Tillögur Þorsteins ekkert nema sýndarmennsku tilburðir Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 21:02 Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi ráðherra og sendiherra Íslands. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar um að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna ekki hafa verið neitt nema sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að hann hafi verið fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til þess að leggja til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Lettlands, Litáen og Eistlands. Tillögur hans hafi fengið dræm viðbrögð, meðal annars frá Jóni Baldvin, sem kláraði málið þó síðar. Þorsteinn lagði tvisvar fram tillögur um viðurkenningu sjálfstæði ríkjanna, fyrst í mars árið 1990 um að viðurkenna sjálfstæði Litáens og svo í október um að viðurkenna sjálfstæði allra ríkjanna þriggja. Á þessum tíma var Þorsteinn í stjórnarandstöðu en Jón Baldvin var utanríkisráðherra í samsteypustjórn Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Í tilkynningu sem Jón Baldvin sendi á fjölmiðla í kjölfar viðtalsins segir hann málið ekki hafa snúist um kapphlaup til að vera fyrstur að senda bréf um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði ríkjanna. Hann segir að Eistar og Lettar hafi sjálfir ekki verið búnir að lýsa yfir sjálfstæði þegar tillaga Þorsteins var lögð fyrir Alþingi. Jón segir að viðurkenning Íslands án þess að aðrar þjóðir hafi fylgt í kjölfarið hefði ekki gagnast ríkjunum í baráttu sinni. Hann vill meina að Ísland hefði orðið að athlægi fyrir „sjálfsupphafna sýndarmennsku“ ef svo hefði orðið. „Málið snerist um allt annað: Að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi, þar sem þeirra eigin raddir heyrðust ekki. Að andæfa yfirlýstri stefnu Vesturveldanna þess efnis að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika. Það eitt og sér útilokaði stuðning við endurheimt sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. Að boða aðra stefnu, einkum innan NATO, í samskiptum við Sovétríkin, um aukinn stuðning við lýðræðisöflin í Rússlandi, undir forystu Boris Yeltsin. Að taka frumkvæðið, þegar Gorbachev var steypt af stóli og stefna Vesturveldanna hafði beðið skipbrot, að viðurkenningu endurheimts sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, í trausti þess, að aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið,“ segir Jón Jón segir þetta hafa gengið eftir þar sem þetta var byggt á annarri raunsærri greiningu á innanlandsástandi Sovétríkjanna sem þá voru nú þegar í tilvistarkreppu. „Þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar á Alþingi voru bara sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík og höfðu ekkert að gera með sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða,“ segir Jón. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lettland Eistland Litháen Alþingi Tengdar fréttir Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04 Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að hann hafi verið fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til þess að leggja til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Lettlands, Litáen og Eistlands. Tillögur hans hafi fengið dræm viðbrögð, meðal annars frá Jóni Baldvin, sem kláraði málið þó síðar. Þorsteinn lagði tvisvar fram tillögur um viðurkenningu sjálfstæði ríkjanna, fyrst í mars árið 1990 um að viðurkenna sjálfstæði Litáens og svo í október um að viðurkenna sjálfstæði allra ríkjanna þriggja. Á þessum tíma var Þorsteinn í stjórnarandstöðu en Jón Baldvin var utanríkisráðherra í samsteypustjórn Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Í tilkynningu sem Jón Baldvin sendi á fjölmiðla í kjölfar viðtalsins segir hann málið ekki hafa snúist um kapphlaup til að vera fyrstur að senda bréf um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði ríkjanna. Hann segir að Eistar og Lettar hafi sjálfir ekki verið búnir að lýsa yfir sjálfstæði þegar tillaga Þorsteins var lögð fyrir Alþingi. Jón segir að viðurkenning Íslands án þess að aðrar þjóðir hafi fylgt í kjölfarið hefði ekki gagnast ríkjunum í baráttu sinni. Hann vill meina að Ísland hefði orðið að athlægi fyrir „sjálfsupphafna sýndarmennsku“ ef svo hefði orðið. „Málið snerist um allt annað: Að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi, þar sem þeirra eigin raddir heyrðust ekki. Að andæfa yfirlýstri stefnu Vesturveldanna þess efnis að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika. Það eitt og sér útilokaði stuðning við endurheimt sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. Að boða aðra stefnu, einkum innan NATO, í samskiptum við Sovétríkin, um aukinn stuðning við lýðræðisöflin í Rússlandi, undir forystu Boris Yeltsin. Að taka frumkvæðið, þegar Gorbachev var steypt af stóli og stefna Vesturveldanna hafði beðið skipbrot, að viðurkenningu endurheimts sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, í trausti þess, að aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið,“ segir Jón Jón segir þetta hafa gengið eftir þar sem þetta var byggt á annarri raunsærri greiningu á innanlandsástandi Sovétríkjanna sem þá voru nú þegar í tilvistarkreppu. „Þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar á Alþingi voru bara sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík og höfðu ekkert að gera með sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða,“ segir Jón.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lettland Eistland Litháen Alþingi Tengdar fréttir Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04 Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04
Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01
Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32