Leysingar og úrkoma gærdagsins áttu ekkert í skyndiflóðið fyrir tveimur árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2022 11:42 Rennsli jókst töluvert í Hvítá í gær vegna leysinga og úrkomu. Þessi mynd er tekin þegar rennslið var um það bil að ná hámarki í gærkvöldi. Flóðið úr Hafrafellslóni árið 2020 náði alveg upp að brúargólfinu. Vefmyndavél Elmars Snorrasonar. Veðurstofan fylgist áfram grannt með Hafrafellslóni við Langjökul vegna hættu á skyndiflóði úr lóni. Rennsli í Hvítá jókst til muna í hlýindum og rigningu í gær, en þó ekkert á við það sem myndi gerast ef flóð úr lóninu færi af stað. Undanfarna vikur hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hækkað jafnt og þétt. Talið er mögulegt að hlaupið geti úr lóninu á næstu dögum eða vikum. Töluvert skyndiflóð varð úr lóninu fyrir tveimur árum og flæddi þá mikið vatn niður farveg Svartár, yfir í Hvítá. Hreyfimyndir sýna aukninguna í rennslu Hvítár í gær glögglega Heimamaðurinn Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél við Hvítárbrú, ofan við Húsafell, svo fylgjast megi með rennsli árinnar. Í færslu á Facebook í gær vakti Elmar athygli á auknu rennsli í Hvítá við brúnna. Hið aukna rennsli tengist hins vegar leysingum og úrkomu, en ekki neinu flóði úr Hafrafellslónu. Rennsli Hvítár í gær fór hæst í um 130 rúmmetra á sekúndu samkvæmt óyfirförnum gögnum Veðurstofunnar. Á hreyfimyndinni hér fyrir neðan sem byggð er á myndum úr vefmyndavél Elmars og nær yfir um þriggja klukkutíma tímabil í gærkvöldi má glögglega sjá hvernig rennslið eykst hratt, en á þessum árstíma er venjulegt rennsli Hvítár rúmlega áttatíu rúmmetrar á sekúndu. Þó að glögglega megi sjá þó nokkra aukningu á rennsli er þetta þó talið lítið í samanburði við það vatnsmagn sem búast má við að flæði niður Hvítá komi til skyndiflóðs úr Hafrafellslóni. „Það yrði töluvert stærra. Við erum með viðmið fyrir flóðtoppinn og þetta er langt undir því. Það munar alveg 100-150 rúmmetrum í rennsli,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Landhelgisgæslan flaug á dögunum yfir lónið.Landhelgisgæslan. Til samanburðar má geta að rennsli í Soginu er nú í kringum 110-120 rúmmetrar á sekúndu. Talið er að í flóðinu 2020 hafi áin náð alveg upp að brúargólfi Hvítárbrúar, þar sem vefmyndavélin er staðsett. Sjá má á hreyfimyndinni hér fyrir neðan að rennslið í gær átti langt í land með að ná því, þrátt fyrir að rennsli hafi aukist töluvert á um þriggja tíma tímabili í gærkvöldi. Talið er rennsli í Hvítá þegar flóðið varð 2020 hafi náð rúmum 250 rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar má nefna að meðaltalsrennsli Jökulsár á Fjöllum síðasta sólarhring er 275,6 rúmmetrar á sekúndu. Grannt fylgst með Sem fyrr segir fylgist Veðurstofan grannt með stöðuna við Hafrafellslón. „Við fylgjumst með gögnum inn á okkar kerfi. Maður sér ef að þetta fer að hækka og fer að nálgast einhver mörk. Þá höfum við samband við Almannavarnir. Þeir sjá svo um að taka við viðbragðinu eftir það,“ segir Sigríður Magnea. Verði svipað flóð og árið 2020 er ekki búist við teljandi áhrifum á mannvirki á svæðinu. Hins vegar getur fólki á ferð við Svartá eða á bökkum Hvítár stafað hætta af flóði. Náttúruhamfarir Borgarbyggð Tengdar fréttir Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Undanfarna vikur hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hækkað jafnt og þétt. Talið er mögulegt að hlaupið geti úr lóninu á næstu dögum eða vikum. Töluvert skyndiflóð varð úr lóninu fyrir tveimur árum og flæddi þá mikið vatn niður farveg Svartár, yfir í Hvítá. Hreyfimyndir sýna aukninguna í rennslu Hvítár í gær glögglega Heimamaðurinn Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél við Hvítárbrú, ofan við Húsafell, svo fylgjast megi með rennsli árinnar. Í færslu á Facebook í gær vakti Elmar athygli á auknu rennsli í Hvítá við brúnna. Hið aukna rennsli tengist hins vegar leysingum og úrkomu, en ekki neinu flóði úr Hafrafellslónu. Rennsli Hvítár í gær fór hæst í um 130 rúmmetra á sekúndu samkvæmt óyfirförnum gögnum Veðurstofunnar. Á hreyfimyndinni hér fyrir neðan sem byggð er á myndum úr vefmyndavél Elmars og nær yfir um þriggja klukkutíma tímabil í gærkvöldi má glögglega sjá hvernig rennslið eykst hratt, en á þessum árstíma er venjulegt rennsli Hvítár rúmlega áttatíu rúmmetrar á sekúndu. Þó að glögglega megi sjá þó nokkra aukningu á rennsli er þetta þó talið lítið í samanburði við það vatnsmagn sem búast má við að flæði niður Hvítá komi til skyndiflóðs úr Hafrafellslóni. „Það yrði töluvert stærra. Við erum með viðmið fyrir flóðtoppinn og þetta er langt undir því. Það munar alveg 100-150 rúmmetrum í rennsli,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Landhelgisgæslan flaug á dögunum yfir lónið.Landhelgisgæslan. Til samanburðar má geta að rennsli í Soginu er nú í kringum 110-120 rúmmetrar á sekúndu. Talið er að í flóðinu 2020 hafi áin náð alveg upp að brúargólfi Hvítárbrúar, þar sem vefmyndavélin er staðsett. Sjá má á hreyfimyndinni hér fyrir neðan að rennslið í gær átti langt í land með að ná því, þrátt fyrir að rennsli hafi aukist töluvert á um þriggja tíma tímabili í gærkvöldi. Talið er rennsli í Hvítá þegar flóðið varð 2020 hafi náð rúmum 250 rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar má nefna að meðaltalsrennsli Jökulsár á Fjöllum síðasta sólarhring er 275,6 rúmmetrar á sekúndu. Grannt fylgst með Sem fyrr segir fylgist Veðurstofan grannt með stöðuna við Hafrafellslón. „Við fylgjumst með gögnum inn á okkar kerfi. Maður sér ef að þetta fer að hækka og fer að nálgast einhver mörk. Þá höfum við samband við Almannavarnir. Þeir sjá svo um að taka við viðbragðinu eftir það,“ segir Sigríður Magnea. Verði svipað flóð og árið 2020 er ekki búist við teljandi áhrifum á mannvirki á svæðinu. Hins vegar getur fólki á ferð við Svartá eða á bökkum Hvítár stafað hætta af flóði.
Náttúruhamfarir Borgarbyggð Tengdar fréttir Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00