Leysingar og úrkoma gærdagsins áttu ekkert í skyndiflóðið fyrir tveimur árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2022 11:42 Rennsli jókst töluvert í Hvítá í gær vegna leysinga og úrkomu. Þessi mynd er tekin þegar rennslið var um það bil að ná hámarki í gærkvöldi. Flóðið úr Hafrafellslóni árið 2020 náði alveg upp að brúargólfinu. Vefmyndavél Elmars Snorrasonar. Veðurstofan fylgist áfram grannt með Hafrafellslóni við Langjökul vegna hættu á skyndiflóði úr lóni. Rennsli í Hvítá jókst til muna í hlýindum og rigningu í gær, en þó ekkert á við það sem myndi gerast ef flóð úr lóninu færi af stað. Undanfarna vikur hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hækkað jafnt og þétt. Talið er mögulegt að hlaupið geti úr lóninu á næstu dögum eða vikum. Töluvert skyndiflóð varð úr lóninu fyrir tveimur árum og flæddi þá mikið vatn niður farveg Svartár, yfir í Hvítá. Hreyfimyndir sýna aukninguna í rennslu Hvítár í gær glögglega Heimamaðurinn Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél við Hvítárbrú, ofan við Húsafell, svo fylgjast megi með rennsli árinnar. Í færslu á Facebook í gær vakti Elmar athygli á auknu rennsli í Hvítá við brúnna. Hið aukna rennsli tengist hins vegar leysingum og úrkomu, en ekki neinu flóði úr Hafrafellslónu. Rennsli Hvítár í gær fór hæst í um 130 rúmmetra á sekúndu samkvæmt óyfirförnum gögnum Veðurstofunnar. Á hreyfimyndinni hér fyrir neðan sem byggð er á myndum úr vefmyndavél Elmars og nær yfir um þriggja klukkutíma tímabil í gærkvöldi má glögglega sjá hvernig rennslið eykst hratt, en á þessum árstíma er venjulegt rennsli Hvítár rúmlega áttatíu rúmmetrar á sekúndu. Þó að glögglega megi sjá þó nokkra aukningu á rennsli er þetta þó talið lítið í samanburði við það vatnsmagn sem búast má við að flæði niður Hvítá komi til skyndiflóðs úr Hafrafellslóni. „Það yrði töluvert stærra. Við erum með viðmið fyrir flóðtoppinn og þetta er langt undir því. Það munar alveg 100-150 rúmmetrum í rennsli,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Landhelgisgæslan flaug á dögunum yfir lónið.Landhelgisgæslan. Til samanburðar má geta að rennsli í Soginu er nú í kringum 110-120 rúmmetrar á sekúndu. Talið er að í flóðinu 2020 hafi áin náð alveg upp að brúargólfi Hvítárbrúar, þar sem vefmyndavélin er staðsett. Sjá má á hreyfimyndinni hér fyrir neðan að rennslið í gær átti langt í land með að ná því, þrátt fyrir að rennsli hafi aukist töluvert á um þriggja tíma tímabili í gærkvöldi. Talið er rennsli í Hvítá þegar flóðið varð 2020 hafi náð rúmum 250 rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar má nefna að meðaltalsrennsli Jökulsár á Fjöllum síðasta sólarhring er 275,6 rúmmetrar á sekúndu. Grannt fylgst með Sem fyrr segir fylgist Veðurstofan grannt með stöðuna við Hafrafellslón. „Við fylgjumst með gögnum inn á okkar kerfi. Maður sér ef að þetta fer að hækka og fer að nálgast einhver mörk. Þá höfum við samband við Almannavarnir. Þeir sjá svo um að taka við viðbragðinu eftir það,“ segir Sigríður Magnea. Verði svipað flóð og árið 2020 er ekki búist við teljandi áhrifum á mannvirki á svæðinu. Hins vegar getur fólki á ferð við Svartá eða á bökkum Hvítár stafað hætta af flóði. Náttúruhamfarir Borgarbyggð Tengdar fréttir Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Undanfarna vikur hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hækkað jafnt og þétt. Talið er mögulegt að hlaupið geti úr lóninu á næstu dögum eða vikum. Töluvert skyndiflóð varð úr lóninu fyrir tveimur árum og flæddi þá mikið vatn niður farveg Svartár, yfir í Hvítá. Hreyfimyndir sýna aukninguna í rennslu Hvítár í gær glögglega Heimamaðurinn Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél við Hvítárbrú, ofan við Húsafell, svo fylgjast megi með rennsli árinnar. Í færslu á Facebook í gær vakti Elmar athygli á auknu rennsli í Hvítá við brúnna. Hið aukna rennsli tengist hins vegar leysingum og úrkomu, en ekki neinu flóði úr Hafrafellslónu. Rennsli Hvítár í gær fór hæst í um 130 rúmmetra á sekúndu samkvæmt óyfirförnum gögnum Veðurstofunnar. Á hreyfimyndinni hér fyrir neðan sem byggð er á myndum úr vefmyndavél Elmars og nær yfir um þriggja klukkutíma tímabil í gærkvöldi má glögglega sjá hvernig rennslið eykst hratt, en á þessum árstíma er venjulegt rennsli Hvítár rúmlega áttatíu rúmmetrar á sekúndu. Þó að glögglega megi sjá þó nokkra aukningu á rennsli er þetta þó talið lítið í samanburði við það vatnsmagn sem búast má við að flæði niður Hvítá komi til skyndiflóðs úr Hafrafellslóni. „Það yrði töluvert stærra. Við erum með viðmið fyrir flóðtoppinn og þetta er langt undir því. Það munar alveg 100-150 rúmmetrum í rennsli,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Landhelgisgæslan flaug á dögunum yfir lónið.Landhelgisgæslan. Til samanburðar má geta að rennsli í Soginu er nú í kringum 110-120 rúmmetrar á sekúndu. Talið er að í flóðinu 2020 hafi áin náð alveg upp að brúargólfi Hvítárbrúar, þar sem vefmyndavélin er staðsett. Sjá má á hreyfimyndinni hér fyrir neðan að rennslið í gær átti langt í land með að ná því, þrátt fyrir að rennsli hafi aukist töluvert á um þriggja tíma tímabili í gærkvöldi. Talið er rennsli í Hvítá þegar flóðið varð 2020 hafi náð rúmum 250 rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar má nefna að meðaltalsrennsli Jökulsár á Fjöllum síðasta sólarhring er 275,6 rúmmetrar á sekúndu. Grannt fylgst með Sem fyrr segir fylgist Veðurstofan grannt með stöðuna við Hafrafellslón. „Við fylgjumst með gögnum inn á okkar kerfi. Maður sér ef að þetta fer að hækka og fer að nálgast einhver mörk. Þá höfum við samband við Almannavarnir. Þeir sjá svo um að taka við viðbragðinu eftir það,“ segir Sigríður Magnea. Verði svipað flóð og árið 2020 er ekki búist við teljandi áhrifum á mannvirki á svæðinu. Hins vegar getur fólki á ferð við Svartá eða á bökkum Hvítár stafað hætta af flóði.
Náttúruhamfarir Borgarbyggð Tengdar fréttir Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00