„Ég sé ekki eftir neinu“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 10:30 Alexandra Jóhannsdóttir fékk draum uppfylltan þegar hún spilaði á EM í Englandi í sumar en nú vill hún að HM-draumurinn rætist. VÍSIR/VILHELM Alexandra Jóhannsdóttir er klár í krefjandi og afar mikilvæga leiki í lokaumferðum undankeppni HM í fótbolta. Hún er glöð eftir að hafa gengið í raðir Fiorentina á Ítalíu en segist hafa lært afar mikið af dvöl sinni í Þýskalandi. Alexandra, sem er 22 ára, var á dögunum kynnt sem nýjasti leikmaður Fiorentina en hún kemur til félagsins eftir að hafa hafið atvinnumannsferilinn hjá Frankfurt í Þýskalandi. „Ég er mjög glöð og spennt fyrir nýju tímabili, og spennt fyrir ítölsku deildinni. Ég er ekki búin að vera þarna nema tvær vikur, eina með liðinu, en fyrstu kynnin eru alla vega mjög góð,“ sagði Alexandra í Garðabæ í gær, fyrir æfingu íslenska landsliðsins sem nú undirbýr sig fyrir leiki við Hvíta-Rússland og Holland. Alexandra viðurkennir að það sé strembið að ná tökum á ítölskunni, sem er auðvitað aðaltungumálið á æfingum Fiorentina: „Að skilja eitthvað á æfingu gengur ekki neitt,“ sagði hún hlæjandi, en þó ánægð með lífið hjá nýju liði og í borginni Flórens. „Borgin er ótrúlega falleg og það er alveg plús.“ Alexandra var tvö tímabil hjá Frankfurt en spilaði lítið fyrir liðið og var aðeins einu sinni í byrjunarliði í þýsku deildinni á síðustu leiktíð. Hún segir dvölina engu að síður hafa gert sér gott: „Ég sé ekki eftir neinu þegar ég horfi til baka. Maður getur ekkert gert það. Auðvitað er leiðinlegt að ná ekki markmiðum sínum en ég lærði helling og þroskaðist ótrúlega mikið á þessum tíma.“ Klippa: Alexandra um lífið í Flórens og landsleikina „Erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM“ Þessa þekkingu vonast Alexandra eflaust til að geta nýtt í leikjunum við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag, og gegn Hollandi í Utrecht næsta þriðjudag. Ef Ísland vinnur lið Hvít-Rússa og nær að minnsta kosti jafntefli gegn Hollandi kemst liðið á HM í fyrsta sinn. „Þetta verða ótrúlega krefjandi leikir og ótrúlega mikilvægir. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna þennan leik á föstudaginn og allur fókus hjá okkur er núna á hann. Við erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM. Við erum öruggar um umspilssæti en núna snýst þetta um að vinna leikinn á föstudaginn og fókusinn er þar,“ sagði Alexandra og bætti við: „Það var stór draumur að komast á EM og hann rættist í sumar. Ég held að það sé draumur allra að fara á stórmót með landsliðinu sínu og hvað þá að komast á HM í fyrsta skipti. Það væri algjör draumur,“ segir Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Alexandra, sem er 22 ára, var á dögunum kynnt sem nýjasti leikmaður Fiorentina en hún kemur til félagsins eftir að hafa hafið atvinnumannsferilinn hjá Frankfurt í Þýskalandi. „Ég er mjög glöð og spennt fyrir nýju tímabili, og spennt fyrir ítölsku deildinni. Ég er ekki búin að vera þarna nema tvær vikur, eina með liðinu, en fyrstu kynnin eru alla vega mjög góð,“ sagði Alexandra í Garðabæ í gær, fyrir æfingu íslenska landsliðsins sem nú undirbýr sig fyrir leiki við Hvíta-Rússland og Holland. Alexandra viðurkennir að það sé strembið að ná tökum á ítölskunni, sem er auðvitað aðaltungumálið á æfingum Fiorentina: „Að skilja eitthvað á æfingu gengur ekki neitt,“ sagði hún hlæjandi, en þó ánægð með lífið hjá nýju liði og í borginni Flórens. „Borgin er ótrúlega falleg og það er alveg plús.“ Alexandra var tvö tímabil hjá Frankfurt en spilaði lítið fyrir liðið og var aðeins einu sinni í byrjunarliði í þýsku deildinni á síðustu leiktíð. Hún segir dvölina engu að síður hafa gert sér gott: „Ég sé ekki eftir neinu þegar ég horfi til baka. Maður getur ekkert gert það. Auðvitað er leiðinlegt að ná ekki markmiðum sínum en ég lærði helling og þroskaðist ótrúlega mikið á þessum tíma.“ Klippa: Alexandra um lífið í Flórens og landsleikina „Erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM“ Þessa þekkingu vonast Alexandra eflaust til að geta nýtt í leikjunum við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag, og gegn Hollandi í Utrecht næsta þriðjudag. Ef Ísland vinnur lið Hvít-Rússa og nær að minnsta kosti jafntefli gegn Hollandi kemst liðið á HM í fyrsta sinn. „Þetta verða ótrúlega krefjandi leikir og ótrúlega mikilvægir. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna þennan leik á föstudaginn og allur fókus hjá okkur er núna á hann. Við erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM. Við erum öruggar um umspilssæti en núna snýst þetta um að vinna leikinn á föstudaginn og fókusinn er þar,“ sagði Alexandra og bætti við: „Það var stór draumur að komast á EM og hann rættist í sumar. Ég held að það sé draumur allra að fara á stórmót með landsliðinu sínu og hvað þá að komast á HM í fyrsta skipti. Það væri algjör draumur,“ segir Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30