur veitingastaðanna gangist við kröfunni eða hvort fara þurfi með málið fyrir dómstóla en það verður næsta skref ef eigendurnir neita. „Svona mál geta annað hvort tekið mjög stuttan tíma ef að atvinnurekendur greiða kröfuna, eða getur tekið mjög langan tíma ef það fer í gegnum dómskerfið, og við vonum náttúrulega fyrir þetta fólk að þetta taki stuttan tíma,“ segir Benóný. Fjölmargar aðrar ábendingar til skoðunar Dæmi um launaþjófnað koma af og til fram í fjölmiðlum en Benóný segir þau hafa fengið fjölmargar ábendingar um slíkt eftir að greint var frá þessu máli, þar á meðal frá einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir launaþjófnaði. Fólk sú nú meira vakandi en áður fyrir málum sem þessum. „Launaþjófnaður er auðvitað kannski algengari en við höldum á Íslandi og við finnum það að þetta mál vekur athygli og við erum að fá mikið af ábendingum sem við munum síðan skoða á næstu vikum,“ segir Benóný. „Við finnum kannski fyrir meiri vitundavakningu úti í samfélaginu þar sem að fólk er þá að láta stéttarfélögin vita, við vonum það því við viljum heyra um svona hluti svo við getum brugðist við,“ segir hann enn fremur. Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Um er að ræða staðina Flame og Bambus í Reykjavík en upp komst um launaþjófnað þar fyrr í mánuðinum eftir ábendingu þess efnis. Staðirnir eru í eigu sömu aðila en þeir mættu ásamt lögmönnum sínum á fund Fagfélaganna í dag. Ekkert nýtt kom þó fram á þeim fundi að sögn Benónýs Harðarsonar, forstöðumanns kjarasviðs Fagfélaganna, en eigendur halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og hafa ekki gefið frekari útskýringar. „Eina sem að kannski kom fram er að þau vildu aðeins meiri tíma til að vinna úr hlutunum og við ætlum að hittast aftur á miðvikudaginn,“ segir Benóný. „Það voru svona kannski ákveðin vonbrigði að það hefði ekki komið meira nýtt fram í dag en við erum að vonast til að þetta skýrist í vikunni.“ Kröfurnar muni líklega hlaupa á milljónum króna Samkvæmt Fagfélögunum höfðu að minnsta kosti þrír starfsmenn verið látnir vinna á lágmarkslaunum í allt að 16 klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, án þess að fá greidda yfirvinnu, orlof eða annað sem kveðið er á um í kjarasamningum. Verið er að reikna út hversu háar upphæðir sé að ræða en að sögn Benónýs hefðu starfsmennirnir átt að fá tvöfalt eða jafnvel þrefalt hærri laun en raun bar vitni. Þannig muni kröfurnar líklega hlaupa á milljónum króna fyrir hvern og einn starfsmann. Óljóst sé á þessari stundu hvort eigendur veitingastaðanna gangist við kröfunni eða hvort fara þurfi með málið fyrir dómstóla en það verður næsta skref ef eigendurnir neita. „Svona mál geta annað hvort tekið mjög stuttan tíma ef að atvinnurekendur greiða kröfuna, eða getur tekið mjög langan tíma ef það fer í gegnum dómskerfið, og við vonum náttúrulega fyrir þetta fólk að þetta taki stuttan tíma,“ segir Benóný. Fjölmargar aðrar ábendingar til skoðunar Dæmi um launaþjófnað koma af og til fram í fjölmiðlum en Benóný segir þau hafa fengið fjölmargar ábendingar um slíkt eftir að greint var frá þessu máli, þar á meðal frá einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir launaþjófnaði. Fólk sú nú meira vakandi en áður fyrir málum sem þessum. „Launaþjófnaður er auðvitað kannski algengari en við höldum á Íslandi og við finnum það að þetta mál vekur athygli og við erum að fá mikið af ábendingum sem við munum síðan skoða á næstu vikum,“ segir Benóný. „Við finnum kannski fyrir meiri vitundavakningu úti í samfélaginu þar sem að fólk er þá að láta stéttarfélögin vita, við vonum það því við viljum heyra um svona hluti svo við getum brugðist við,“ segir hann enn fremur.
Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06